Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SfiBfín - Gnðlaug Benediktsdóttir: Grímnr Sólin var gengin langt til vesturs, hún var aS hverfa bak við fjöllin. Uppi á liimninum sátu guilroðin ský, sem vöktu löngun og þrár í brjóstum manna. Yar ekki liægt að ráða gátur út úr töfrandi fegurð þeirra, og lyfta svolitlu af þeirri hulu, sem fjötruðum anda er ill- kleyft að sjá í gegnum? Jeg sat uppi í lilíðinni, nokkuð fyrir ofan flæðarmálið, og hugsaði um dýrð náttúrunnar og miidi sjáv- arins, þegar hvergi fannst andblær. Það var mikill munur, eða þegar rokið kom öllu í háa loft. Jeg kaus þennan frið í náttúrunni, tók hann iangt fram yfir ailt annað veðurfar, eins og barn, sem grípur fegið í framrjetta móðurhönd, þegar því er erfitt að stíga fyrstu sporin. Allt þetta yfirgnæfandi hamsleysi var svo lamandi, og fjarri vanmáttugri manneskju. Þarna niðri í fjörunni kom gamail maður gangandi. Hann var karimann legur og sviphreinn, með þykkt og mikið alskegg. — Hann var ekki kominn það nærri mjer, að jeg sæi liann svona greinilega, en jeg þekkti hann áður. Hann átti heima langt úti með sjó, en á vertíðinni kom hann inn í þorpið til verstöðvarinn- ar, og hafði þá alltaf atvinnu þar. Hann virtist enga þekkja i þorp- inu, og ekkert húsnæði fjekk liann nema í geymsluskúr. — Það er lika ágætt, sagði Grímur, — það var nafn hans. — Þar er jeg svo vel út af fyrir mig. — Þú sálast úr kulda, sagði verk- stjórinn, en þvi ansaði Grímur ekki. Hann hafði fengið þak yfir höfuðið og það var honum nóg. Grímur var í skúrnum allt vorið og fram á sumar, aiveg þangað ti! atvinnunni lauk. — Þetta var allt- saman liðið, og meira til, því að i gær frjetti jeg það að Grímur væri dáinn. í gær þegar jeg kom heim, og sagði frá því, að liann Grímur, sem hefði verið i geymslunni væri dá- inn, sagði fólkið: — Nú. Þetta kalda eina „nú“, var svo vitlaust, að jeg bætti við: — Hann Grímur var svo góður maður, svo fallegt gamalmenni. — Og aftur kom „nú“. Jeg hugsaði með mjer að jeg skyldi ekki eyða þeim góða vilja og hug, sem minningin um liann Grim vakti hjá mjer, í það að vera að tala um hann við þetta fólk. Það hafði víst ekki sjeð, live bjart var yfir svip hans, hvað augu hans, sem lágu djúpt, Ijómuðu þegar hann kjassaði kerruklárinn, eða virti fyrir sjer litlu börnin, sem ljeku sjer í fjörunni. — Víst var Grímur góður maður. Hann var vinur dýr- anna, og þá hlaut hann líka að vera mannvinur. En hvað um það, nú kom Griinur þarna. Hann hafði lagt hendurn- ar á bakið, þegar hann fór að ganga upp brekkuna, alveg eins og hann var vanur að gera, á meðan jeg þekkti hann. Nú átti hann aðeins fáein skref eftir ófarin til mín. Jeg horfði á skýjadýrðina i vestr- inu, bráðum mundu þau hverfa, og þau hin sömu mundu aldrei koma aftur, heldur alltaf ný og ný, og jafnhverfandi, eins og loftbólur. En sálir góðra manna, þær hverfa aldrei, heldur halda alltaf áfraiu að vera til. Jeg hafði ekkert fótatak heyrt, en jeg vissi þó, að Grímur var kominn. Og þegar jeg leit af skýj- unum i ve'strinu, sá jeg livar liann stóð, aðeins til liliðar við mig. Jeg sá hann vel. Góðmennskan lýsti úr augum hans, en andlitið var ákaflega fölt. Svona bleikfölan hafði jeg aldrei sjeð hann. Það er líka von, hugsaði jeg, þú veist að hann Grímur er dáinn. Hann settist hjá mjer, rjetti fram hendurnar, og strauk þeim saman eins og hann var alltaf vanur að gera, þegar hann var ekki