Fálkinn


Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.05.1944, Blaðsíða 6
f 6 K FÁL K I N.N - •LiTLn snenn - Kappaksturinn Jóhann Scheving þýddi ár þýsku. Dynur hreyfilsins suðaöi i eyrum hans. Hjartað barðist í brjóstinu eins og það væri samstillt við spreng- ingar vjelarinnar. Hendurnar hjeldu fast um stýrishjólið. Augun rauð og þrústin, störðu án afláts á veg- inn er bíllinn þaut eftir. Hann var fyrstur í röðinni. Á síðustu eftirlitsstöðinni höfðu þeir tilkynnt honum það. En Berner sem var eini hættulegi keppinautur- inn, var aðeins tvo kílómetra á eftir honum. Hið minsta óhapp yrði þe*ss valdandi að hann ^yrði ekki fyrstur að markinu. Hann var dauðþyrstur. Háls og kverkar og tunga þurr. Hann hafði ekki gefið sjer tima til að drekka nægju sína á síðustu stöð. Fór þegar er bensín hafði verið látið á geym- inn. Hann hafði ekið eins og sá vondi væri á eftir honum. — Jeg skal vinna, Skal, sagði hann við sjálfan sig. Þetta var enginn leikur. Fimmtíu klukkustunda næstum stans- laus akstur, og enginn svefn og lítið etið. Augun varð að hafa á öllu, jafnvel hæna er færi yfir veginn. Eyrun yrðu að heyra hið minsta misræmi i gangi vjelarinnar. Hann píndi vagninn áfram, svo sem hægt var. Einu sinni hafði járnbrautar- lest næstum ekið á hann, vegna þess að vörðurinn var svo lengi að opna hlið, er hann þurfti að fara i gegn- um. Hugo Kramer þaut inn um hliöið undan stálófreskjunni og slapp en svo nærri fór hann lestinni að hann hefði getað snert „kýrgripil- inn“ með útrjettri hendinni. Fram undan lá breið sljetta með bugðótum vegi. Góð fyrir mann sém var útsofinn. Berner hafði sofið, hann ekki. Kramer þurfti að láta gera við kveikipípu í Allsdorff. Viðgerðin fór fram á lítilli viðgerð- arstöð. Allt vantaði svo að viðgerð- in stóð yfir í þrjár stundir, þrjár dýrmætar stundir. Þennan tíma hafði Berner sofið í Magdeburg. Þegar viðgerðinni i Allsdorff var lokið þaut Berner fram fyrir hann. — Kramer hafði þá ekið eins og vit- firrtur maður. Og nú var Berner á eftir. Þessi bugðótti vegur yfii* hina breiðu sljettu, var hættulegur fyrir úttaugaðan mann. Hugo Kramer varð að beita öllu viljaþreki sínu til þess að forðast óhapp. Hraðinn var 120 —130 kilómetrar á klst. Svefninn sótti á hann. Höfuöið hneig niður á bringuna. Bölvað svefnleysið. Hann leit upp. Greip fastara um stýrið og beit á jaxlinn. — Burt svefn! Elinor, hugsaði hann — Elinor. Jeg verð einungis að hugsa um þig. Þá vinn jeg. Bíll föður þíns skal sigra. Sá sem fyrstur kemur að marki verður ekki lengur talinn smælingi. — Þá verð jeg ekki aðeins nefndur bílaviðgerðarmaður og bílareynslu- stjóri. Nei, sá sem vinnur verður sendur út um heim, til hinna miklu kappakstra i Ameriku og víðar. Hann græðir mikið fje. Hann getur beðið dóttur forstjórans eí5a verk- smiðjueigandans. Þessi 1000 ríkismörk hefi jeg nóg við að gera. Jeg verð að kaupa falleg föt. Jeg geng ekki lengur í „samfestingi“. , Skyndilega lagðist þoka yfir augu hans og hann fann til ógleði. Svart- ir deplar dönsuðu fyrir augunum. — Nú er jeg að verða frá, hugsaði hann. — jeg hefi ekki sofið nje borðað tvo sólarhringa. Hann sá ofsjónir. Honum sýndist verksmiðjueigandinn Garrisch sitja á kælinum, horfa á hann og segja: — Kramer, jeg treysti yður. Þjer skuluð fá rikuleg laun. Því megið þjer eiga von á. Kramer kom til sjálfs sín eftir augnabilk. Hann fór að hugsa um Elinor. Hún hafði kom- ið til hans áður en lagt var. af stað í kappaksturinn, rjett honum litlu hvítu höndina og sagt: — Jeg óska þjer innilega til hamingju — Hugo. Og hún hafði brosað svo hlýtt til hans. En var það, ef til vill vegna föðursins að hún hafði óskað hon- um sigurs. Ef vagn Garrisch ynni kappaksturinn mundi salan aukast gífurlega. Og stjórnin ætlaði að ,kaupa mikið af þeirri tegund hreyfla er ynnu. Nú var hann kominn yfir sljett- una. Vegurinn lá í halla, var vondur, og í óteljandi bugðum. Bíllinn fór með svo mikilli ferð í bugðunum að hann rann oft áfram aðeins á tveimur hjólum. En hann rjetti sig jafnan eins og skip, sem verst áföllum. Svo kom hann að húsaþyrpingu. Hann þeytti hornið, sem mest hann mátti. Hann þaut eftir þorpinu. Hænsnin flugu gargandi í allar áttir, börn