Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 13 Litlu flakkaramir — Jæja, læknir, er jeg nú orðin alheil- brigð? spurði Helena. — Já, ef þjer eruð róleg og gerið ekki vitleysu. — Hvenær má jeg fara út? — Innan skamms. Eftir fáeina daga. Annars er líkami yðar ekki svo mjög veikl- aður. Þjer eruð sterkbyggð. En þjer verið að hlífa heilanum við æsandi hugsunum. — Það er ómögulegt jeg verð að vinna sjerstakt verk. — Jú, jeg get húist við því, sagði lækn- irinn nærri því vandræðalega. — Þjer haf- ið orðið fyrir þungri sorg, sem þjer getið ekki bægt frá yður, en þjer megið samt til að reyna að dreifa huganum svolítið. — Guð verður með mjer, sagði Helena. — Það er jeg viss um sagði læknirinn með sannfæringu. Helena skrifaði nú lögfræðingnum og gaf honum til kynna að hann gæti heim- sótt hana. Hann kom einn síns liðs, og sagði henni ósköp rólega, að hann hefði ekki hugmynd um hvar Montlaur lijeldi sig. Hann hefði komið til sín ásamt móður sinni og rætt lengi við hann um fjármál. Hann hefði sagt að hann væri í þann veginn að skilja við konu sína og ætlaði sjer ekki að koma aftur til Evrópu. Síðan hafði Ramon skilið eftir innsigl- aða erfðaskrá og lögfræðingnum var ókunn- ugt um innihald hennar. Hann hafði skilið eftir þrjúhundruð þúsund franka í verð- brjefum handa Helenu, eins og stóð í hjú- skaparsamningi þeirra. Hann hafði einnig ákveðið að jarðeign þeirra skyldi strax seld. — Jeg hefi þegar, lijelt málafærslumaður- inn áfram, — fengið kaupanda að eigninni, en hefi beðið um frest, vegna veikinda yðar. Nú langar mig að biðja yður að láta mig vita, hvenær þjer ætlið að flytja. Málafærslumaðurinn tók nú mikið af verð- brjefum úr tösku sinni og breiddi þau á borðið. Helena leit varla á þau. Hún var um annað að hugsa. Hún skildi ekki til fulls, hvað lögfræðingurinn hafði sagt. Hún reyndi að brosa og sagði: Missættir milli okkar hjónanna stafa eingöngu af lítilfjörlegum misskilningi og það hefði strax orðið gott, hefði jeg ekki veikst. En auðvitað framkvæmið þjer skip- anir mannsins mín og jeg er reiðubúin að flytja hvenær sem er. Jeg sendi yður svo heimilisfang mitt og vona, að þjer sýnið málefnum mínum eins mikla ræktar- semi og alúð og þjer sýnduð áður mál- efnum fjölskyldu minnar. Málafærslumaðurinn hneigði sig og tók saman skjölin. — Jeg mun reyna að bregðast ekki því trausti yðar. Jeg veit ekki ástæðuna til missættis ykkar, og það er skylda mín og ósk að fá ekki að vita hana, en leyfið mjer að óska yður alls hins besta. Helena náði brátt fullri heilsu og var nú fögur að vanda, jafnvel ennþá fegurri en nokkru sinni áður, því að augu hennar sem áður ljómuðu af hamingju, höfðu nú fengið angurværan, dreymandi svip, sem gerði hana ennþá meira aðlaðandi. Svo var hún líka einbeittari en áður, einbeitt og álcveðin að finna barnið sitt, hvað sem það kostaði og sanna sakleysi sitt. Hún ski’ifaði Ramon langt brjef með ó- rækum sönnunum, og hún rifjaði upp öll brjefin, sem hún hafði skrifað honum og spurði hann hvort hann tryði virkilega að hún væri honum ótrú. Ennfremur sagðist hún ekki leggja trún- að á hótanir hans. Fanfan væi’i hjá hon- um og hún fyrir gæfi allt sem hann hefði gert henni á móti, ef hún aðeins fengi að vera hjá bai’ninu. Hún ski’ifaði Montlaur greifafi’ú. Hún skrifaði Carmen. Öll brjefin voru endur- send og ski’ifað á þau: — Ekki vitað um heimilisfang. Helena gat ekki á heilli sjer tekið meðan brjefin voi'u á leiðinni. En þegar þau voi’U endursend hvert af öðru, urðu vonbrigðin sár. En kjarkur hennar stæltist við hverja raun. Hún hætti að gráta og hún kvai’taði ekki, hún baðst fyrir. Hún hafði verið dæmd án þess að bera hönd fyrir höfuð sjer. Hún varð að fá