Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N P E N I C I L L I N NÝJASTA UNDRALYF LÆKNISFRÆÐINNAR. EFTIR DR. C. M. FLETCHER Ein mikilsverðasta framför, sem orðið hefir í læknavísind- unum á síðustu tíu árum er uppgötvun lyfjaflokks eins, sein gengur undir nafninu sulfon- amid, eða sulfalyf. Þessi lyf eru gædd þeim undramætti, að þau fyrirbyggja fjölgun skaðlegra sýkla, sem komist hafa í manns- líkamann og valda þar oft ban- vænum sjúkdómum. Þau manns líf, sem þessi sulfalyf hafa bjargað, skifta mörgum tugum þúsunda. En einn ókostur hefir þó á þeim verið. Þó að þau sjeu margfalt skaðvænlegri sýklun- um, sem sjúkdóminum valda, en manninum, sem fyrir sjúk- dóminum varð, geta þau vald- ið sjúklingnum mikilla óþæg- indum og jafnvel stofnað hon- um í lífshættu, ef stórir skamt- ar eru gefnir af lyfinu. Síðustu þrjú árin hafa bresk- ir vísindamenn verið að starfa að framleiðslu nýs lyfs, sem er stórum áhrifameira en súlfa- lyfjn, en álgerlega meinlaus sjúklingnum. Uppgötvun þessa lyfs er að þakka glöggri athug- un bresks sýklafræðings, Alex- anders Fleming prófessors, ár- ið 1929. Hann var að rækta á Nýja lyfið peniiillin má tvímælalaust teljast ein merkast uppgötvun lækna- visindanna á siðari tímum. Hjer sjest maðurinn sem fyrstur veitti þessu efni athygli, fyrir 15 árum, enski prófessorinn Alexander Fleming. Mynd- in er tekin á rannsóknarstofu hans á St. Marys Hospital, Paddington i London. Fyrir framan hann eru diskar með soði og myglugróðrinum, sem framleiðir penicillin. Skálin með myglunni, sem próf. Fleming uppgötvaði fyrst penicillin á, 1929. Efst sjest myglubletturinn (hvitur). Sýklarnir, sem nœst eru mygl- nnni eru þróttminstir, vegna penicillinsins, sem er næst myglunni, en verða þvi stœrri sem fjær henni dregur (neðst á myndinni). rannsóknarstofu sinni sýkla þá, sem valda graftarkýlum. Hafði hann sett sýkilinn í einskonar soðhlaup á grunnum diski, og ætlast til að sýklagróðurinn þrifist þar í friði, en eins og flestar húsmæður vita er það enginn hægðarleikur að verjast myglu í hlaupi, því að hún er þrásækin þangað, sem hún má síst koma. Og nú myndaðist mygluskán á þessum tilraima- jafningi Flemings prófessors. Tilraunir hans með sýkla- gróðurinn mistókust og ekkert var líklegra en hann hellti öllu sullinu i þvottavaskinn; en nú tók hann eftir dálitlu, sem hon- um þótti einkennilegt. Sýklarn- ir höfðu aukist og margfaldast og breiðst út um yfirborð jafn- ingsins, nema þar sem myglu- skánin var og næst henní. Það var eins og myglan hefði af- stýrt fjölgun sýklanna — eitr- að fyrir þú. Fleming tók ofur- lítið af myglunni, setti hana i „fóður“ á kjötseyði og ljet hana dafna þar í nokkra daga. Þá rannsakaði hann kjötseyðið og varð nú þess vísari að sýklarn- ir gátu ekki þrifist í því. Af þessu rjeð Flemming að Penicillin-framleiðsla. Úr hverri skál fæst einn skamtur af lyfinu. úr myglunni hefðu lcomist í kjötseyðið einhvert efni, sem gæti stöðvað sýklagróðurinn og þrif sýklanna. Þetta efni skýrði hann penicillin, eftir myglu- tegundinni, sem hafði mynd- ast í hlaupinu, en hún heiiir Penicillium Notatum, Fleming skildist þegar, að þetta efni mundi vera hægt að nota til þess að hefta fjölgun sýkla, sem valda sjúkdómum í manns- líkamanum, en eigi tókst hon- um — þrátt fyrir margvíslegar tilraunir — að ná hreinu peni- cillin úr kjötseyðinu, og peni- cillin-seyðið reyndist banvænt tilraunadýrum þeim, sem hann dældi því í. Nú leið og beið og ekkert gerðist í málinu fyrr en árið 1940. Þá var það að floklcur ungra vísindamanna í Oxford, undir forustu H. W. Florey prófessors hóf á ný tilraunir í þá átt að nú liréinu penicillin úr mygluseyðinu. Þetta reyndist mjög erfitt, en smám saman tókst þó að einangra lireinna penicillin en áður. Þetta efni var gult duft, sem auðvelt er að leysa upp í vatni. Það var reynt á skaðvæpum sýklum, sem ræktaðir voru á rannsókn- arstofunum og við þær tilraun- ir koin i ljós, að þetta efni var sýklunum að minsta kosti þús- und sinnum banvænna en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.