Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 3
( F A L K I N N * 3 Bráðum koma börnin heim. Nú fcr að líða cð hausti og kaup- VlKUBLAí) MEÐ MTNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Syavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaCið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir groiðis fyrirfram HERBBRTSprent. SKRADDARAÞANKAR Allt á sjer andstæðinga, jafnvel liknarstarfsemin. Það heyrast eigi ó- sjldan raddir, sem prédika þann boðskap, að hún eigi engan tilveru- rjett. Þjóðfélagsskipunin eigi að vera sú, að enginn þurfi að njóta góðs af gjöfum annara, heldur eigi ríkisvaldið að vera þess um komið að sjá ölluni farborða hvað sem á bjáti. Kenningin er vitanlega góð og blessuð — en hvað er um fram- kvæmdinc? Kenning og framkvæmd er sitt hvað, alveg eins og boðorð- ið og efndin. Yms ríki hafa reynt að koma á hjá sjer þvi fullkomna skipu lagi, að öllum geti liðið vel, en engu þeirra hefir tekist það. Náttúran sjálf hefir ekki einu sinni getað komið þessu skipulagi á hjá sjer — og ölL erUm við náttúrunnar börn, Kngin löggjöf er svo fullkomin að hún sjái við öllu eða geti liamlað þvi, að einstaklingurinn eða lieilir flokkar manna og jafnvel þjóðir, sjeu eigi upp á Samverjahuginn komnir. Það má misbrúka líknarstarfsem- ina eins og hvað annað. Sumir hafa meir að segja gert liana sjer að féþúfu. Iin ]>ó að svo sje þá er það eigi að síður rangt að for- dæma hana. Því að vitað er að í langflestúm tilfellum eru það göfug- ar hvatir, sem stjórna henni, og hún á djúpar rætur í þeirri tegund mannlegs eðlis, sem talið er gott. Það þykir háleitt boðorð að elska náungan eins og sjálfan sig — svo háleitt að fæstir telja sig geta hald- ið það boðorð. En ekkert er alfull- komið í heimi lijer og liættulcgt væri að temja sjer þá skoðun, að ef eigi takist að halda eitt boðorð- ið að fullu þá sé eins gott að brjóta það eða vanrækja að fullu. Islendingar segjasl sjálfir hafa það orð á sjer að vera hjálpsamir menn — og þeir segja það satt. Þeir eru fljótir að rjetta bróður í neyð hjálp- arhönd. Og þeir verða að jafnaði vel við, þegar skorað er á þá að leggja fram skerf til fyrirtækis, sem þörf er á, en sem ríkið hefir ekki sjeð sjer fært að kosta. Sá skerfur flýtir fyrir stofnun þjóð þrifafyrirtækja. Hafa ekki samskot flýtt fyrir stofnun Vífilsstaðahælisins og Landspitalans, og eru þau ekki að flýta fyrir mörgum álíka stofn- unum, sem nú eru að rísa? staðarbúarnir, eldri og yngri, fara að tínast heim úr sumarvistinni í sveitunum. Fyrrum var það einkum fullorðið fólk, sem hvarf til sveit- anna snemma sumars lil þess að starfa að því að bjarga jarðargróð- anum og safna vetrarforða. Þá. var það fremur sjaldgæft, að börn færi í sveit, svo nokkru næmi, þvi að um sumarheimili fyrir barnahóp var þá hvergi að ræða, heldur að- eins sveitaheimili, sem tóku eitt eða tvö börn af kunningjum sínum í kaupstaðnum til nokkurra vikna dvalar. En nú hefir þetta bréyst. Meðal- aldur þ’eirra, sem i sveitina fara hefir storlækkað. Nú fer færra af fullorðnu fólki en áður, en litlu sumargéstunum, sem sumir eru ekki nema þriggja