Fálkinn


Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 11.08.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Póstmannafjelag íslands hefir í síðasta tbl. Póstmannablaðs- ins minnst 25 ára afmælis síns. Er blað þetta stærra en venja er til Og flytur það sögulegt yfirlit yfir starf fjelagsins frá öndverðu. — Var Póstmannafjelag íslands stofn- að 26. mars 1919, en tildrögin til fjelagsstofnunarinnar voru þau, að þá var verði að koma á allsherjar- fjelagsskap meðal starfsmanna rikis- ins. Stofnendur voru þeir 11 starfs- menn, sem þá voru á Pósthúsinu í Reykjavik, nfl. Þorleifur Jónsson, Páll Steingrímsson, Ole P. Blöndal, Friðrik Klemenz, Teitur Kr. Þórðar- son, Daníel Kristinsson, Kara Briem, Sigriður Einarsdóttir, Einar Hró- bjartsson, Helgi Björnsson og Sæm. Helgason, Aðeins þrír af þessum 11 gegna enn póststörfum en þrír eru látnir. En þrír þeir fyrst nefndu voru kosnir í fyrstu stjórn fjelags- ins. Nú eru fjelagsmenn 74 og stjórn- ina skipa þeir Hannes Björnsson, Guðmundur Albertsson og Gunnar Jóhannesson. Blað sitt hafa póst- menn gefið út 'i sex ár og þó að það sje vitanlega einkum helgað stjettarmálefnum geta aðrir og fundið þar margvíslegan fróðleik um margt sem viðvíkur málefni sem alla varð- ar. Pósturinn hefir verið tengilið- ur milli allra landsmanna og- milli þjóðarinnar og annara þjóða, og það hlutverk verður í ævarandi gildi, þrátt fyrir síma, hljómvarp og sjónvarp, svo lengi sem þjóðin er læs á prent og kann að skrifa brjef. Á undanförnum 25 árum hafa margar breytingar og mikilsverðar orðið á sviði póstmálanna og flestir til bóta. Póstsamgöngur liafa stór- lega aukist, þó að ýms bygðarlög telji sig enn afskift. Kjör póstmanna hafa batnað, enda voru þau lág lengi framan af. Og nú á næstu árum má vænta þess að í póstmálunum gerist sú mesta bylting, sem sögur fara af: þegar svo kemur að póst- flutningarnir færast á loftleiðirnar. Þá fyrst verður hægt að segja, að póstsamgöngur íslands sjeu komnar í nútiðarhorf. Skór viö allra hæíi Kaupiö því skóna hjá Skóversluninni JORK h.f. Laugavegi 26. Drekkið Egils ávaxtadrykki / Englandi hafa geysimikil lönd, nú ú stríðsárunum, verið tekin til mat- jurta ræktunar. Á myndinni sjest að verið er að plægja með dráttarvjel milli ávaxtatrjánna í geysimiklum aldingarði, til þess að rækta þar jarð- epli. En á friðartímum var bilið milli trjáraðanna grasi vaxið. Fengust 900 smálestir af jarðeplum í fyrra á þessum mikla búgarði. Sjá má á myndinni, að hún er tekin um vor, þvi eplatrjen, sem sjást eru með btómskrúða, en ekki laufguð. Það er einkenni ýmsra aldintrjáa, svo sem epla- og perutrjáa, að þau blómgast óðar en þau laufgast á vorin, og eru greinarnar þá alsettar blómum. Eru aldingarðarnir á vorin, meðan blómin standa á trjánum einhver fegursta sjón, er gefur að lita i ná- grannalöndum vorum. VESUVIUS GÝS. / vor var Vesuvius að gjósa og rann allmikið hraunflóð við gosið og stendi á bæina San Sabastino og Messa di Somma, svo að flestir íbúar voru fluttir á brott, eða um 7.500 manns. Neðar í hlíðinni stendur bærinn Corolam og voru 7.000 manns flutt þaðan. Hraunrennsti steyptist ofan alla hlíðina, um fjórð- ungur mílu á breidd með um 300 metra hraða á klukkustund, og lagði í eyði hús, hlöður og víngarða. Kvenfólkið þyrptist út á vegina og beið þar grátandi björgunarliðsins. Á nóttunni sást gosbjarminn langt að, t. d. frá vígstöðvunum við Cassino. En 22. mars fór að draga úr gosinu, þó að eldglœringar vœru yfir gígnum lengi eftir. — Hjer á myndinni sjest skólahús i San Sebastino, sem varð fyrir hraunflóðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.