Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 13
F A L K I N N 13 KROSSGATA NR. 508 Lárjett skýring: 1. fátækar, 12. niðja, 13. saga, 14. eind, 16. stefna, 18. læri, 20. leik, 21. tónn, 22. hegðun, 24. á litinn, 26. samtenging, 27. fatnað, 29. villu, 30. kyrrð, 32. álasaði, 34. hvað, 35. við, 37. verkfæri, 38. söngfj. 39. einn af Ásum, 40. fæða, 41. ung, 42. for- setning, 43. glæpur, 44. kom, 45. knatt spyrnufjelag, 47. keyr, 49. vopn, 50. hreyfing, 51. skræða, 55 málfræðis- skammst., 56. fje, 57. elur, 58. Fjöln- ismaður, 60. hryllir, 62. bókarnafn, 63. hljóm, 64. greinir, 66. kenning, 68. fóðruðu, 69. þegar, 71. fræg eyja, 73. mynni, 74. rangsnúnir. Lóðrjett skýring: 1. ýta, 2. treint, 3. frumefni, 4. tala, 5. liljóð. 6. niðurlagsorð, .7. tíndi, 8. verslunarmál, 9. félag á Ak., 10. saurga, 11. plægja, 12. vanlið- anir, 15. ófreskja, 17. slæmra, 19. stig, 22. alg. skammtöfun, 23. frá- hverf, 24. námsgrein, 25. hvíldi, 28. frumefni, 29. band, 31. lieil, 33. svín, 34. launin, 36. dilkur, 39. tos, 45. fuglinn, 46. Guð, 48. hnifar, 51. teymdi, 52. tveir eins, 53. Málfræð- isskammstöfun, 54. dreif, 59. venda, 61. fugl, 63. gjarðir, 65. þrír eins, 66. reikna, 67. mælis, 68. Guði, 70. upphafsstafir, 71. öðlast, 72. prófes- sor, 73. mældi. LAU8N KR0SS6ÁTU NR.507 Lárjett ráðning: 1. jjáfatrúarfólk, 12. traf, 13. sárra, 14. mörg, 16. rór, 18. nag, 20. góa, 21. úf, 22. las, 24. kok, 26. an, 27. leppa, 29. regan, 30. LM, 32. kratarn- ir, 34. án, 35. eys, 37. in, 38. nr. 39. Ása, 40. illa, 41. gá, 42. ha, 43. staf, 44. kjá, 45. pó, 47. RE, 49. sko, 50. AA, 51. Palæstína, 55. ar, 56. gárir, 57. angra, 58. af, 60. lið, 62. nit, 63. NN, 64. nef, 66. lóa, 68. lag, 69. snúa, 71. milla, 73. móri, 74. girðingarstaur. Lóðrjett ráðning: 1. Próf, 2. áar, 3. FF, 4. T.S., 5. 10. lög, 11. króa, 12. trúðleikarans, 15. gangnaforingi, 17. Capri, 19. Rán, 6. úral, 7. arg, 8. Ra, 9. óm, lokir, 22. lek, 23. spangólið, 24. kennarinn, 25. kar, 28. at, 29. RR, 31. mylja, 33. af, 34. ásaka, 35. slá, 39. áts, 45. París, 46. ös, 48. engin, 51. pál, 52. ær, 53. tá, 54. art, 59. feng, 61. tólg, 63. narr, 65. fúi, 66. lin, 67. ala, 68. lóu, 70. ar, 71. Mi, 72. AS. 73. MA. litli kórdrengurinn hringdi klukkunum. Presturinn hjelt á oblátunni. Þá kastaði ITelena sjer á knje, gripin af skyndilegum innblæstri. Hún sagði með styrkri röddu: — Jeg sver við Guð almáttugan, fyrir hvers augliti. Þjer munuð bráðum sanna, að jeg er saklaus að þeim söktim, er á mig hafa verið bornar. Nú varð hátíðleg þögn. Gamli prestur- inn liætti við liina heilögu atliöfn og benti fólkinu að færa sig. Allir risu liljóðlega á fætur, gengu út í horn og lögðust hljóð- lega aftur á hæn. Helena færði sig að rúminu, kraup þar niður og kyssti hina köldu hönd tengda- móður sinnar. — Sýndu meðaumkvun móður sem biður um barn sitt, konu er leitar að manni sín- um og dóttur er biður um blessun .... — Þú varst ótrú manni þínum. — Nei, jeg er saklaus, jeg sver það. Jeg dirfist ekki að segja ósatt á svo hátíðlegri stundu. Littu í augun á mjer. Sjáðu enni mitt — roðna jeg af smán? — Hvar varstu þá? spurði hin deyjandi kona veikri rödd. — Jeg þori ekki að segja það. — Svaraðu mjer, sagði sjúklingurinn með erfiðismunum. — Jæja jeg skal láta undan, en þú verður að fyrirgefa mjer þá sorg er jeg veld þjer. Hún laut niður að gömlu konunni, þá sagði presturinn: — Corpus Domini. — Litla klukkan hringdi í sífellu. — Jeg var í Tours, sagði Helena, jeg sótti þangað brjef fyrir konu, sem jeg stóð í mikilli þakldætisskuld við. — Ecce Deus, sagði presturinn — sjá það er dómari minn. Bið þú hann vera þjer líknsaman. Þegar siðasta stund þin kemur. „Móðir, móðir, jeg er saklaus, jeg sver það, við þann Guð, sem nú er okkur ná- lægur.