Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 annar handleggur, drengur minn, að róa þangað móti gráði því sem nú er og heldur fer versnandi, þangað til sólin verður gengin á áttina. Kann- ske ljeti jeg tilleiðast að gera þetta þegar jeg verð búinn að sofa helgidagslúrinn. Það ætti að standast nokkuð á endum að þá yrði farið að lygna.“ „Það er of seint. Jeg þarf að komast þangað inn eftir um hádegi.“ „Jæja, þá er jeg úr leiknum. Hvaða ósköii liggur manninum annars á, og það svona rjett á sunnudegi.“ „Jeg er búinn að auglýsa messu þar í dag.“ „Dreptu mig nú ekki alveg,“ sagði gamli maðurinn og mældi prestinn með augunum. „Er pilturinn þá svo sem ekki ann- að en þessi nýi prestur okkar, þarna úr höfuðstaðnum. Jeg bjóst nú, sannast að segja, við því að hann mundi ennþá sofa svefni hinna rjettlátu, á fjöðr- unum hreppstjórans. En hann er þá hara kominn ofan í fjöru til Lúkasar gamla og farinn að þefa af grásleppunni hans. Ýms gerast nú ævintýrin. Og svo ætlar liann að messa á Bakka í dag. Sjer er nú hvað.“ „Já. Jeg' hefi boðað þar messu og nú er það, að því er mjer skilst, undir yðar hjálp komið, hvort þar verður messufall i dag. Mjer er sagt að þjer sjeuð eini maðurinn í landi þessa stundina, eini maðurinn er leyst getur vandræði mín. Jeg vona að þjer látið mig ekki þurfa að byrja starf mitt lijer í presta- kallinu með því að mæta ekki við kirkjuna þar sem jeg hefi boðað komu mína í dag.“ Það var bænarákefð í rödd síra Guðjóns þegar liann mælli síðustu setninguna. Gamli maðurinn skyrpti tó- bakstuggunni og fjekk sjer nýja, hallaði undir flatt og sagði: „Ekki er nú sagan trúleg. Nei, ónei. Að tíðagerðir lijer i kallinu standi og falli með Lúk- asi gamla. Einliver ráð hlýtur hann að liafa, sá. sem falið er af vorum hiskupi, og til þess er drottni vígður, að leiðbeina okkur inn um gáttir himnarík- is, — einhver ráð, segi jeg', hlýtur hann að hafa og undir- búning til að komast þennan spöl þó Lúkas sofi blundinn sinn.“ „Mín afsökun er sú, að jeg er hjer ókunnugur. Bjóst við að hjer væru bátar tiltækir, vjelbátar, sem hægt væri að fá til að skjóta mjer þennan spöl án nokkurs fyrirvara. En jeg verð að játa að mjer hefir skjátlast. Þessvegna bið jeg yð- ur, góði maður, að róa með inig inn eftir svo jeg nái þangað í tæka tíð“. „Já, víst er liann ókunnug'ur pilturinn, presturinn meina jeg. Þessvegna ætti liann að hlýta ráðleggingum heimavanra manna, jafnvel gamla Lúsasar. Nú. Hjerna eru þá mínar ráð- leggingar. Taktu þessu með ró. Engan asa. Ekkert liggur á. Messuföll, eitt og tvö, er ekk- ert nýtt fyrirbrigði lijá okkur. Rjett lield jeg þeir sjeu jáfn góðir þar í Bakkasókninni þo þeir verði að biða eina til tvær vikur eftir messunni þinni. Ekki ljet liann síra Bjarni gamli svona. Nei, liann kunni að sæta lagi maður sá. Mess- urnar hans fóru jafnaðarlega fram í einliverju sambandi við skreiðaferðir karlanna þarna að innan. Því segi jeg það: Bjarni gamli kunni hyggindi sem í hag komu. En ungi prest- urinn fer liklegast ekki i fötin hans þar.“ „Vel má vera að þér reynist sannspár um það gamli maður. En fullan hug liefi jeg á þvi að standa við orð mín, og mæta á kirkjustað þegar jeg hefi boðað komu mína þangað. — Máske vildu þjer lána mjer bátinn yðar, þá gæti jeg róið sjálfur inn eftir.“ Lúkas gaf prestinum horn- auga. „Er maðurinn vanur á sjó?“ „Varla get jeg sagt það. Ára- lagið kann jeg þó.“ „Jeg þóttist nú reyndar sjá það, að ekki væri sjómenskunni til að dreifa,“ mælti Lúkas. „Likast því að eittlivað vantaði í herðar og axlir til að mikið mundi ganga undan áratökum lians. Nei, bátinn lána jeg ekki. Hefi enga löngun til þess að hjálpa manninum til að drepa sig. Bátinn má jeg heldur ekki missa. Nú á tímum er ekki hlaupið að því að komast yfir fleytu. Svo er nú gamla skelin orðin eins og dálítill hluti af sjálfum mjer, svo margri björg- inni hefir hún fleytt að landi. Hann sagði það líka, hann sira Björn gamli, að minn bátur væri liappafleyta, ef liann kæmi aflalaus að landi, þyrfti ekki að ómaka sig í fjöruna til að hirða lóðafiskinn hjá öðruin. Ójá. Stundum skaut jeg hon- um upp í Bakkafjöruna, þeim gamla, allt eftir hentugleikum beggja. Jeg dundaði þá stund- um við þær mókollóttu á með- an liann framreiddi guðsbless- unina lianda þeim í Bakka- sóltninni. Hver undi við sitt handverk. Síra Björn sagði reyndar að æðafuglabringurnar væru mun munntamari hjá þeim inni i Bakkasókninni, lieldur en lijer í Víkinni, og þessvegna ljet liann aldrei und- ir liöfuð leggjast að flytja sum- armálamessuna á Bakka, karl- sauðurinn. Nú. Nýi presturinn er þó ekki kominn á bragðið þarna innra ennþá. Þvi segi jeg það: Jeg skil ekki hvað rekur svo fast á eftir með inn- eftirferðina í dag.