að vinna, en lióf máls á einhverju. — Jeg var einmitt að hugsa um það, byrjaði liann. — Að líklega yrðir þú ekki vitund óttasleginn, þó jeg kæmi nú að tala við þig. En þakka þjer annars fyrir góða viðmótið í vor eð leið. Jeg gat svo sem engu sjerstöku svarað honum, fyrst hann var kom- inn, hlaut hann að segja það sem hann vildi, enda hjelt liann áfram: — Þú vissir það víst vel, hvernig komið var fyrir mjer. Það vakti ekki sorg í sál minni. En þegar jeg átti að fara burt úr gamla kotinu minu, sagði jeg við konuna, sen var kominn til að sækja mig: — Jeg vil ekki fara svona með þjer, ekki svífa í loftinu, lieldur hefi jeg alltaf liugsað mjer, að þegar jeg dæi, hlyti jeg að fara róandi á bát yfir hafið. Það verður yndisleg tilfinn- ing, að mega róa til sólarlandsins, þar sem erfiðleikarnir hverfa fyrir krafti Guðdómsins. Þá svaraði konan mjer og sagði: — Kom þú þá hvernig sem þú vilt. Jeg beygði sál mína í auðmykt og þakklæti, og sagði við hana: — Það má vera, að jeg doki eitthvað við hjer, en aldrei skal það angra þig að þú gafst mer þetta leyfi. Hún hvarf, og því máttu trúa, að það dimmdi yfir mjer. Þó bað sonur minn ögn fyrir mjer, og það færði furðanlegan yl í mig. En í nótt, þegar jeg vakti einn, þá kom hún aftur blessunin, og segir við mig: — Grímur, ef þú vilt, getur þú orðið vökumaður við hafið. — Guð blessi þig, sagði jeg. — Ekkert gastu gert mjer betra, því að jeg elska hafið, öldur þess og ró. Ekkert Ijúfara kemur í hendur mjer, en árarnar. Grímur bjó sig nú undir að fara aftur. Þetta var kveðja hans. Hann kunni svo vel öllum þessum hlýleika sem hann mætti. Hann gekk aðeins fáein skref, svo notaði hann sjer ljettleika sinn, og var þegar horfinn. Hin gullnu ský í vestrinu voru að liverfa. Jeg saknaði þeirra ekki svo mjög, þvi hugur minn var hjá gestinum, sem hafði komið. Nokkru seinna, þegar norðaustan vindurinn bljes, og haustið hafi sett svip sinn á allt, kom Grímur í annað sinn. Jeg sá hvar hann stóð við borðstofudyrnar, þegar fólkið fór inn, til að borða kvöldverð. Hann beið þangað til kyrrð var kominn á um kvöldið, þá kom hann inn til mín. — Þú hefir víst strax þekkt mig, sagði hann. — Jeg hefi verið við hafið allan tíinann síðan i sumar að jeg kom til þín. En þó jeg elsk- aði hafið þá varð það samt fljótlega fjarri mjer. —• Og taktu nú eftir. Rjett eftir jólin, ætla jeg að halda lengra. Þá sest jeg í síðasta sinn, í gamla bátinn minn, og liugsa eins °g íeg gerði þegar jeg var barn, — að jeg taki árarnar, og leggi út á hið mikla haf, sem leiðir mig heim til Guðs míns. — En jeg sest ekki einn í bátinn, jeg á að hafa lítið barn með mjer. •— Þú manst að jeg sagði þjer frá konunni góðu, sem skildi hik mitt og löngun, á Áirslitastundinni i sumar. Um daginn kom hún til mín, og sagði: — Grímur, þú ert mikill barna- vinur. Þegar þú kemur í vetur og færð þjer annan starfa, geturðu kom- ið með hann Ingva litla hans Sig- urðar með þjer. — Er það sonur hans Sigurðar verkstjóra? spurði jeg. Hann játaði því. — Hann verður hræddur við mig, sagði jeg, en hún svaraði því engu. Rjett eftir jólin verður svo mikil fjara, að jeg get stigið upp í bátinn minn þurrúm fótum, þó að jeg hafi drenginn i fanginu. Hann er yndis- legt barn, jeg man svo vel eftir honum, þegar hún móðir hans bar hann út í sólina í sumar. Jeg veit alveg hvernig hann verður, þegar jeg sest með hann á þóftuna, hann hallar litla Ijóshærða