“ Þá var sem birti yfir svip greifafrúar- innar. Hún reis upp með erfiðismunum til þess að meðtaka hið heilaga sakramenti. Siðan sagði hún lágt, en skýrt: „Helena, jeg trúi þjer. Þú ert saklaus fyrst þú segir svo. Helena, fyrirgefðu mjer, það sem jeg hefi gert þjer rangt til.“ Hún kysti síðan Helenu. Allir viðstadd- ir voru hrærðir. Nú gengu allir burt, nema gamli prest- urinn, sem var rólegur að vanda. Hann gekk að rúminu og rjetti greifafrúnni papp- ir og penna. — Guð hefir gefið yður trúna til að gera það gott, se þjer liafið brotið af yður. Sendið syni yðar orð, svo að hann fyrir- gefi einnig. Greifafrúin virtist skilja livað hann átli við. Því að hún rjetti út liöndina, en þá þrutu kraftarnir og hún hneig út af. Svo hófst dauðastriðið. Þá'reis hún alt í einu upp í rúminu og hrópaði: — Fyrirgefið mjer, fyrirgefið mjer. Eftir stundarþögn hrópaði hún aftur: — Ramon, Fanfan, Carmen. Þá var dauðastríði hennar lokið. Helena stóð við höfðalag hennar og starði utan við sig á hina látnu. — Nú er öll von úti, sagði hún við sjálfa sig. — Treystið Guði, sagði presturinn og leit á krossinn. IV. 1 útlegð. Það kemur einstaka sinnum fyrir, þegar alþýðumenn eru við skál, að skyndileg bræði kemur upp í þeim og getur farið svo, að annar þeirra grípur lmíf sinn og leggur til fjelaga síns, og drepur liann. Vegandinn verður síðan vili sínu fjær og starir óttasleginn á líkið. Hann botnar ekki í þessu atviki og flýr burtu af víg- staðnum. Þannig hafði Ramon farið, og eftir að hann hafði dvalist nokkra daga á Penhöét og orðið það ljóst, hve sjúk Helena var, kom samviskubit, . yfir hann. Hann fór rakleitt til Cayenne og sagði mági sínum Saint-Hyrieix, hversu komið var. Jafn- framt lagði hann áherslu á að þær mág- konurnar skrifuðust ekki á. Saint-Hyrieix var prýðilega ánægður í hinni nýju stöðu sinni, en Carmen, virtist jafnan draumóragjörn. Þó lifnaði yfir henni einu sinni í mánuði, það var þegar skipið kom frá Evrópu. Þá var gleði á ferðum í hinni fjarlægu nýlendu og það mátti með sanni segja, að hið eftirvænt- ingafulla fólk bæri póstþjóninn á hönd- um sjer þann dag. Dag nokkurn, hálfu ári eftir brottför þeirra frá Fi’akklandi, stóðu þau á hafnar- bakkanum og biðu þess, að skipsbáturinn kæmi í land. — Sjerðu manninn þarna í bátnum? sagði Carmen. — Jeg gæti haldið að það væri ...... Það er satt, sagði Saint de Hyrieix, þeir eru furðulega líkir. — Þetta er hann, mjer skjátlast ekki, lirópaði Carmen, þetta er Ramon. Stundarkórni siðar fjellust þau systkin- in í faðma. Carmen var ekki lengi að spá að bróðir hennar var ekki eins og hann átti að sjer að vera. Hann var sorgar- klæddur. Er mamma dáin? spurði hún ótta- slegin. — Nei, henni leið vel, þegar jeg fór að heiman. Það var nýlega búið að skera hana upp. — En hversvegna ertu þá sorgarklædd- ur. Hver er dáinn? Ramon svaraði ekki, en laut höfði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.