Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N KROSSGATA NR. 497 Lárjétt skýring: 1. Hœðin, 7. hver, 11. ákæra, 13. smjaður, 15. stefna, 17. beitu, 18. Borg 19. utan, 20. eftir þörfmn, 22. horfa, 24 bogi, 25. hríð, 26. volgra, 28. greið- ast, 31. kvörtun, 32. rafeindar, 34. hvolp, 35. óskuðu, 36. skorlcvikindi, 37. knattsp.fjel. 39. gróðursetja, 40. á- góða, 41. bæjarnafn, 42. mannsn., 45. þyngdareining, 46. skst., 47. hlass, 49.. kvenm.n., »51. mann, 53. friðttr, 55. mannsn., 56. skipastóll, 58. mynni, 60. fletti, 61. bor, 62. eyðsla, 64. borg í Ameriku, 65. upphrópun, 66. mannsn., 68. hryggja, 70. á skeytum, 71. skyldmennið, 72. orðflokks, 74. rjúfa, 75. hryggð. Lóðrjett skýring: 1. Hvirfill, 2. mannsnafn þf., 3. fiskur, 4. nöldur, 5. lofttegund, 6. trjeð, 7. sprungur, 8. þref, 9. hljóð, 10. mærur, 12. röskur, 14. fugl, 16. lýkur, 19. kynjavera, 21. óhreinindi,23.fylgsni 25. skólasetur þf., 27. úttekið, 29. upphrópun, 30. dulnefni, 31. ilát, 33. fiskur, 35. aldan, 38. elska, 39. drekk, 43. rifna, 45. umlykt, 47. fugl, 48. á bátum, 50. skst. 51. dýpi, 52. bardagi, 54. reið, 55. athvarfs, 56. óðagot, 57. hleypa, 59. ull, 61. álfa, 63, útpensla, 66. rótað upp, 68. óstilt, 69. sama og 38. 71. forsetning 73. efnafr.skst. LAUSN KROSSGÁTU NR.496 Lárjett ráðning: 1. Kolur, 7. kvörn, 11. snjór, 13. burís, 15. tó, 17. nótt, 18. dvin, 19. þó, 20. lýg, 22. LT, 24. im, 25. ból, 26. anar, 28. afann, 31. sori, 32. dunk 34. aur, 35. botn, 36. fis, 37. ró, 39. MA, 40. nýt, 41. naglalakk, 42. löt, 45. frk, 46. SK, 47. áfa,49. fött, 51. Rut, 53. alfa, 55. Gunn-, 56. vanta, 58. röng, 60. ann. 61. Bí, 62. rt, 64. gný, 65. Nd, 66. bóta, 68. ofin, 70. ag, 71. tal- in, 72. tínan, 74. andra, 75. annar. Lóðrjett skýring: 1. Katla, 2. ls, 3. unn, 4. rjól, 5. ört, 6. Ábæ, 7. Krim, 8. vín, 9. ös, 10. njóli, 12. ótta, 14. úrin, 16. óyndi, 19. Þórný, 21. gaus, 23. Haugasund, 25. botn, 27. RN, 29. fá, 30. nr., 31. so, 33. kraft, 35. Bakka, 38. ógn, 39. mas, 43. öfund, 44. tönn, 47. álög, 48. fanna, 50. Tn, 51. ra, 52 TT, 54. fr. 55. ganda, 56. víti, 57. 'arfi, 59. gýgur, 61. bóla, 63. tina, 66. bar, 68. ótt, 69. nan, 71. t.d., 73. NN. Og þegar Carmen kom með þá athuga- semd að hún vissi ekki hvað ást væri, yppti móðir hennar bara öxlum ogjsagði: — Ástin hefir enga þýðingu, barnið mitt, eiginmaður þinn mun bera þig á höndum sjer, og vegna stöðu hans í utan- ríkisráðuneytinu verður þú ef til vill sendi- herrafrú. — Að síðustu sagði liún henni að de Saint-Hyrieiz hefði nýlega erft álit- legar jarðeignir í Bretagne. Carmen þótti mjög vænt um móður sína. Hún var bara sautján ára og hafði enga lifsreynslu. Hún vissi þó að bróðir hennar varð. að leggja hart að sjer til þess að reyna að rjetta við fjárhag fjölskyldunn- ar. Þessvegna játaði hún ráðahagnum og þegar tveim mánuðum seinna gekk hún í hvítum brúðarkjól upp þrepin á Madeleine- lcirkju. Hinir mörgu forvitnu sem safnast höfðu saman til þess að horfa á dýrðina hugsuðu með sjer: — En hvað þetta unga fólk er hamingju- samt. En það stóð ekki lengi. Unga konan kom heim úr brúðkaupsferðinni með það á til- finningunni að hún elskaði ekki mann sinn.