Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstfári: Sk&li Skúlason. Framkvjtfóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiC kemur út hvern föstudog Allar áskriftir greiSis fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR Sumarleyfalöggjöfin er komin til framkvæmda og líklega hafa ís- lendingar aldrei ferðast jafnmikiö og i ár, enda hefir tíðarfarið verið hagstæðara en vénja er til. í Reykja- vík telja fróðir menn og langminn- ugir, að hið fyrsta sumar lýðveldis- ins hafi tvímælalaust verið það besta sem komið hefir á þessari öld. En reynslan af ltesu sumri og sumarleyfisferðunum bendir ótví- rætt í þá átt, að nú þurfi að hefjast handa um endurskipun — eða öllu fremur nýskipun ferðalaga hjer á landi og alls þess, sem til þess þarf, að skemtiferðirnar geti komið al- menningi að fullu g'agni. Góð gisti- hús þurfa að rísa upp, handa þeim sem eigi setja fyrir sig að ferðast dýrt, og ódýrir viðlegustaðir í bygðum handa þeim, sem vilja fara sparlega með fje sitt. Hvorttveggja er liægðarleikur, ef málin eru tekin rjettum tökum. Gistihús þessi geta hæglega borgað sig upp á 10 - 15 árum, ef liagsýni er með en eigi ráðleysa. Tjaldlegur hafa stórum farið í vöxt á siðustu tiu árum og eiga enn eftir að aukast. Þesskonar útilegur hæfa langbest islenskum staðhátt- um og í óbygðum yfirleitt verður aldrei um annan fararhátt að ræða, fyrir þá, sem vilja sjá landið, utan aðalleiðanna. Það er að vísu gott að sem flest góð sæluhús rísi upp í óbygðum. Þau er hægt að nota sem miðstöðvar fyrir lengri og skemri ferðir um ókunnari stigu. En mikið mundi hverfa af ljóma óbygðanna ef farið væri að klína þar sæluhúsum út um hvippinn og hvappinn. — Eitt vantar enn tilfinnanlega. Hið opinbera hefir sett lög um sumar- leyfin og með því liefir það ýtt und- ir að fólk ferðist. En það hefir eigi látið semja handhægan ritling, sem veitt geti almenningi greið svör við þessari spurningu: Hvert á jeg að ferðast? eða: Mig langar til að ferðast um þessa ákveðnu slóð og stað, en hve lengi er jeg að komast þangað — kemst jeg þanga gang- andi? og því um líkt. Ferðamálið er í rauninni stór- mál, sem varðar hag allrar þjóðar- innar, bæði út á við og inn á við. Það hefir verið vanrækt hingað til af opinberri hálfu. En áframhaldandi vanræksla mun svifta fjölda fólks því yndi, sem það annars gæti liaft af sumarleyfi sínu. K. R. besta íþróttafjelag í frjálsum íþróttum < > K.R.-ingar, sem unmi Allsherjarmótið 19'Ki. — Frd vinstri: Georg L. Sveinsson, Indriði A' Jónsson, Jón M. Jónsson, Finnbogi Guðmundsson, Haraldur Björnsson, Gunnar Huseby, Svav- < > ar Pálsson, Brynjólfur Ingólfsson, Óskar Giiðmundsso.n, Jóhann Bernhard, Skúli Guðmunds- <» son, Bragi Friðriksson, Páll Halldórsson, Brynjólfur Jónsson, Þór Þormar, Hjálmar Kjartans- son, Jón Hjartar, Sigurlaugur Þorkelsson, Helgi Guðmundsson og Jens Magnússon. Á mynd- ina vantar Svein Inyvarsson, Vilhjálm Guðmnndsson, Einar Þ. Guðjohnsen Sverri Kjartans. JJ Dagana 10.—13. júní s. 1. fór Alls- herjarmót í. S. í. fram í 14. sinn síðan 1921. í fyrstu var Jiað Jiald- ið árlega, en siðan venjulega annað livort ár. Á Jiessu móti hafa íjrrótta- fjelög landsins keppt sín á milli um sæmdarheitið „Besta íþróttafjel. íslands1-, en að Jnessu sinni hafði þó verið bætt við orðunum „í frjáls- um íþróttum" vegna loess að hin síðari ár hefir eingöngu verið keppt í frjálsum íþróttum. Áður fyrr var einnig keppt í sundi og glimu, en frjálsar íþróttir voru alltaf aðal- uppistaða mótsins. Úrslit þessa fjórtánda Allsherjar- móts í. S. í. urðu þau, að