Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N - LiTLR sfiBnn - Keluin Lindeman: „JÓTSKA RIMMAN“ T\/f EEL gróssjeri hafði ótt þvi ^ láni að fagna að eiga trygg- an œskuvin, hann Thomsen for- stjóra. Þeir höfðu háðir verið mikl- ir bókavinir — en í fimtán ár höfðu þeir ekki heilsast, því að nú voru þeir óvinir. Forsjónin hafði hagað því svo, að þeir hlutu að verða óvinir. Þeir liittust á hverju uppboði — og yfirbuðu hvor ann- an. Þeir voru báðir ginkeyptir fyr- ir Holbergsútgáfum. Og þeir bitust um sömu bækurnar. En einn góðan veðurdag fjekk Meel gróssjeri brjef. „Kæri vinurl“ skrifaði Thomsen forstjóri, — „í fimtán ár höfum við ekki heilsast. Viltu ekki koma og borða hjá mjer á miðvikudaginu, 'jeg á dálítið sjaldgæft, sem að jeg held að þú gleðjist yfir mín vegna: Mjer liefir tekist að komast yfir í Svíþjóð eina eintakið, sein til er af „Jótsku rimmunni" eftir Holberg. Heldurðu að jiú samgleðjist mjer ekki. Bóksali i Stockholm, sem heit- ir Jönsson, komst yfir það í sveita- lestrarfjelagi og var svo hugulsam- ur að skrifa mjer. Komdu kl. 7 — samkvæmisklæddur. Þinn einlægur.“ Nú skyldi maður ætla, að Meel grósssjeri hefði orðið fokreiður fornvini sinum. Jótska, rimman! Svei attan! En liann settist við skrif- borðið og þakkaði fyrir boðið. NÁLÆGT tuttugu manns hafði verið boðið í veislu Thomsens. bóksalar og bókaverðir. Yfir kaff- inu stóð upp Dövling undir-oríkis- bókavörður, gamall og gráhærður öðlingur, og þakkaði forstjóranum fyrir, að hafa boðið gestunum til þess að sýna þeim hók eftir hið fræga skáld þjóðarinnar, sem þeir allir vissu að hefði verið til, en sem enginn maður hefði lesið i tvö hundruð ár. Gestunum þætti það eigi aðeins merkisviðburður að for- stjórinn hefði eignast þessa sjald- sjeðu bók, en jafnvel almenningur, sem oft lijeldi bókasafnara húlfgerða sjervitringa, yrði að viðurkenna að það væri mikilsvirði að auðga þjóð- ina svo mikilsverðu riti. Forstjórinn kinkaði kolli hrærður og fór hjá sjer og nú var gengið niður í bókastofuna. Forstjórinn opnaði kistil og tólc varlega upp úr honum litla bók, bundna í skinn. Stórir blettir voru á spjöldunum og blöðin voru gulnuð og blettótt. Á fremstu síðu stóð: Ludvig Holberg -— Den jydske Fejde — Kiöben- havn 1742. Bókin gekk mann frá manni. Það var tekið varlega á henni eins og helgidómi. Á meðan sýndi húsbónd- inn öðrum ýmsar merkisbækur, sem hann hafði eignast nýlega. Gestirnir stóðu í smáhópum og töluðu um þessa sjaldgæfu bók. Allt i einu heyrðist rödd upp úr pisk- ursuðinu. Þetta var lítill kúluvambi, sem sjaldan var tekið eftir vegna þess að liann var svo lágur í lofti. En nú litu allra augu á hann er hann spurði: — Hvar er bókin? Jeg hefi ekki sjeð liana ennþá. Hver er með Jótsku rimmuna? Húsbóndinn brölti ofan úr tröpp- unni, sem hann hafði staðið í til að ná i bók í efstu hillu. — Hvað segið þjer? Ekki getur bókin horfið. Hvar er hún? Enginn svaraði. Og nú spurði hver annan. En enginn gat sagt um hver hefði síðast handleikið bókina. — Einhver, sagði kúluvambinn, — getur hafa stungið henni á sig .... vitanlega í gamni. Nú var leitað á gólfinu, í bóka- hillunum, ú borðunum — allstaðar. En Jótska rimman fanst hvergi. — Þetta er óskemtilegt, sagði Dövling. — Gæti það ekki liugsast að einhver liafi stungið henni á sig í ógáti — jeg veit ekki. Er nokkur á móti því að leitað sje á gestun- um, fyrir siðasakir. Mjer finst hús- bóndinn eiga rjett á því. Nú varð napurleg þögn. Ýmsir stálust til að líta á Meel gróssjera. Hann var ástríðufujlur Holbergsafn- ari. Það voru ekki peningarnir — en þegar mann langaði óstjórnlega í einhverja bólc þá ........ Meel gróssjeri stóð upp. — Jæja, sagði hann. Jeg neita að leitað sje á mjer. Það er móðgun. — Finst yður það ekki dálítið einkennilegt, sagði Dövling, — þjer, sem eruð eini Holbergssafnarinn meðal gestanna, neitið að láta leita á yður? — Jeg er vanur að kaupa þær bækur, sem mig langar að eignast. — En þjer getið ekki keypt „Jótsku rimmuna". Ekki þó að þjer ættuð hálfa veröldina — þetta er eina eintakið. Meel gróssjeri var hár og herði- breiður. Dövling bókavörður var lítill og skorpinn. — Jeg veit ekki, sagði gróssjer- inn, hvort nokkur vill meina mjer að fara nú þegar. Þú afsakar mig vonandi, Thomsen vinur minn. Og þú skilur að jeg get ekki verið hjer jiegar jeg verð fyrir dylgjum. Og samkvæmisldæddir gestirnir viku til hliðar þegar Meel þramm- aði út að dyrunum. Bókarinnar var leilað áfram. En árangurslaust. T~\AGINN eftir kom Thomsen for- stjóri á skrifstofuna til Meels. — Jæja, ert þú þarna? sagði Meel. — Já. Jeg er liingað kominn til þess að biðja þig afsökunar. Jeg var að leita i alla nótt eftir að gestirnir fóru. Og loks kom það á daginn, að bókin hafði runnið und- ir stoppaða bríkina á einum hæg- indastólnum. — Það var ágætt, svaraði Meel. — Jeg var hræddur um að þú mundir aldrei sjá hana framar. — Mjer datt heldur aldrei í hug að þú mundir hafa stolið henni, þó að þú hafir oft snúið á mig á umliðnum árum. — Jæja, þú hefir nú stundum ekki verið lambið að leika sjer við, sagði Meel. — Nei, það liefi jeg að vísu ekki verið. En hversvegna vildir þú ó- mögulega láta leita á þjer, úr þvi í Englandi hafa geysistór svæði af rœkluðu lundi verið tekin undir flug- velli, herbúðir og til annara hernaðarþarfa. En Englendinggr liafa aukið þvi nheir ræktunina annarsstaðar, og meðal annars tekið undir mutjurta- rækt, gróðurhús, er áður voru höfð til blómaræktar. í Stóra-tíretlandi (það er England, Skottand og Wales) var fyrir strið ekki framleiddur nema tæpur helmingur þeirra matvœla, er fólkið þurfti í þessum löndum. En matvælaframleiðslan hefir aukist á hverju ári, síðan stríðið hófst, og tr búist við að hún muni i ár nema % hlutum matvæla þeirra, er tíreiar þarfnast. Á myndinni sjást konur úr hinum svonefnda „Sveitaher kvenna“ við tómatauppskeru í gríðarstóru gróðurhúsi. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<* Theodór Árnason: TðNSNILLINGAR LÍFS OG LIÐNIR Richard riordraak 1842 — 1866 Það er sagt að þeir deyi ungir. sem guðirnir elska. Nokkur sann- leikur getur verið í þessu, því að oft er það, að mestu mannkosta- menn síns umliverfis deyja ungir, eða oft einmitt þá, er samtíðar- menn þeirra er farið að renna grun að þú hafðir ekki stungið bókinni á þig? — Það skal jeg segja þjer, sagði Meel. — Svo var mól með vexti, að jeg hafði eintalt af „Jótsku rimm- unni“ á mjer. Jeg hafði haft það með rnjer til þess að gera þjer gramt í geði. — En eintakið mitt er það eina, sem til er? — Það heldur þú. En það kemur á daginn að Jönsson bóksali í Stock- holm liefir snúið á okkur báða. Hann hefir komist yfir tvö eintök og selt sitt þeirra hvorum okkar. Líttu á, hjerna er mitt. Og Meel tók eintak af bók Hol- bergs upp úr skúffu og lagði það á borðið. i að þeir búi yfir mikiu meiru en aðrir, eða jiá að þeir eru teknir til starfa og farnir að marka spor til heilia og framfara. Þó virðist ntanni, sem þessi vesæli heimur megi sist við því að missa þá, og fara á mis við ]:>að, sem þeir virð- ast rnundti geta áorkað ineð hæfi- leikum sínum, samtíð sinni og síðari kynslóðum til góðs. Söknuður er því mikill, þegar slíkir menn deyja ungir. Einn slíkra manna, sem guðirnir munu hafa elskað mikið, og sam- tíðarmenn hans, þeir sem honum kynntust, elskuðu og dáðu umfrain aðra menn, var norska tónskáldið Richard Nordraak, sem ljest aðeins 24 ára að aldri. Svo mikið þótti þeim tónsnillingum, sem kynntust honum i liann spunnið, að jafnan mintust þeir hans síðan seni ein- hvers merkasta tónskáldsins, sem í Berlín var í hans. tíð, og voru verk hans þó ekki milcil að vöxtum, og fódæma vinsæll fjelagi liafði hann verið meðal hinna upprenn- andi tónlistarmanna, sem hann um- gekst. Nordraak var norrænn maður — norrænn andi, en norskur fyrst og fremst. Fæddur var liann i Noregi 1842 og fór ungur til Berlínar til tónlistarnáms, og vakti fljótlega athygli meðal tónlislarmanna eldri og yngri. Þeir Óli Bull fiðlusnill- ingurinn frægi (1810 — 1880) og tónskáldið Kjerúlf höfðu orðið fyrst- ir til þess að reyna að hefja norska tónlist til vegs. Þeirra viðleitni var virðingarverð, en þó varð árang- urinn ekki verulegur. En um það leyti sem Nordraak var að jiroskast i Berlín höfðu norrænir listamenn í Kaupmannahöfn bundust samtök- um um að liefja úr niðurlægingu norrænar listir. Þessi „andi“ og Frh. á bts. II.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.