kollinum sínuin upp að mjer og hrokknu lokkarnir hans bærast fyrir hæglátri golunni. — Og ef einhver kæmi til mín, á þeirri stund.u og segði: — Hvert ert þú að fara, þá mundi jeg svara: — Við erum báðir að fara yfir haf- ið, alfarnir til ókunna landsins. Auðvitað á jeg að kveðja gamia bátinn minn, — einmitt þá, á meðan Theodáp firnason: Operur, L’flíricaine ( Afrika-stúlkan) Efniságrip: Ópera í fimm þáttum eftir þýska tónskáldið Meyerbeer (1791-1864), tekstinn eftir rithöfundinn E. Schribe. Frumsýning i París 28. apríl 1865, og sama ár, í júlí og desember, í Liindiinnm og New York. Þessi ópera er hin síðasta, er hann samdi, hinn ágæti þýski tón- snillingur Giacomo Meyerbeer, og er liún og hefir verið mjög vinsæl, því að i henni úir og grúir af fögr- um og ljúfum línum,“ — koma þar fram mörg fegurstu einkenni tón- skáldsins, — en telja má þó að hún sje fremur yfirborðskent verk, jeg sit þarna á þóftunni, með litla drenginn í fanginu, —• ætla jeg að kveðja hann. — Hann verður kyrr í fjörunni, og heldur áfram að fara út á sjóinn með þá, sem geta leilað sjer þar að lífsþjörg. Og nýjir vöku- menn taka við nýju síarl'i, og gæta þeirra sem um hafið fara. Þeir verða allir sterkari og belur til þess lagaðir en jeg. Griniúr var hrifinn af frásögn sinni. Hann var farinn að brosa. Hann sá glögglega framundan þenn- an komandi tíma. — Hann lagði stóra og æðabera hendi sína á handlegg minn, og var horfinn í sömu svipan. Jeg heyrði einhvern hvísla: — Góða nótt, — og' þó jeg sæi engan, held jeg að það hafi enginn verði annar en Grímur, sem talaði. Þannig kom þessi gamli maður I annað sinn til mín, til þess að lofa mjer að heyra, hvernig sjer miðaði, áfram. Haustið leið, veturinn gekk í garð, og oft flugu mjer i hug orð Gríms, um hann litla Ingva, sem tók hinum bestu framförum, og varð aldrei misdægurt. En það sem liann sagði, kom fram á sínum tíma. Rjett um jóla- leytið veiktist drengurinn, þó ekki meira en svo, að lasleikinn lýsti sjer í því, að hann var amasamur, og vildi láta sitja með sig. Það var ekki laust við, að þetta væri aðeins lek- ið sem óþekkt í honum, en fnum dögum seinna var hann dáinn, — og eflaust hefir allt. gengið, eins og Grímur var búinn að sjá fyrir sjer. Ingvi Jitli dó á sólskinsdegi hæg- látum og hlýjum, eftir því sem hjer er hægt að fá, um þann tíma árs, og' mjer fannst að veðurbliðan hlyti að gera heimför þeirra ennþá virðu- legri. Sólin myndi verina þá, þar som þeir sátu í bátnum, sem kvadd- ur var í seinasta sinn, og hún mundi gylla hrokknu lokkana hans Ingva litla, svo þeir fengju sama blæ, og þegar móðir hans bar hann út í , sumardýrðina. sem lifa — risti ekki djúpt. Og lekstinn er skemtilegur. Söguhetjan eða aðalpersónan er hinn frægi siglingagarpur Vasco de Gama (f. 1469), og nýtur sín þó ekki í sem bestu „ljósi“ í leiknum, enda er ekki nákvæmlega fylgt sögu hans. Fyrsti þátturinn gerist i Lissabon. Dóttur Diegos flotaforingja, donna Inez á að þröngva til að giftast don Pedro, sem er ráðgjafi Emmanúels konungs i Portugal. En mærin hefir gefið Vasco di Gama hjarta sitt, en hann hefir verið sendur með sægarpinum Diaz, til þess að freista að komast fyrir Höfðann og leita nýrra landa, sem kynnu að vera auðug á borð við löndin sem Colum- bus hafði fundið. Fregnir höfðu nú borist til Lissabon þess efnis, að allur flotinn muni hafa farist, en Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.