voru gripin eins og ör- skot, einn maður þaut ofan í skurð,. Kramer ljetti fyrir brjósti. lbúar þessa þorps vissu auðsjáanlega ekki um þetta mikla kappakstursmót. Nú lá vegurinn opinn. Aðeins eitt hús sem eftir var að fara fram hjá. Hann bljes ákaft. Hann var kominn næstum að húsinu, h. u. b. 50 metr- ar eftir. Húsið stóð rjett við veginn. En fyrir neðan var brött brekka. Húsið var opið og gömul kona haltraðist út á veginn. Aftur bljes hann eins og um lífið væri að tefla. En konan sem var um áttrætt virtist vera heyrnarlaus. Hún gekk út á hinn mjóa veg og ómögulegt var að komast framhjá henni. Hún sneri bakinu að Kramer og sá hann því ekki. ■— Elinor, Elinor! Jeg verð að komast áfram. Jeg verð að sigra. Jeg vil ekki eyðileggja þennan dýra vagn. Bremer er aðeins tvo kílómetra á eftir mjer. Ef jeg þarf að stöðva bílinn þá missi jeg sigur- launin. Hún er gömul, að dauða komin. Elinor! hamingjan hjálpi mjer. Jeg má ekki stöðva bílinn. Hann bljes. Kerlingin staulaðist eftir miðri götunni. Nú var bilið þeirra orðið 5 metrar. Hann reyndi að stöðva bílinn. Það var ekki hægt á svo stuttu færi. Hann velti þá bílnum á augabragði. Vagninn valt niður brekkuna með braki og brestum. Kramer misti meðvitund. En áður en heili hans varð óstarfhæfur sagði hann: — Elinor! Elinor jeg hefi tapað, tapað. Nú fæ jeg þig aldrei, aldrei. — — — Hið fyrsta sem hann sá er hann opnaði augun eftir ó- happið var stór blómvöndur úr dimmrauðum rósum. Hann teigaÖi ilm þeirra. „Hvernig hafa þessar rósir borist inn i herbergi mitt á þessu auma matsöluhúsi?“ Hann ætlaði að snúa sjer, en gat það ekki hann var reifaður og spelkur bundn- ar um hann. Hann var eins og ein- trjáningur. Höfðinu gat hann þó snúið. Hann sá að hann lá á sj'úkra- húsi. Hann sá rúm við rúm i stof unni. Hann mundi hvað gerst hafði. Kramer lagði aftur augun og beit á vör. — Bíllinn, dýri bíllinn! — Hann átti sjer ekki viðreisnar von. Garrisch er vitanlega viti sinu fjær af bræði — og Elinor? — — Heimsókn til yðar sagði vin- gjarnleg kvenrödd. Hann hristi höf- uðið án þess að opna augun. En það var gripið í hönd hans. Þá sem ekki var i unrbúðum. Hann heyrði rödd sem sagði: — Vel af sjer vik- ið, Kramer. Þjer stóðuð yður ágæt- lega. Guði sje lof að þjer hjelduð lífi og urðuð ekki örkumla maður. Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Þeta var Garrisch. Hann opnaði augun. Var Garrisch að henda gam- an að honum? — Jú, jeg á hól skilið, mælti Kramer. — Jeg ók eins og fífl, braut bílinn og tapaði. — Nei, þó að Berner kæmi fyrr að marki, þá er yður samt dæmdur sigurinn. Hefði ekki þetta óhapp hent hefðuð þjer komið, er Brener átti 25 km. ófarna. Kramer, þjer ókuð eins og djöfull. Nei, jeg meina eins og engill. Og kæri Kramer vagninn þoldi hnjaskið. Hann brotn- aði ekki. Það var lóðið. Hann er ofurlítið beiglaður og skrámaður. Pantanir koma úr öllum áttum. Allir vilja eiga þvílikta ágætis bíla. Það, hafa komið pantanir frá Banda- rikjunum í Ameríku. — Svo þjer eruð ekki reiður? Garrisch brosti, — Spurðu Elinor. — Hugo, hvíslaði hún. — Hugo, Hún stóð fyrir aftan föður sinn. Jeg gleymi aldrei.aldrei, að þú fórn- aðir öllu — eða svo leit það út þá — til þess að hlífa gömlu kon- unni. Að svo mæltu laut Elinor niður og kyssti hann. Kramer brosti ósegjanlega ham- ingjusamur. Var hann að dreyma? — Hugo! sagði Elinor, eftir mánuð ertu orðinn heilbrigður! Þá giftum við okkur, og förum langa brúð- kaupsferð. Þú þarft að safna kröft- um. Hugo Kramer brosti ennþá meir en áður. — Þar með hafði Elinor Garrisch beðið hans, mælti hann. En Elinor hló. n* r* I-+I i*n Þær læra að þekkja fallbyssurnar í hergagnaverksmiðjum Bretlands eru jafnan sýndar ýmsar tegundir af vopnum, sem eigi eru framJeidd í þeirri smiðju, sem hlut á að máli, svo að verkafólkið geti kynnt sjer fyrir- komulag þeirra. Myndin hjer að ofan er tekin í hergagnaverk- smiðju i Norður-írlandi. Þar er undirliðsforingi að sýna gtúlkunum í verksmiðjunni „innmatinn“ í hinni frœgu 6-punda fallbyssu, sem notuð var gegn skriðdrekunum í eyðimerkur- styrjöldinni í Afríku, og átti svo drjúgan þátt l sigri banda- manna þar. « S

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.