Fálkinn


Fálkinn - 30.06.1944, Síða 14

Fálkinn - 30.06.1944, Síða 14
14 F Á L K I N N Simon Dalaskáld Frh. af bls. 11 er vísan sama listaverkið fyrir því, og hún varpar engri rýrð á minn- ingu Magnúsar. Annars er rjett að geta þess um Símon, að enda þótt því fœri fjarri að hann væri maður illa innrættur — innrætið var mjög á hinn veginn — þá var hann sá funi að hann gat rokið upp af engu tilefni, og þá stóð oft ekki á óþvegnum vísum. En vitrir menn firtast ekki við þann kveðskap, og oft mun Símon hafa sár-iðrað þess á eftir, hvernig hann hafði ort. Þannig orti hann t. d. af kerskni um síra Hjörleif Einarsson, óvenjulega ágætan mann, og þorði svo i langa hrið ekki að koma að Undirfelli, því að hann hugði prest reiðan sjer. Loks lá þó leið hans þangað, og tók sira Hjör- leifur honum vitaskuld með sinni alkunnu alúð og gestrisni. Er mælt að Símoni liafi þá mjög sárnað við sjálfan sig. Um Björn sýslumann Bjarnarson á Sauðafelli, annan þjóð- kunnan ágætismann, orti hann verstu skammir, og veit enginn neina á- stæðu til þess, og engum mundi koma til hugar að dæma Björn eftir þeim vísum. Um nágrannafólk foreldra minna orti liann skamma- hrag fyrir það eitt, að honum varð illt í maganum er hann gisti lijá því. Kendi hann lasleikann mat þeim, er honum hafði verið horinn þar um kvöldið, og var sú ályktun sennilega rjett, því Símon var maga- veikur en heimilið frábært að. gest- risni og góðvild, og hafði verið borið á borð fyrir hann alt það besta, sem til var í búrinu. Jeg hefi annarsstaðar skýrt frá því litla, sem jeg vissi um Símon af eigin kynnum (Framsókn, 16. tbl. 1938). Hjer verður engin tilraun gerð til þess að lýsa honum alhliða og því síður að segja sögu hans. Skal um hvorttveggja vísað til áður- greindra bóka, þegar þær birtast. En vel má þjóðin minnast Simonar Dalaskálds á þessu afmæli hans, því að þá væri fátæklegra yfir að líta síðasta þriðjung nítjándu aldar ef horfin væru þau spor, sem hann hefir þar eftir skilið. Þegar Matthías Jochumsson gaf Símoni ljóðabók sína, 1884, ritaði hann á hana vísu, sem jeg læt vera niðurlag þessara minningarorða: Bók í nesti býð jeg dreng, Braga fæddum slekti, Skarpari gest við Fjölnis feng fann jeg ei nje þekkti. Sn. J. LýMdíshátín í Reykjavik Frh. af bls. 5. Voru þeta allt stutt erindi, en lýstu einlægri hrifningu, Athöfninni við Sjórnarráðshúsið var lokið kl. 15.40. En þá flýttu menn sjer flestir suður i Hljómskála- garð til þess að hlusta á hljómleika Sambands ísl. karlakóra, er þá voru að hefjast. Þessi glæsilegi söngflokkur hafði hrifið áheyrendur daginn áður, og enginn vildi fara á mis við að heyra hann á ný. Og væntanlega lætur hann heyra til sín einu siuni Vegleg minningargjöf Silfurbikar þann, sem sjá má á myndinni gáfu ungir Sjálstæðis- menn Ólafi Thors, formanni Sjálf- stæðisflokksins, til minningar um endurreisn lýðveldis á íslandi. Það eru ungir Sjálfstæðismenn víðsveg- ar um land, sem standa að gjöfinni, en afhent var húq, Ólafi Thors í samsæti, sem „Heimdallur“ hjelt i Tjarnarcafé 18. júni. Á bikarinn er þetta l'etrað: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis flokksins. — Ungir Sjálfstæðismenn fagna stofnun lýðveldisinum leið og þeir minnast ötnllar forustu Sjáfstæðisflokksins með þakklæti. — Bikar jjessi er gefinn í umboði ungra Sjálfstœðismanna um land alft. Sam- band ungra Sjálfstæðismanna. Ólafur Thors flutti ræðu á fund- inum og er liann liafði tekið á móti gjöfinni var liann hyltur af sam- komunni. enn, því að öll þau fögru lög og ljóð sem hann flutti, mega helst til að heyrast sem oftast í þeim búningi, sem þau komu þarna fram. Um kvöldið kl. 10. ljek Lúðar- sveit Reykjavikur í Hljómskálagarð- inum. En nokkru áður höfðu gest- ir Alþingis sest að veislu á Hotel Borg og þaðan var útvarpað ræðum. Það var mikils virði hver.su vel tókst með útvarpið báða dagana. Fjær og nær, um allar bygðir lands- ins gat fólk fylgst með aðalhátíðinni, bæði i heimahúsum og þar sem það hafði safnast saman til mannfagn- aðar. Nú sjást fánaraðirnar á strætum Reykjavíkur ekki lengur og steng- urnar eru liorfnar af gangstjettunum. En skildir lýðveldishátiðarinnar sjást enn á opinberum byggingum og lauf- skrúðið á framhlið Alþingishússins er ekki farið að fölna. Og sýningarnar tvær, sem fram- kvæmdnnefndin efndi til, eru enn opnar, málverkasýningin í Lista mannaskálanum og sögusýningin í Mentaskólanum. 1 næsta blaði vonast Fálkinn til þess að geta sagt nokkuð frá þeim og birt þaðan myndir. Gððnr skildingnr í ríkisstjórnartið sinni ljet Napo- leon slá mynt, 5 franka pening. Til þess að gera þennan pening vin- sælan og að keppikefli tilkynnti stjórnin, að innan í einum peningn- um væri ofurlítill seðill með undir- skrift Napoleons sjálfs, og yrði handhafa lians greiddar fimm mil- jónir franka úr ríkissjóði. Þetta varð til þess að margir vildu eign- ast þessa peninga og hjuggu þá i tvent til þess að leita að seðlinum, en aldrei fannst liann. Sumir telja, að rjetti peningurinn hafi lent á ein- liverju myntsafni. Hann hefir aldrei komið fram og heldur ekki eftir að þessi mynt var innkölluð og tekin- úr umferð. En talið er að franska stjórnin myndi enn standa við gefið loforð ef peningurinn kæmi l'ram. t----- Drekkiö Egils-öl Kristján J. Sveinbjörnsson bílstjóri, Mýrargötu 7 verðnr 50 ára 1. jálí. Árni Vilhjálmsson hjeraðslæknir á Vopnafirði varð 50 ára 23. júní s.l. Halldór Stefánsson læknir verður 60 ára 3. júli. n. k. Guðvaldur Jónsson brunavörður varð 55 ára 21. júní.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.