Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N Pierre Decourelli: 15 Litlu flakkararnir unarstaði, sem talið er að geti blómgast á ný. Vilji þjer koma með. Þetta verður tveggja til þriggja daga ferð. Robert var að því kominn að segja já, þegar honum varð litið framan i Carmen sem eldroðnaði. — Já, sagði hann og þóttist hugsa sig um — í rauninni langar mig þangað, en jeg hefi líklega elcki tíma til þess, og svo er mjer illa við að skipta um dvalarstað meðan jeg er ekki búin að ná mjer betur eftir veikindi mín. — Eins og yður sýnist, sagði Saint-Hyrieiz Þá lcom yfirfangavörðurinn. Honum var mikið niðri fyrir. — Hvað er nú á seyði? spurð læknirinn. — Þjér lítið út eins og þjer hafið sjeð afturgöngur. — Það fjekk líka mikið á mig. Þjer þekkið skoðanir mínar. Jeg lít fremur á fangana sem vesalinga, sem á að reyna að betra heldur en glæpamenn. Nú er hjá mjer fangi, tvítugur piltur, hann er ekki illa gefinn, en þrjóskur vel. — Hvað hefir hann brotið af sjer? — Hann hefir tekið þátt í að inyrða gamla konu. — Þorparinn! — Já, en hann er aðeins tuttugu ára, hann lagast ef til vill. Jeg hefi tekið eftir því að nokkrir fangar liafa reynt að stofna til óeirða. Ilann er einn þeirra. Jeg reyndi að tala um fyrir þeim, en það dugði ekki, og fangavörðurinn rjeði mjer til að refsa nokkrum þeirra eftirminnilega, en jeg er á móti þvi. Þið þekkið skoðanir mínar. Yfirfangavörðurinn gerði sig lildegan til að byrja aftur, á langloku sinni, en þá fjekk hann enga áheyrn. Robert og Carmen litu ekki hvort af öðru á meðan Saint- Hyrieiz var öðru að sinna. Snemma næsta morgun fóru stjórn- málamennirnir með tólf negra til fylgdar. Kona læknisins kom til Carmen og bauð henni með sjer heim. Um kvöldið varð veður þungbúið. Hinn venjulegi kvöldsvali fylgdi ekki sójsetrinu. Róbert gekk út sjer til hressingar, þá sá hann ljósklædda veru inn á milli trjánna. Þetta var Carmen. Hann stóð kyrr. Hún hjelt áfram, en þegar hún var kominn fast að honum, sagði hann lágt: — Carmen, Carmen! Hún lirökk við. — Eruð þjer hjer Róbert? — Þjer megið ekki fara; jeg verð að tala við yður. — Svona seint, það er orðið dimmt, ef einhver sæi okkur hjerna. — Það sjer okkur enginn. — Hversvegna einmitt núna, þegar Saint- Hyrieiz er eklci heima. — Nefnið ekki það nafn. Carmen tók fram í fyrir honum. — Segið ekki meira, sagði hún, jeg bið yður þess. — Jeg get ekki þagað lengur. Jeg hefi þjáðst of mikið þetta missiri, sem jeg hefi verið í návist yðar, án þess nokkru sinni að fá tækifæri til að tala við yður einslega. Orðin hafa orft verið komin fram á varir injer, en jeg liefi alltaf þagað. — Þjer gerið mig lirædda, þjer eruð svo æstur. — Þjer getið kallað mig æstan, ef þjer viljið, en þjer slciljið ekki þjáningar mínar. Þjer sem ekki elskið mig lengur. — Elska jeg þig ekki. Róbert hafði verið svo ákafur að hún gætti sín ekki og hreifst með. Hún tók blíðlega í handlegg honurn og leiddi hann í áttina að skóginum. — Heídur þú að jeg eiski þig ekki leng- ur, Robert? — Já, þú ert hætt að elska mig. Þú fórsl hingað til þessa bölvaða lands í þeirri von að þú sæir mig aldrei framar. — Hvað segir þú, Róbert. — Jú, sagði liann — þella var ætlun þin, þessvegna varst þú svona hrædd, þegar jeg kom til að krefjast rjettar míns. — Þú veist ekki hvað þú ert að segja, sagði hún í örvæntingu sinni. — Skilur þú ekki að jeg hefi sjeð hve þunga fórn þú færðir, er þú komst hingað. Svo veit jeg líka að þú fórst hingað vegna þess að þú gast ekki afborið að sjá mig við hlið eiginmanns míns. Jeg elska