- Þetta var kvöld eitt í september á hol- lenska skipinu „Hinrik Prins“. Hjónin voru á heimleið frá Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn og ætluðu að heimsækja hið gamla heimili í Bretagne. Carmen sat ein á þilfarinu. Því lengur sem hún hugsaði um hjóna- band sitt því óhamingjusamari fanst henni hún vera. Hún starði hugsandi út á hafið. Allt , einu heyrði hún þýða, þunglyndis- lega rödd segja rjett hjá sjer: — Þjer grátið. Hún sneri sjer vicf. Ungur maður i glæsi- legum einkennisbúningi stóð frammi fyrir henni. Þegar Carmen sá hann, tók hún ósjálf- rátt upp vasaklút og þerraði í flýti tárin úr augunum. Hann sagði með hrærðri röddu — Yður líður illa ......... Carmen. Hún reigði sig og leit á hann. — Nafn mitt er frú de Saint-Hyrieiz, lierra höfuðsmaður, og jeg veit ekki til þess að jeg hefi veitt yður rjett til að gleyma því. Jeg vil því biðja yður framvegis að halda framhleypni yðar í skefjum. Liðsforinginn virtist ætla að svara, en hon- um varð litið á konuna, sem var í mjög æstu skapi. Tár glitruðu líka í hvörmum hans. Hann reyndi að ná valdi yfir sjer, hneigði sig djúpt og gekk í burt. Þegar hann var horfinn, leit Carmen við og andvarpaði. — Ef hann aðeins vissi. ..., svo sökti hún sjer aftur niður í hugleiðingar sínar. Hún fór að hugsa um Kaupmannahöfn, borgina fögru við Eyrarsund. Hún hugsaði um kvöldið, þegar maðurinn hennar hafði kynt henni þennan unga liðsforingja, hve ólíkt var ekki viðmót hans viðmóti hinna upp- þornuðu stjórnmálamanna. Hann hafði strax hrifið hana með skemti- legum og gáfulegum viðræðum, og þung- lyndislegu útliti. En eins og oft vill verða við slik tækifæri, hafði hún ekki heyrt nafn hans. Um kvöldið þegar þau hjeldu til d’Angle- terre-gistihússins, sagði maðurinn hennar: — Jæja, hvernig leist þjer á d’Alboize höfuðsmann? — Hver er það? — Það er ungi maðurinn sem þú hefir talað við í allt kvöld, jeg væri fyrir löngu orðinn afbrýðisamur, ef þeíta væru ekki hveiti- brauðsdagarnir okkar. Hann er reyndar mesti glanni. Yerst fyrir hann sjálfan, hann hafði mikla möguleika sem liðsforingi. Þá felldu þau hjón niður talið, en næsta dag mættu þau liðsforingjanum oft á Löngu línu og í Tivoli. Oft þegar hún gáði ekki að sjer, starði hún á eftir honum hrærð í huga og sorgbitin á svip. •Hún hrædidst oft sjálfa sig, þegar hún var ein, og hún hvatti mann sinn til þess að fara fyrr frá Kaupmannahöfn en þau höfðu eiginlega ætlað sjer. Og nú var d’Alboize sá fyrsti, sem hún hitti á þessu skipi áður en það var komið út á rúmsjó. Hann elskaði hafið eins og hún, og þar sem hann hafði leyfi í tvo mánuði til þess að heimsækja móður sína í Nantes kaus hann lieldur að fara beina leið með skipi. Þannig var að minsta kosti skýringin, sem hann gaf Saint-Hyrieiz, sem gladdist yfir því að fá förunaut. En þetta las Carm- en í augum hans: — Jeg segi ósatt. Jeg vissi að þið færuð með þessu skipi, og jeg tók sama skipið, til þess að geta verið. við hlið yðar og horft á yður í viku í viðbót. Þessvegna hafði hún verið svona stutt í spuna við unga manninn. Þessvegna hafði hún brugðist svona við þegar hún sá hann. Hversvegna hafði hún ekki kynnst þessum manni fyrir löngu? Hversvegna varð hann ekki maðurinn hennar? Hún sá að hann elskaði hana. Hún var viss um það. Hún sá í stórum þreytulegum augum hans og fölu andliti að hann lá andvaka á nóttum og hugsaði um hana. Carmen sem var draumlynd, lifði sig inn í drauma hans. — Hversvegna hafði forsjónin skilið okk- ur í sundur, erum við ekki sköpuð hvort fyriri annað? Hún ljet sig dreyma um unaðslegt ham- ingjuvor, en skyndilega vaknaði hún til hins miskunarlausa veruleika. Ilún hafði engan rjett til slíkra hugsana. Hún vildi standast freistinguna. Skipið hafði farið yfir Eyrarsund. Þokan var níðadimm og skipið sigldi með hægri ferð. Farþegarnir höfðu gen,gið til hvílu. Á þilfarinu voru aðeins skipsverjar og d’Al- hoize. Liðsforinginn gekk órólegur fram og aftur um þilfarið og reykti vindling.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.