Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNGSVtf LES&H&URHIR jeg ekki alltaf liafa svona Ijós við rúmið mitt? — Það skaltu fá, svaraði mamma lians og kysti hann, sofnaðu nú fljótt, því að jeg ætla að slökkva á kertinu. Og svo logaði á kertinu í mörg kvöld eftir þetta, meðan drengur- inn var að hátta, þangað til ekki var orðið nema ol'urlítið skar eftir. En kertið hugsaði þegar slökkt var á þvi i síðasta sinn: — Nú veit jeg hvað er skemtilegra en að vera á jólatrje eða standa i fallegum kertastjaka á fallegu borði! Það er að spegla sig i augunum á litlu barni, sem komið er í rúmið sitt og á að fara að sofa. Þegar kertinu leiddist. Æfintýri. Kertið lá í öskju með níu kertum öðruin, sem voru alveg eins — nei„ ekki var það nú alveg eins, það var talsverður munur á. Kertið, sem jeg ætla að segja ykk- ur frá var dálítið öðruvísi en hin níu. Það sást ekki neinn munur, þegar maður leit á þau, en þegar kertasteyparinn hafði verið að steypa þessi kerti, þá fauk svo- lítið dustkorn af vængnum á fiðr- ildi ofan í formið, sem þetta kerti var steypt í. Og það hlýtur að hafa verið þetta dustkorn, sem átti þátt í þvi að þetta kerti var alltaf ó- ánægt með tilveruna. — Hversvegna þurfum við að liggja hjer í öskjunni og fáum ekki að sjá neitt af veröldinni kringum okkur? spurði kertið systkini sín. — Okkur líður alveg nógu vel, svöruðu hin kertin. Hjerna erum við öll í hóp og getum talað saman — okkur leiðist aldrei. -— Jæja, leiðist ykkur aldrei.... En jeg segi það dagsatt, að mjer leiðist, — jeg er alveg að drepast úr leiðindum! sagði kertið og lá við að það bráðnaði á þá liliðina, sem það lá á. — Jeg hefi heýrt talað um kerti, sem voru sett á jólatrje, sagði eitt af hinum kertunum. — Og það kvað vera eitt af því allra skemtilegasta sem til er í veröldinni, að sitja á jólatrje og skína þar. — Já, eða vera sett í faliegan stjaka og sett á borð, sem er dúkað og alsett kræsing'um, sagði eitt af hinum kertunum. Það hlýtur að vera gaman að sjá allar skrautbúnu frúrn- ar og karlmennina og allan góða matinn — því mundi jeg hafa gaman af. — Jeg hefi gaman af öllu, nema liggja hjerna og drepast úr leið- indum, sagði kertið, sem hafði fengið á sig dustkornið, og kvein- aði. — En hvenær komumst við út í heiminn? Segið þið mjer það. — Nei, það var skemtilegra í gamla daga, sagði stór vaxmoli, sem stóð uppi á hillu og hafði heyrt til kertanna. — í þá daga notuðu allir stór kerti, þeir höfðu ekki annað til að lýsa sjer eftir að dimt var orðið. Og þá voru öll kerti sett í stjaka, sumir voru ósköp fallegir og úr skiru silfri, en margir voru úr kopar og látúni og voru fægðir þangað til þeir voru gljáandi, svo að ljósið gæti endurspeglast í þeim. En sumir gátu ekki eignast svnna fallega stjaka og þá urðu þeir að láta sjer nægja trjestjaka eða flösk- ur, sem þeir stungu kertunum í stút- inn á. Og sum kertin voru úr tólg, og það var slæm brækjulykt af þeim þegar þau loguðu og ósuðu þegar slökkt var á þeim. — En við erum úr fínu sterini! sögðu kertin tíu og voru montin. — Það er nærri því eins fínt og þið væruð úr vaxi, sagði vaxmol- inn. — Vaxið er fínast og dýrast, og það var notað þangað til menn lærðu að búa til sterin. En svo kom steinolian og fólk fór að nota olíu- lampana, og þá voru kertin bara notuð þar sem ekki var hægt að að koma lömpum við. — Jeg hefi líka heyrt talað um gas! sagði eitt