Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FANGELSISBARNIÐ SAGA FRÁ FRÖNSKU STJÖRNARBYLTINGUNNI Sumarið 1792 kom ung ekkja af pólska háaðlinum til París. Það varð aldrei fyllilega ljóst, hvað það var, sem svo ómót- stæðilega, dró Fanny Lubomirska furstafrú, til frönsku höfuð- borgarinnar, að hún þorði að setjast þar að á sama tíma, sem annað aðalsfólk flýði þaðan unn- vörpum, eins fljótt og því var unnt. Sumir sögðu að óvinátta við rússnesku hirðina hefði gert henni dvölina í ættlandi sínu óbærilega, en aðrir fullyrtu að hún væri í þjónustu Rússa. Hvernig sem því var varið, virtist hún ráða yfir miklum möguleikum, ljet mikið á sjer bera og umgekkst alla helslu stjórnmálamenn borgarinnar. Kringumstæðurnar rjeðu því að fjelagslífið var mjög fábreylt þetta ár. Versailles og Trianon glitruðu nú ekki lengur i dýrðar- ljóma. Konungshjónin voru inni lukt í Tuilerie-höllinni, algjör- lega á valdi byltingarinnar, og eftir 13. ágúst voru þau fangar innan fjögurra veggja. ETtir það dró furstafrúin sig mikið í hlje frá umheiminum, og aðeins nokkrir tryggir vin- ir ljetu öðru hvoru sjá sig hjá henni. Hún helgaði allt starf sitt Mtlu dóttir sinni, yndlslegri fimm ára gamalli telpu, sem hjet Rosalie. Pólska þjónustu- fóllcið sendi hún heim aftur, nema gamlan og tryggan hirð- meistara, sem hafði þjónað for- eldrum hennar. 21. janúar 1793 fjell höfuð konungsins fyrir fall- öxinni; en 6. apríl var hinni ill- ræmdu „velferðarnefnd“ hlevpt af stokkunum undir handleiðslu þeirra Marat og Dante. Fang- elsin fylltust og fallöxin hafði tæplega við að fullnægja dauða- dómunum. Síðasta dag ágústmánaðar komu lögregluþjónar á heimili furstafrúarinnar, og án þess að taka nokkurt tillit til útskýringa hennar handtóku þeir hana og leyfðu henni ekki þrátt fyrir angistarfullar bænir hennar, að kveðja litlu dóttir sína. Hún gat gat með naumingum hrópað til gamla, skelkaða þjónsins, um leið og ekið var af stað: „Gregor taktu litlu telpuna að þjer og leyfðu mjer að sjá hana seinna í dag, ef það er mögulegt.“ Rjettarhöldin tóku ekki lang- an tíma á dögum stjórnarbylt- ingarinnar. Furstafrúin var færð frá höll sinni í hinn hræðilega biðsal byltingardómstólsins, er í óhugnanlegu háði var nefndur „forsalur Paradísar“. Þar var hún látin bíða þar til bún var færð fyrir dómarana! Það voru engar sakir á hendur henni, en kona af hennar stjett var „sek“, aðeins vegna þess að hún var aðalsættar og hafði haft samúð með hnum hart leiknu konungs- hjónum. Eftir að dauðadómur- inn hafði verið lesinn upp var hún borinn í óviti út úr saln- um. Fyrstu orð hennar, þegar hún kom til sjálfrar sín voru helguð barninu hennar og síðustu ósk sína fjekk hún uppfylta, áður en hún kvaddi lífið, þá að fá að sjá Rosalíe. Hinum trygga Gre- gor tókst að koma henni inn í fangelsið, með því að múta ein- um fangaverðinum. — Móðirin fjekk þá sársaukakenndu gleði að hafa þessa Mtlu yndislegu veru hjá sjer í hálmbælinu í Conciergeríinu, sem hafði verið útbúið sem fjöldafangelsi. Með birtingu átti vörðurinn að færa Gregor litlu stúlkuna. Móðirin beið og beið, en engin kom til þess að taka barnið frá henni. Loks kom dómsmála- ritarinn og las upp nöfn þeirra, sem áttu að falla fyrir öxinni þennan dag. Þá fjekk hún að vita að um nóttina hafði verið skift um fangavörð. Hún hafði aðeins tíma til þess að grátbiðja þjáningarsystur sín- ar, sem allar voru aðalsáettar, um að annast litla munaðarlevs- ingjann, og kyssa Rosalie enn einu sinni, þegar grófgerð hönd greip í hana og dimm rödd sagði: — Áfram, borgari; held- ur þú að Samson hafi tíma til þess að bíða eftir þessu? 