dórnara, jafnvel þótt hann væri strangur. Hún afrjeð þvi að heimsækja frú Montlaur og segja lienni, hvernig í öllu lægi. Það yrði að visu þungt áfall fyrir gömul konuna, en Helena ætlaði að hjúkra henni af alúð þangað til hún hefði yfirunnið sársaukann, sem Helena hafði valdið henni. Dag' einn sagði hún við þernu sína: — Clemence, á morgun förum við til Brest, vertu undir það búin að fylgja mjer. — Já, frú. Þegar þær komu til Brest heimsótti Helena Diendonné gamla, málfæi'slumann fjölskyld unnar, sem hafði að vissu leyti gift þau Ramon. Ilún var örugg um að hann mundi gefa henni gott ráð. Gamli lögfræðingurinn var ekki heima og fulltrúi hans var lítt kunnugur viðskift- um hans og Montlaur-fjölskyldunnar. Hann skýrði Helenu frá því, að einn hinn fræg- asti skurðlæknir Parísar hefði skorið upp greifafrúna, og það hefði verið mjög hættu- leg aðgex-ð. Ekki vissi hann hvernig hún liefði tekist, en hjelt þó að greifafrúin væri á Penhöet. Hann hafði ekki hugmynd um hvort sonur hennar eða sonarsonur væru þar hjá henni. Næsta morgun fóru þær Helena og þern- an út til liallarinnar. Helenu ljetti, þrátt fyi'ir sorgina. Hún naut hins ferska sjávarlofts og í’ifjaði upp með sjálfri sjer ljúfar end- urminningar frá fyrri árum. Loksins nam vagninn staðar fyi'ir framan höllina. Hlið- ið var ppið, enginn maður var í garðinum og dauðakyrrð rikti þar allsstaðar. I þeim svifum er hún gekk upp tröppurnar mætti hún manni, sem var mjög foi'viða á svip- inn. — Ei’uð það þjer? hrópaði hann hissa. Þetta var gamli þjónninn frúarinnar, sem eigi bar minni vii'ðingu fyrir hús- bændum sínum en sjálfum Guði almáttug- um. Um leið rjetti hann út handleggina eins og hann vildi varna Helenu að fara lengra. — Já, Yvon minn góðui’, þetta er jeg! Jeg er hingað lcomin til að finna tengda- móður mína. — Greifafrúin getur ekki tekið á móti yður. — Ef til vill siðar? — Aldi’ei framar, frú. — Hvað átt þú við? — Mjer þykir það leitt, en jeg vei’ð að hlýðnast þeirri fyi’irskipun, sem við þjón- arnir höfum fengið. Yið verðum tafar- laust reknir úr vistinni, ef við leyfum yður að koma inn i höllina. — Mjer? — Já, en hliðið stóð aðeins opið i dag, vegna þess að hjer er soi’g á fei-ðum. — Hver er hún? — Jeg þori ekki að segja yður hvað gei’ð- ist hjer í höllinni. — Yður skjátlast, Yvon, þekkið þjer mig ekki. Jeg er tengdadóttir greifafrúarinnar. — Gi’eifafrúin hefir skipað olckur að slcoða son sinn sem ekkjumann. — Jeg er móðir barnsins lians. — Greifinn er barnlaus. Oklcur er skipað að reka yður út. — Reka mig út? — Já, greifafrúin sagði það sjálf. — En barnið? — Það er dáið. — Di’engurinn, dáinn, það er ekki satt. Hann er hjei'na. — Jeg sver og sárt við legg, að við höfum ekki sjeð drenginn, siðan hann fór með ömmu sinni til Parísar. — En hvar er hann þá? Hún sagði þetta svo full angistar að Yvon gamli fölnaði. — Jeg vil sjá son minn, jeg vil sjá hann. Helena liratt Yvon til hliðar og hljóp upp þrepin. Yvon hljóp á eftir henni, en það var til einskis. Hún hljóp eftir hinum löngu göngum, sem hún þekkti svo vel, inn í dagstofuna. Hún nam staðar undrandi. Hui’ðin á her- bergi greifafrúarinnar var opið. Umhverfis- rúmið kraup mai'gt fólk, þar á meðal þjón- ustufólk og bændur. Mountlaur gi’eifafi’ú lá i rúminu xneð kross í hendinni. Koddum hafði verið hlað- ið við bak lienni, svo að hún sat nærri uppi. Varir hennar voru fölar og bæi’ðust eins og við bænagei’ð. Presturinn las upphátt úr Bibliunni. Þegar hún kom auga á Helenu náföln- aði hún og tár komu fram í augu henni. Hún rjetti fram hendurnar, annað hvort til að blessa eða bannfæra. Bændurnir litu við undrandi á svip, en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.