kertið. — Já, gasið kom þar á eftir, en nú notar fólk það ekki til annars en að elda við það, en í mörg ár hafði fólk það líka í stofunum sínum, þó að húsmæður kvörtuðu undan að það skemdi loftið, og að blómin gæti ekki þrifist þar sem gasið væri. Og svo var sagt að börnunum yrði illt í höfðinu þar sem gas væri ná- lægt. — En hversvegna notar fólk þá ekki kerti, úr þvi að það er hætt að nota gas? spurði kertið sem leiddist. — Af þvi að nú hefir liað rafmagn — og það er alstaðar í kaupstöðun- um, bæði í verslunum og heima- húsum, og á götunum og í verk- stæðum. Allt í einu varð ókyrrt i búðinni, þar sem kertin lágu uppi á hillu. Þarna kom margt fólk inn og masaði hver i kapp við annan — kertin gátu heyrt að það sagði „rafmagns- bilun“ — „kanske ekki fyrr en eftir tvo tíma“ og fleira þvílíkt, sem þau ekki skildu, en eitt skildu þau vel, að fólkið var að biðja um kerti. —- Jeg hefi nóg af kertum, sagði maðurinn í búðinni. — Nóg handa öllum, hjerna er stór askja. Og svo voru kertin tekin ofan úr hillu og niður á diskinn. Það var hálfdimmt í búðinni, þó að þar loguðu dálitlir kertisstúfar hjer og hvar, meðan verið var að afgreiða fólkið. Þrjú kertin úr öskjunni lentu í sömu handtöskunni, sem ein konan var með. Hún hafði ýmislegt annað í töskunni sinni, konan sú, bæði kaffi, sykur og appelsínur og hnet- ur; en nú flýtti hún sjer heim, og undir eins og hún var komin inn kveikti hún á kertinu, sem hafði leiðst svo mikið. Og svo var farið með kertið inn í svefnlierbergi og rjelt á eftir kom inn lítill drengur, sem var færður úr öllum fötunum og lagður upp í rúm, eftir að honum hafði verið þvegið. —- Mamma! sagði hann og ánægjan Ijómaði úr augunum á honum. — Það er miklu meira gaman að svona kertaljósi en rafmagnsljósinu. Má k r f 11 u — Æ, fyrirgefið þjer — — þnð var maðurinn minn sem jeg œVaði að sparka í. — Þú verður aö vakna, Snati, það er innbrotsþjófur niðri! Enskur maður var staddur í fjör- unni fyrir utan Aberdeen og sá þar tvo inenn vera að fara í sjó. — Sá ykkar, sem getur kafað lengur, skal fá fimm sterlingspund hjá mjer, sagði Englendingurinn. Likin af þeim eru ófundinn enn. Skoti var á slangri á bryggjunni mðe hundinn sinn og gekk framhjá körfu með humar. Allt í einki klemmdi humarinn klónum um rófuna á liundinum, en hann tók við- bragð og hljóp á burt lafhræddur, með liumarinn í eftirdragi. Fisksalinn varð mállaus af undrun um sinn og sagði svo: — Hvað er þetta maður minn. Kallið þjer á hundinn yðar! — Hægan, hægan, maður minn, svaraði hinn. — Kallið þjer heldur á humarinn yðar. — Kondu og fáðu teið þitt, Al- freð litli, undir eins og þú ert bú- inn. Kona röntgenlœknisins: — Þjer irafið svikið mig á eggjunum. Hclm- ingurinn af þeim er ungaður. Ungur maður kom með miklu fasi inn á rafvirkjastöð, sótrauður af reiði. — Bað jeg yður ekki um að senda mann til okkar í gærmorgun til þess að gera við dyrabjölluna? öskraði liann, — og lofuðuð þjer ekki að senda hann undireins? — Jú, og jeg gerði það, sagði raf- virkinn. — Jeg er alveg viss um það. Heyrðu, Billi. kallaði hann fram á verkstæðið, —i lorstu eklci í Park Lodge í gær, eins og jeg bað Þig? — Jú, jú, svaraði Billi. — Jeg l'ór þangað og hringdi dyrubjöllunni í meira en tíu mínútur, en enginn kom til dyra, svo að jeg taldi víst að enginn væri heima. /+//*//+//■+//*/ 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.