1 síðasta sinn horfði hún í spyrjandi, angistarfull barnsaugu svo var farið með hana, og klukkustund síðar var hin fagra frú ekki lengur í tölu lifenda. Tveimur dögum síðar fór gamli þjónninn hennar sömu leið. Hann hafði verið handsamaður kvöldið, sem hann færði móður- inni barnið, og þegar gamli maðurinn, sem hataði allt, er tengt var byllingunni, sýndi stoll og þrjósku var dóminum full- nægt fyr en venjulega; eftir engu var að bíða. Örlög hans voru þegar ákveðin. Eitt manns- líf var þá svo lítils virði. Um litlu prinsessuna liugsaði enginn, nema hinar óhamingju- sömu konur í fangelsinu, sem tóku ástfóstri við hana. Þær gáfu henni mat og hugsuðu móðurlega fyrir þörfum henn- ar. Fangavörðurinn ljet þetta afskiftalaust, því að jafnvel for- hertustu hjörtu eiga þó oftast einhvern neista mannlegra til- finninga. Hvað átti líka að gera við þetta vesalings barn, sem ekkert athvarf átti í þessari stóru borg? Rosalie var í fangelsinu, og þegar fósturmæður hennar voru hver af annari kallaðar burt í sína hinstu för, tóku ætíð við henni arn|ar annara kvenna, sem gengu lienni í móðurstað á meðan þeirra naut við. Ætt hennar og nafn var gleymt. Hún var aðeins nefnd: „Fangelsis- bamið“. Vikur og mánuðir liðu. Þján- ipgarsystui’ furstafrúarinnar voru nú allar gengnar sína síð- ustu göngu. 1 þeirra stað voru komnar aðrar, ekki lengur að- alsmannafrúr og greifynjur, heldur mæður, dætur og eigin- konur Girondínanna. En það hafði engin áhrif á líðan Rosa- lie. Hún var eftirlætisgoð allra. En nú vissi engin lengur hver hún var. „Fangelsisbarnið“ átti enga ætt, ekkert ættarnafn. — „Rosalie litla“ og „sú foreldra- lausa“, það voru einu upplýs- ingarnar, er hinar dauðadæmdu konur gátu gefið um hana. Loks komu bjartari dagar yfir hið óhamingjusama Frakk" land. 28. júlí 1794 fórnaði fall- öxin jörðinni Robespierre og fjelögum hans. Byltingarofviðr- ið hafði lægt. Fangelsin tæmd- ust. Hlið Conciergeri-dýflissunn- ar opnuðust einnig, en konurn- ar, sem síðast höfðu verið und- ir sama þaki og Rosalie litla, höfðu nú um annað að hugsa, þegar hið gullna frelsi beið þeirra. Vesalings yfirgefna barn- ið grjet og barmaði sjer, þegar nýi umsjónarmaðuriim gaf skip- un um að fara með hana á mun- aðarleysingjahæli, ,Hún kunni svo vel við sig innan þessara veggja þar sem hún hafði mætt ástúð margra mæðra, sem höfðu ver- ið skildar frá börnum sínum. Þvottakona í fangelsinu kendi í brjóst um hana og sagði: — Látið mig fá hana. Jeg skal reyna að vera henni sem móðir. Fangavörðurinn hló. — Jeg man ekki betur en að þú segðir í gær að þú vissir ekki, hvað þú ættir að gefa börnunum þínum að borða. Heldur þú að þú sjert aflögufær? Konan tók í hönd Rosalie og sagði: — Ef jeg á brauð lianda fimin börn- um, hlýt jeg að geta satt hung- ur þess sjötta. Þannig atvikaðist það að Rosa- lie fór lieim með þvottakonunni og þar ólst hún upp við þröng- an kost, en sparsemi og iðju- semi. Þegar allt var komið í lag í Frakklandi, fór Lubomirski- fjölskyldan sem hafði frjett um morð furstafrúarinnar, að grenslast eftir hvað orðið hefði af dóttur liennar og einkaerf- ingja. Það eina sem frjettist af henni var það, að gamli þjónn- inn hefði farið burt með hana daginn áður en móðir hennar var hálshöggvin; síðan hefði hann verið myrtur og nú væri engu líkara en að erfingi stærstu auðæfanna, sem til væru í Pól- landi, í einstaklingseigu væri horfinn fyrir fullt og allt. Loks voru þessi eigandalausu auðæfi dæmd eign nákomnasta ætt- ingja þeirra mæðgna. Árið 1806, meðan Napoleon var enn vinur Rússalkeisara, kom nýr rússneskur sendiherra til París, greifinn Fedor Rzew- onski. Honum var fengin íbúð i Hotel Grande Vataliere. Þegar greifinn 14 dögum eftir komu sína til París, gekk i gegnum ganginn á fyrstu hæð, mætti hann tveimur konum, sem báru milli sín þvottakörfu. Þær viku kurteislega úr vegi fyrir honum, og hann var að því kominn að ganga frarn hjá. þegar hann tók eftir því að önnur þeirra var óvenjulega fal- leg. Hann nam staðar og liorfði undrandi á hana. Það leyndi sjer ekki, hve fögur hún var: Há og grannvaxin, með fíngert andlit og óvenjumikið hár. En fegurst voru samt augun, stór og dökk með dreymandi blæ, sem minti hann á bjarma ópal- steins. Greifanum fannst hann einhvertíma hafa sjeð þessi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.