“ „Mig rekur ekkert inn að Bakka annað en þörfin á því að gera skyldu mína. Þörfin til að standa við orð min og áætlanir. En'mjer virðist sem þar sjeu nú allar bjargir bann- aðar, ef þjer hjálpið ekki.“ Lúkasi gekst hugur við því hvað grátklökkur síra Guðjón var er hann mælti síðustu setn- inguna. Hann kipti í buxna- lialdið, klóraði sjer í linakkan- um, alhugaði skýjafarið í suðr- inu og sagði: „En, ef jeg ljeti nú tilleiðast, set jeg mín skil- yrði.“ „Setjið þjer bara svo mörg skilyrði sem yður þóknast," grei]) síra Guðjón fram i. „Jeg geng að þeim öllum fyrir fram, ef þjer aðeins tryggið að jeg mæti á rjettum tima við kirkj- una.“ „Mín skilyrði eru að jeg fái að taka með mjer hólkinn, og fái að lóna eftir vild innan með Veggjunum og liirða um þær mókollóttu á heimleiðinni þeg- ar lygnir undir kvöldið.“ „Jeg geng að þessu,“ flýtti síra Guðjón sjer að segja. „Jæja. Þá förum við,“ sagði Lúkas. Báturinn hjó og skoppaði á öldunum, en áfram gekk fyrir jöfnum og liraustlegum ára- tökum Lúkasar. Síra Guðjón sat á bitanum og liorfði á hvernig gamli maðurinn hleypti í herðarnar og lagðist á árarn- ar, kaldur og rólegur. Maður og far virtust sem ein samstill heild, sem vann sig áfram móti stormi og straumi, liægt, en markvisst og öruggt. Smá skvetlur gengu inn í hátinn öðru livoru. I skutnum lá hyssa Lúk- asar vandlega klædd í seglpoka. Síra Guðjóni var nú orðið Ijóst hver skilyrði Lúkas liafði sett. Ánægður var hann ekki, er hann liugsaði til heimferðar- innar, þegar liann varð, að lok- inni fyrstu guðsþjónustu sinni í lcallinu, að flækjasl með Lúk- asi við æðarfugladráp. Lög- hlýðni var þó eitt af þeim d}rgð- um, sem hann liafði ætlað að innræta sóknarbörnum sínum. Óneytanlega varð það dálítið verra viðfangs að þessari ferð afstaðinni, er hann neyddist til að hyhna yfir lögbrot Lúkasar. Svona var nú víst annars lífið skrítilega samanslungið af und- arlegum atvikum og ekki öll- um geðfeldum. Aðalatriðið var j)ó að komast í tæka tíð til kirkjunnar. Ruggið á bátnum fór sivax- andi. Eitthvert magnleysi og ó- not settust að Guðjóni. Innýfl- in fóru að ókyrrast og innan litillar stundar kastaði liann upp. Fölur og máttvana staul- aðist liann aftur i skutinn og lagðist þar fyrir hjá byssunni. „Ó—jæja. Sjóhraustur er hann þá ekki pilturinn, sem varla er við að búast.“ „Þetta líður frá,“ mælti Guð- jón. „Á eftir gríp jeg' í ár með yður. Ef til vill hverfur sjó- veikin þá.“ „Nei, o—nei. Enda mundi nú minstu muna um fingrafitlið lians býst jeg við. Hjer þarf lúkur á árarnar ef ganga skal,“ sagði Lúkas og lirækti út fyrir borðstokkinn. „Hvað tekur sinn tíma, lika messuferð inn að Bakka. Nei, liggi liann bara kyr, blessaður, og rvfji upp ræðuna. Lúkas sjer um hitt j)essa leiðina. 1 kvöld gæti ver- ið gott að hafa prestinn undir árum stund og stund. Já, við sjáum nú til.“ Síra Guðjón lilýddi. Það sem eftir var leiðarinnar hnipraði hann sig í skutnum og horfði á hendur Lúkasar, þær stærstu og' kraftalegustu hendur, sem hann hafði nokkurntíma aug- um litið, er þær kreptust um árahlummana og hvítnuðu við átökin. „Heitið þjer annars Lúkas?“ spurði hann allt í einu. „Ekki trúi jeg að það standi nú í sálnaregisrinu. Þar lieiti jeg víst Pjetur, en hversdags- lega man enginn eftir því. Gár- ungarnir fundu þetta nafn lianda mjer vegna þess livað jeg þótti handstór, en ekki af þvi að jeg ætti nokkuð skylt við guðspjöllin". „Einmitt það,“ sagði síra Guð jón. Frekari samræður áttu sjer ekki stað á leiðinni. Það var rjett, sem Lúkas sagði. Það tók sinn tíma að komast inn að Bakka til að flytja þar messu. Eftir þreyt- andi barning í tvo tima rann báturinn upp í Bakkavör. Lúk- as kippti honum hálfum upp úr flæðarmálinu og studdi prest inn upp á malarkambinn. „Þarna sjer hann nú staðinn Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.