Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 8
s FÁLKINN Þórir Þögli: LÚKAS Guðjón Jónsson, mesta gáfna- ljósið og prófgæðingurinn frá Guðfræðideild Háskóla íslands, um 10 ára skeið, vaknaði til fyi’sta stai'fsdags síns, í þjón- ustu íslensku þjóðkirkjunnar, á heimili hreppstjórans í Þara- vik. Þrátt fyrir það að námsfé- lagar lians og kennarar í Há- skólanum, höfðu aldrei látið sjer detta í hug minni frama honum til handa, en prófessors eða biskupsembætti, og að hon- um stóð opin leið til fram- haldsnáms erlendis, hafði hann tekið þennan kostinn. Undrun manna yfir því, að liann skvldi, þegar að loknu pi’ófi, kjósa sjer starfssvið í einu tekjuríi- asta hrauði íslands, og jafn- framt í einhverju menningar- snauðasta, vai’ð tæplega með orðum lýst. En í lieitri lirifn- ingarvímu, að loknu prófi, fann þessi glæsilegi námsmaður köll- un til þess að fórna þessum ó- upplýstu, og jafnframt nokkuð frumstæðu sálum, í Þaravíkur- kalli nokkrum starfsárum. hafði sett sjer það marlc að hefja þær til aukinnar menn- ingar og siðfágunai’. Hann var koi’nungur og þó hann eyddi þarna fjórum til fimm árum, voru vafalaust tækifæri til mannvirðinga og frægðar, síð- ar, ekki glötuð. Staðreyndii’nar hirða ekki um skoðanir manna eðá undr- un. Þær birtast á sínum tíma, hvox’ki fyr nje síðar. Og nú var það staðreynd, að síra Guðjón var vakinn til fyi'stu prestsstai’fa í þessu brauði sínu sunnudags- moi’gun árla í maí. I svefnrof- unurn koixi lionum allt ókunn- uglega og óraunverulega fyrir sjónir. En brátt áttaði hann sig. Það var í dag, sem hann átti í fyx-sta sinn að blessa yfir söfnuðinn, sem liann liafði á- kveðið að helga slarf sitt næstu árin. í dag hafði hann ákveðið að messa í Bakkakii’kju. Hafði látið útvarpið flytja sóknar- börnunum þau boð á öldum Ijósvakans, í þann mund, er hann lióf för sína frá höfuð- staðnum. Fyrir framan rekkjustokk prestsins unga stóð hærugrár og hrukkóttur, aldraður kven- maður, xxieð morgunkaffi hans á hakka. Síra Guðjón kendi nokkurra vonbrigða. Undix-niðri lxafði hann vonast eftir því að verða vakinn af ungri og snot- urri heimasætu. Jafnvel ný- vígðir prestar eiga óskir karl- mannsins urn kynni við ungar konur, og máske smá æfintýri duldar innan rifja. Gamla konan bauð góðan dag með skrækri röddu, og bað prestinn að gjöra svo vel og drekka kaffið, um leið og hún setti frá sjer bakkann á stól við liöfðalag lians. Þá sýndi hún á sjer fararsníð án frek- ari orðaskifta. Síra Guðjón ávarpaði hana og frjetti af veðri og veðui’- horfum. Konan leysti úr spurn- ingum lians, fálát en ekki ó- skýrlega. Veði’ið var gott og engar horfur á því að það breyttist fyrst um sinn. „Svo nxjer ætlar þá að gefa vel með fyrstu messuna mína í pi-estakallinu“, sagði Guðjón. „Svo presturinn ætlar að messa í dag,“ mælti konan. „Já. Jeg ætla að messa á Bakka í dag.“ „Jæja. Svo pi’esturinn ætlar að messa á Bakka í dag. Hefir liann kannske hugsað fyrir flutningnum. Það er streklc- ings-barningur inn með Veggj- unum, þó ekki’ sje hvassara.“ „FIutningnum,“ hafði síra Guðjón upp eftir konunni. „Hann er nú ekki mikill, lítið annað en hempan.“ „Á—já. Jeg átti nú við það hvort presturinn væri búinn að tryggja sjer ferð inn í Bakka. Allt svo bátsfei’ð.“ Það rann nú upp fyi’ir síra Guðjóni, að slíkum ráðstöfun- um liafði hann með öllu gleyml. Honum varð nú fyrst ljóst, að fei'ðir hjer urn slóðir þurftu öllu meiri undii’búning heldur en ferð með strætisvagni úr Vesturbænum í Reykjavík upp í Háskóla. „Nei. Ef satt skal segja hefi jeg alveg gleymt þeirri hlið málsins. En úr því er sjálfsagt nægur tími að bæta ennþá. Jeg sá mesta fjölda af báturn hjerna á víkinni og í fjörunni í gær- kveldi þegar jeg kom. Einhver ráð vex’ða með það að láta skjóta mjer inn eftii’. Engu kvíði jeg um það.“ Presturinn var ljettur og hress í máli. „Rjett segir presturinn unx það. Nógir voru bátarnir í gæi'- kveldi. En nú mætti segja mjer að þeir væru færri látnir í landi í dag af því að þessi höfrung'avaða sást í moi’gun.