Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Worm-Miiller ritar bók fyrir Islendinga um Noreg undir oki nazismans Gleggsta og besta yfirlit, sem við íslendingar höfum átt völ á til þessa um atburðina í Noregi frá því að nas- istar rjeðust inn í landið og til síðustu áramóta. Efni bókarinnar er: Holskefla Nasismans — Innrásin og Quisling — Samningarnir við Stórþingið — Þjóðverjar kasta grímunni Heimavígstöðvarnar myndast — Ógnaröíd — Quisling reynir að koma nýskipan á — Fangelsi og fangabúðir Norska þjóðin gefst aldrei upp — Konungsminni 3. ágúst 1942 — Snorri Sturluson og Noregur Þetta er stórmerkt sögulegt heimildarrit og þó svo spennandi frásögn um atburði, sem gerðust í gær og í dag, að hún verður hverjum manni ógleymanleg. — Eignist þessa bók nú þegar, því innan skamms verður hún ófáanleg. Bækur um Noreg. Þessa (lagana hafa komið út þrjár bækur, norskar að efni, í tilefni af þjóðardegi Norðmanna. Er þar fyrst að nefna nýja ljóða- bók eftir Nordahl Grieg, sem hefir eingöngu að geyma kvæði, er hann orkti eftir innrásina í Noreg. Bók þessi er prentuð á norsku í aðeins 200 tölusettum eintökum og útgáfan einkar vönduð. Esmarck sendiherra Norðmanna lijer á landi ritar for- máia fyrir bókinni, sem mun vera fyrsta frumútgáfa af útlendum ljóð- um, sem gefin liefir verið út hjer á landi. Það er’ Helgafellsútgáfan, sem gefið hefir út bólcina. Þá hefir Víkingsútgáfan gefið út fallega bók eftir norskt skáld, sem skrifar undir dulnefninu Christian Wessel. Þetta er löng skáldsaga um daglegt líf í Noregi undir hernám- inu, einkar látleysislega sögð en lif- andi lýsing á hörmungartimum Noregs. Síra Jakob Jónsson hefir þýtt bókina eftir frumútgáfunni, sem er á sænsku. Loks er komin á prent bók eftir próf. Jac. S. Worm-Miiller, er hann skrifaði meðan hann dvaldi lijer á landi í hittifyrra. Þar segir hann sögu hernámsins frá upphafi og fyrstu tvö árin, mjög ítarlega, en í eftirmála rekur hann söguna áfram i sem fæstum dráttum fram til síðustu áramóta. Þetta er eflaust hesta heimild sem til er á íslensku um Noreg siðustu ára. Bókin heitir „Noregur undir oki nazismans“ og er prýdd fjölda mynda. Blaðamanna- fjelagið gefur bókina út og rennur allur ágóðinn af sölu hennar til Noregssamskotanna. AUra þessara bóka verður nánar getið siðar. /*//*/ /^/ /+/ /*/ Ella: — Hann sagði að jeg væri fallegasta og gáfaðasta stúlkan, sem hann hefði nokkurtima hitt á æfi sinni. Frænkan: — Og erlu svo vitlaus að ætla að bindast æfilangt manni, sem lýgur svona hrapalega að þjer? — Jeg verð að segja yður, að hún dóttir mín getur ekki fært bónda sínum annað í búið en fegurðina og vitið. — Það gerir ekkert til. Það eru mörg ung hjón sem hafa byrjað með litið. Sundhöllin opin í sumar Klukkan 7.30-10 10-12.30 12.30-2.15 2.15-8 8-10 Mánud. Bæjarb. Yfirm. Bæjarb. Innl. Erl. karl. Bæjarh. Bæjarh. Þriðjud. Bæjarb. Yfirm. Bæjarh. Innl. Erl. karl. Bæjarb. Ilerinn. Miðvikud. Bæjarh. Yfirm. Bæjarb. Innl. Erl. karl. 5^6 kon. Bæjarh. Fimtud. Bæjarb. Yfirm. Bæjarh. Innl. Erl. karl. Bæjarh. Bæjarh. Föstud. Bæjarb. Yfirm. Bæjarh. Innl. Erl. karl. Bæjarb. Bæjarh. Laugard. Bæjarb. Yfirm. Bæjarh. Bæjarbúar Bæjarb. Herinn. Sunnud. kl. 8-10 bæjarb. og yfirm. 10-2 Bæjarb. 2-4 Herinn. Ath.: Miðasala hættir 45 mín. fyrir lokunartíma Geymið auglýsinguna! Kaupmenn og Kaupfjelög Iiöfum í heildsölu myndaramma úr tré í 12 stærð- um, 4 litum og munstrum. Allir með fallegum landslagsmyndum sem fylgja ókeypis, innpakkaðir í snotrar cellopane-umbúðir. Einnig fallegar lil- myndir innrammaðar. Skrifið eða símið eftir sýnishornum. Ritfangaverslun Marino Jónsson Yesturgötu 2. Reykjavík. Simar 5060 og 4787. ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦»»♦»♦♦♦»♦♦♦♦♦»»♦» ♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦♦♦♦♦»♦»♦♦♦♦<

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.