Knatt- spyrnufjelag Reykjavikur sigraði glæsilega og hlaut 137 stig. Er ])að í 9. sinn í röð, sem fjelagið vinnur þetta mót, en hefir haldið sæmdar- heitinu „Besta íþróttafjelag íslands“ i 17 ár samfleytt. Ármann hefir unnið þetta mót 3svar, 1921, 1922 og 1923, en í. R. einu sinni 1926, en 1924 var bikarinn ekki afhent- ur. Að þessu sinni var í. R. næst að stigatöiu með 90 stig, þá Ár- mann með 43 stig og loks F. II. með 42 stig. Hefir í. R. sótt sig mjög mikið frá því á síðasta Alls- hei'jamóti, því l)á var fjelagið i fjórða sæti með 11 stig. Hin fjelög- in hafa liinsvegar lækkað talsvert í stigatölu, einkum Ármann. Þetta Allsherjarmót liótti takast með afbrigðum vel. í fyrsta lagi var veður yfirteitt mjög gott. í öðru lagi náðist ágætur árangur. í Jrriðja tagi fór það óvenju vel fram, og Joks í fjórða lagi voru áliorfendur mjög margir og virtust skemta sjer prýðilega. Alls voru sett 4 ísl. met á mótinu og eitt jafnað, auk 2ja drengjameta. Gunnar Huseby (K.R.) setti met í kúluvarpi 15.50 m. sem er jafnframt okkar besta met í frjálsum iþrótt- um (977 stig). Mun það einnig vera besti kúluvarpsárangurinn í Evrópu á þessu ári. Gunnar setti einnig met í kúluvarpi beggja handa 26.78 m. — Oliver Steinn (F.H.) setti nýtt met í langstökki 6,86 m. og bætti þar með gamla metið um 4 cm. — Kjartan Jóhannson (Í.R.) kom mörg- um á óvart með Jivi að setja nýlt met í 400 m. hlaupi á 52.3 sek., sem er 3/10 sek. betra en gamla met- ið og hlaupa 800 m. á 2.02,2 mín, sem er besti tími hjerlendis.. — Skúli Guðmundsson (K.R.) hljóp á mettíma í 110 m. grindahlaupi 17.0 sek., en vann auk liess glæsilcga háslökkið á 1,92 m„ sem var næst- besta afrek mótsins (934 stig) og þristökkið á 13.64. Auk Jiess var hann stighæstur einstaklingur á mótinu með 26 stig. Oliver var næstur með 25 og Finnbjorn Þor- valdsson (í. R.) þriðji með 24 stig, en liann vann 200 metra með yfir- burðum á 23,4 sek. — Óskar Jóns- son (í. R.) setti tvö góð drengja- met, i 800 m. 2:05,6 min. og 1500 m. 4:17,4 min. Annar efnilegur Guðmundur Guðjónsson, bifreiðar- stjóri verður 55. ára 17. þ. m. drengur, Þorkell Jóhannesson (F.H.) og bróðir Olívers Steins, vann stangastökkið á 3.25 m. en á sjálfur drengjametið (3.31 m). Af öðrum góðum afrekum á mótinu má nefna 1500 m. hlaup Harðar Hafliðasonar (Á) 4:16,6 min, spjótkast Jóels Sigurðssonar (Í.R.) 54,29 m. og fimtarþraut Jóns Hjartar (K.R.) 2562 stig. Fjelag enskumælandi manna Fyrir 26 áruin koniu 15 kunningj- ar sanian í Martborougli Club í Pall Mall, London. Meðal þeirra'var sir Evelyn Wrench, fyrrum ritstjóri hins kunna blaðs „Spectator" og bar hann þarna fram tillögu um að viðstaddir gerðust stofnendur að fjelagi, sem nefndist „Samband enskumælandi manna“. En viðstaddir voru bæði Ameríkumenn og Bretar úr heímalandinu og samveldislönd- unum. í lok ársins voru fjelagarn- ir orðnir 200. En nú eru þeir orðn- ir yfir 10.000 í ’Bretlandi, 3000 í samveldislöndunum og 15.000 í Banda- ríkjunum og er samkomustaður fjelagsins í Mayfair Mansion, en þar var forðum bústaður jarlsins al' Dartmouth. Hefir fjelagið gert mikið til að greiða fyrir Bandaríkja- mönnum í Englandi á undanförnum styrjatdarárum. OVERSEAS LEAGUE. Sir Evelyn Wrench er einnig stofn- andi að öðru frægu fjelagi, sem oft sjest getið, en J>að er Overseas League sem stofriað var árið 1920. Til- gangur þessa fjelags var sá, að stuðla að þvi, að nieðl. gætu verið „eins og heima hjá sjer“ á sem flestum stöðum, scm þeir kæmu á á hnettinum. Fjelagið telur nú um 50.000 meðlimi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.