“ Gamla konan skimaði út unx gluggann andartak. „Nei. Hjer eru víst allar skelj ar á sjó í dag, að nxinsta kosti allir vjelbátar.“ „Þá mætti bjai’gast við ára- bát,“ hjelt prestur. Þetta væri ekki talið nxeira en góður hálf- tíixiaróður inn að Bakka. „Ja, sei sei nei. Ekki tók nú sú fei’ðin meira lijer á árunum nxeðan einhver nennti að snerta á ár. En nú er af sem áður var. Nú nennir enginn að x-óa fram úr landsteinunuixx lengur. Eng- inn hinna yngri að minnsta kosti.“ „Inneftir verð jeg að kom- ast,“ sagði prestur og reis upp í rúminu. „Getið þjer ekki, kona góð, bent mjer á einhvern sem á fleytu, og fáanlegur nxundi vara til að róa með mig þangað.“ Gamla konan þagði stundar- korn. „Þjer þekkið liklegast ekki Lúkas?“ Síra Guðjón starði á konuna gapandi af undrun. Hvort liann þekkti Lúkas. Hann, sem hafði einmitt sanxið hina marglofuðu prófræðu sína út af texta úr Lúkasarguðspjalli. Hvort liann þekti Lúkas. Hann liló góðlát- lega að þessari fráleitu spurn- ingu. „Já, svo á það nú að heita. Jeg ætla nú til dæmis að leggja út af tveimur versunx í Lúlcas- arguðspjalli í dag,“ sagði lxann svo. „Á — já,“ sagði gamla kon- an. „Það er víst ofboðlítill mis- skilningur á nxilli okkar. Prest- urinn mun eiga við Guðspjalla- Lúkas, og jeg hefi nú svo sem lxeyrt hans getið einhverntíma. En jeg á nú bara við lxann Lúkas okkar hjerna. „Hver er nú það?“ spurði prestur. „Það er gamall sjómaður hjer í þorpinu. Sá eini, senx nxjer dettur í liug að kynni að fást til að gutla með prestinn inn að Bakka. Krafta hefir hann í kögglum til að taka á ár þó eitthvað hnjóði á móti. En latur er hann, það verður aldrei af lxonurn skafið.“ „í liamingjunnar nafni bið jeg yður, kona góð, að koma mjer í samband við þennan Lúkas ykkar, ef hann er sá eini, sem líklegur er til að greiða för mína til útkirkjunn- ar.“ Síra Guðjón var sestur franx á og farinn að afklæðast nátl- fötunum, þrátt fyrir návist gömlu konunnar. Þetta Lúkas- ai’-tækifæri ætlaði hann ekki að láta ónotað. „Ólíklegur jafnt sem líkleg- ur,“ mælti ganxla konan. „Ann- ars get jeg bent prestinum á Jiann lijerna út unx gluggann. Það er hann, sem er að bogra þarna við grásleppuhjallinn niðri á malarkambinum.“ Konan fór. Sira Guðjón snar- aðist í fötin og hvataði för sinni niður að sjónunx til Lúkasar. Þjettings livasst hlývindi af suðri gái-aði sjóinn. Snxáar.en tíðar vindbárur gjálpuðu við fjörugrjótið. Sterka þaralykt bar að vitunx prestsins, blandna þef af rotnandi fiskúrgangi úr fjörunni. Svo liann hjet þá Lúkas þessi beljaki þarna við hjallinn. Lik- lega mundi gefast kostur á að kynnast hjer ýmsu einkenni- legu, jafnvel ennþá undarlegra en liann liafði búist við, hugs- aði síra Guðjón á göngu sinni niður í fjöruna. „Góðan daginn,“ mælti prest- urinn þegar lxann nálgaðist nxanninn við lijallinn. Hálftröll- ið leit upp seinlega, frá dútli sínu við grásleppuna, sem nú sígnaði í sól og vindi, og var þegar orðin gul af þrúa í sárið. „Daginn,“ mælli lxann dræmt. Svo lijelt hann áfram iðju sinni án þess að hirða um návist komumanns. Síra Guðjóni vafðisl tunga unx tönn, að bera upp erindið, er hann sá, hve maðurinn var upptekinn af sjófanginu. „Er nxikil hrognkelsaveiði lijer á vorin?“ spurði liann til að liefja samtalið. „O — ekki getur maður nú sagt að hún sje meiri en Guð gefur,“ svaraði maðurinn. „Og þetta árið er hún nú búin að vera. Rauðmaginn farinn. Grá- sleppan gotin eða þá svo há- óljett, að hún er ekki lengur úr sjónum hirðandi. Já, livað á sinn tíma piltur minn, o—já.“ „Eruð þjer við nokkuð sjer- stakt bundinn i dag?“ spurði presturinn. „Það er nú bæði já og nei. Mjer datt nú svona í hug að fá mjer lúr upp úr hádeginu. Yið annað er jeg ekki bund- inn.“ „Þjer væruð þá kannske fá- anlegur til að skjóta mjer sjó- leiðina inn að Bakka?“ „Inn að Bakka? Það er nú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.