þig heitar en orð fá lýst. — Hversvegna forðast þú mig þá, þegar þú sjerð mig? — Vegna þess að jeg minnist orðanna, sem Helena sagði við mig. Hún er nú dáin og þó liafa orð hennar ennþá meiri þýðingu fyrir mig. Hún sagði: —Gerðu skyldu þína. Þú minntist Róbert heimsóknar Helenu og þá hafði hún einmitt sagt: — Gerðu skyldu þína. Þau stóðu þögul litla stund, síðan gengu þau, án þss að vita hversvegna, niður litla stíginn. Himininn varð þungbúinn, og myrkrið skall skyndilega á. Hitinn varð óþolandi. Loftið virtist þrungið rafmagni, sem olli æsingi í blóðinu. — Þú býrð þá með manni þínum ein- göngu af skyldurælcni? — Já, en jeg elska aðeins þig, Robert. — Þú ert á valdi þess manns er jeg hata. Hún þagði stundarkorn, svo sagði hún með ástríðuþrunginni rödd: — Þú átt mig einn. IIún fleygði sjer í fang lians. 1 sömu svifum lýsti elding upp himininn og þrumurnar bergmáluðu í skóginum. Hræðilegt óveður var að skella á. Regnið streymdi úr loftinu, þá kvað við skot og síðan hvert af öðru. í gegnum óveðrið máti greina orðin: — Til vopna. Carmen hrökk við. — Hvað er að gerast. Það var aftur kallað: — Til vopna. ókyrrðin óx. — Niður með þá, drepum þá! Þetta voru fangarnir, sem höfðu gert uppreisn. Þeir höfðu lengið búið yfir lieift sinni, en nú braust hún út. Þeir ljetu sig engu skifta skotin og hrópin. Þeir ruddust fram eins og óðir væru, þeir líktust mesi hópi engisprettna, sem leggur allt i eyði, þar sem hann fer yfir. Þeir brutust fyrst inn í vopnageymslurnar og birgðu sig að vopnum, síðan rjeðust þeir á hermennina. Hvert skot þeirra hitt, en brátt var barist í návígi með öxum, byssustingjum, lcvlfum og skammbyssum. — Carmen heyrir þú? sagði Róbert. Hún hjúfraði sig að honum. — Þetta er uppreisn, jeg verð að fara á minn stað. — Nei, þú mátl ekki yfirgefa mig, jeg er svo hrædd. — Fjelagar mínir sakna mín. — Hvað verður þá um mig? — Hermanninum ber að standa við hlið fjelaga sinna sem berjasl. — En karlmanninum ber að standa við hlið konu þeirrar sem hann ann. — Þú ætlast þó ekki til að jeg' leggi heiður minn í sölurnar fyrir þig? — Heiður yðar? Honum getið þjer ekki bjargað án þess að gjalda mjer bann í stað æru minnar, var sagt með ógnandi röddu á bak við þau. Róbei’t og Carmen sneru sjer við. Saint- Hyrieiz stóð frammi fyrir þeim. Þau hörf- uðu ósjálfrátt til hliðar. — Þið áttuð mín ekki von. Og þjer talið um heiður á þesari stundu, liðsforingi. — Jeg er reiðubúin til þjónustu, sagði Róbert með titrandi röddu en jeg skil yður ekki. — Það er mjög auðvelt. Jeg ætla að ganga að yður dauðuum. — Jeg get ekki barist við yður nú þegar, jeg verð að fara til fjelaga inna, sem berjast Jeg er reiðubúinn á morgun, en í dag verð jeg við þeirra hlið. — Skjlur þú ekki að einmitt þetta er hefnd mín. Heldur þú að jeg láti mjer nægja að drepa þig, nei, dauði þinn og vansæmd skulu haldast í hfendur. Þú deyrð hjerna, og þegar fjelagar þínir finna lík þitt segja þeir: — Þessi raggeit. Ilann faldi sig með konu, til þess að komast bjá að berjast. — Þjer fremjið elcki slíkan glæp, hjelt Róbert áfram, en Carmen hlustaði á, örvita af hræðslu, en skildi ekki til fulls, hvað var á seyði. — Hefir þú vei’ið nokkuð sjerstaklega hörundsár mín vegna? Þú sviftir mig lieiðri þeim, er mjer bar sem eiginmaður, og nú svifti jeg þig hermannssæmd þinni. Hann kom með tvö sverð og fleygði öðru að fótum Róberts. Róbert hreyfði sig til þess að taka það upp, en sagði svo allt í einu. — Nei, nei, jeg ræð ekki lífi mínu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.