ára, stórfjölgar. Mæð- ur fara líka í sveit með ungbörn sin. En mestu munar um þá starf- semi, er liafin var fyrir fáum ár- um til þess að starfrækja barna- heimili á ýmsum stöðum til sveita, og gefa börnunum færi á að njóta sólar og mjólkur í ríkara mæli en þau eiga að venjast i heimahúsum. Hjer skal vikið nokkuð að þeirri starfsemi að því er snertir Reykja- víkurbæ, sem haldið hefir verið uppi undir stjórn Rauða Krossins, en sem bæði bæjarfjelagið og hið opinbera stendur straum af. í sumar hefir Rauði Krossinn rekið sjö sumarheimili, nefnilega í Reykholti, Staðarfelli, Menntaskóla selinu, Löngumýri, Brautarliolti á Skeiðum, Sælingsdalslaug og Sil- ungapolli. Á þessum stöðum liafa i sumar dvalið um 400 börn, þar af i'úmlega fjórði hlutinn í Reykholts- skóla. I fyrra var einnig sumar- heimili í Stykkishólmi og börnin því samtals nokkru fleiri þá en nú. Sá, sem þetta ritar, varð samferða einum af barnahópnum, er farið var í sumardvölina i ár, nefnilega Reykholtshópnum. í honum voru 100 börn, nærf'elt öll á aldrinum 4—6 ára. Jeg hafði búist við skeifu á mörgum andlitum og jafnvel tals- verðum grátklið þegar lagt yrði upp frá Miðbæjarskólanum og þetta smávaxna ferðafólk væri að kveðja mömmuit sínar og pabba. En það fór á aiinan veg. Sum börnin höfðu verið í sumardvöl í fyrra og hlökk- uðu til að komast i sveitina aftur. Og hin, sem nú lögðu land undir fót í fyrsta skifti, voru líka full eftirvæntingar cftir æfintýrinu sem fór í hönd. Þar var hvergi skeifu að sjá nje grát að heyra, heldur var gleðibros á andlitunum þegar börnin veifuðu til foreldra og vina er bifreiðarnar runnu af stað. Bílveiki er kvilli, sem loðir við marga, einkum á barnsaldri. Það mátti búast við því, að þessi „sjó- veiki þjóðveganna“ gerði vart við sig í liópnum, ekki sísl vegna þess að börnin höfðu flest eða öll fengið sælgæti í nestið, sem síður en svo var látið óhreyft ó leiðinni. Þarna stoðuðu engin hvatningarorð um að geyma þetta nesti þangað til komið væri i Reykholt — svarið var oftast l)að, að ])au ættu miklu meira geymt i farangrinum sinum, en þetta' væri ætlað til ferðarinnar. í bifreiðinni, sem jeg var í, 'held jeg aö ekki hafi verið nema eitt barn, sem kendi bílveiki, litil stúlka, sem ekki mun hafa verið nema fjögra 'ára. Það var þreyta i augna- ráði hennar og öðru hvoru tók hún upp bréfpoka og sneri sjer undan, en ekki var hægt að segja að hún kastaði upp. Og ekki æðraðist hún en bar harm sinn í hljóði, eins og hetju sæmdi. Viðstöðurnar þurftu að vera marg- ar á leiðinni, einkum framan af, en urðu þó fleiri en með þurfti, því að ein bifreiðin tók upp á því undir eins og komið var inn fyrir Elliðaár að gera verkfall, og hjelt á- fram uppteknum hætti þangað til henni var útskúfað uppi í Kjós og önnur þægari fengin í staðinn. En ávalt þegar hópurinn var á hreyf- ingu var sungið, og furðaði mig á hvílíkan sæg af ljóðum og lögum krakkarnir kunnu, og hvað þau sungu vcl. Þetta var í snnleika hljómlcikaferð. En á milli laganna þurfti að sþyrja um margt, og oft var sagt: „Þarna er Reykholt". Fyrsta Reykholtið sem sást úr biln- um heitir rjettu nafni Ivorpúlfsstað- ir,ir, og mörg urðu þau síðar, þar á meðal fengu bæði Hvanneyri og Hvítárvellir og margir fleiri staðir þetta sæmdarheiti. En ekki þrauf ferðafólkið ])olinmæðina þó að seint sæktist ferðin að því eina sanna Reyk holti. Aðalviðstaðan var á Ferstiklu í nýja veitingaskálanum þar, og sæ- ist þreytuvottur á nokkru barni þegar ])angað kom, var hann ger- samlega horfinn þegar haldið var af stað og allir höfðu endurnærst á brauði og mjólk, eins og hver gat í sig látið. Með hverjum barnahóp fer á- kveðin tala af svonefndum fóstrum, en það eru kornungar stúlkur, sem eru forstöðukonunum til lijálpar á sumarheimilunum. Jeg býst við að þær hafi verið einar 12 þarna í förinni og jeg gat ekki annað en dáðst að hve athugular þær voru um líðan barnanna og þarfir. Sum- ar þeirra munu hafa haft þetta starf með höndum áður, en engan við- vaningsbrag var að sjá á þeim ó- vönu. ------Þegar komið var að Reyk- holti var þar heitur matur til reiðu og hafði þó ekki meira en svo verið búist við hópnum fyrr en daginn eftir, vegna misgánings við af- greiðslu á símskevti. Undir eins og inn úr dyrunum var komið var hverju barni vísað ó rúmio sitt, föggurnar settar á sinn slað, þveg- ið af sjer ferðarykið og siðan farið að borða. Og' að því loknu beint í rúmið, þvi að kvöldsett var orðið. Þarna skildi með mjer og einum skemtilegasta ferðafólkshópnum, sem jeg hefi verið með. En mjer verður oft hugsaö til barnanna síðan. ,leg veit að þeim liefir vegnað vel. Hvort- tveggja er að þau eru í góðum höndum bæði hvað viðmót og mat- aræði snertir og svo hitt, að 'veðr- áttan hefir verið óvenjulega Ijúf í sumar, svo að þau hafa verið mikið úti og mikið lært. Nú þekkja þau lik- lega öll blómin, sem þau spurðu nm nafn á á uppeftirleiðinni, nú þekkja þau fuglana sem við sáum þá, og nú eru þau ekki hrædd við kálfana, sem við liittum hjá Klepp- járnsreykjum. Þau hafa fengið talsvert af þeim þroska, sem kaupstaðar- veran getur ekki veitt, þau hafa vikkað sjóndeildarhring sinn án þéss að vita af því eða hafa nokkuð fyrir þvi. Þau hafa komist í þau kynni við Móður Jörð, sem liverju barni er nauðsynleg til að verða að manni. Og þau hafa aukið likam- lega heilbrigði sina. Sól og mjólk hafa þau fengið i rikum mæli. Þetta unga ,.kaupafólk“ hefir gert það sama, sem hitt kaupafólkið gerir, sem minst var á í byrjun þessarar greinar: að bjarga jarðargróðanum og safna vetrarforða. Því að þó að þetta hafi ekki gerst með sama móti og þeir eldri gera það þá hafa þau sjálf orðið jarðargróðans aðnjótandi og safnað sjer góðum forða af heilbrigði til næsta vetrar. — — Hvernig líður svo dagur- inn á þessum sumarheimilum? mun einhver spyrja. í stuttu máli þann- ig, að fóstrurnar — sem eiga að fara á fætur nálægt kl. 7 — vekja börnin kl. 7% og lijálpa þeim til að klæða sig. Morgunverðinn fá þau kj. 8% og líta fóstrurnar liver eftir sínum hóp á meðan og hjálpa þeim, sem þess þurfa. Síðan eru börnin búin undir að fara út, þegar veður Frh. d bls. Í4. Þegar Reykholts- börnin lögöu af stað frú Miðbæj- arskólamun i sum ardvöl sína i vor.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.