Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 5
F A L K I N N j Fólk sœkir líka á vetrum í þjóð- garðana í Banda rikjunum. Hjer er fjórskift skiða braut í Badger- skarði í Yosem- ite-dal. Ekki er hægt að neita því, að þrátt fyrir allur þær hörmungar, er fylgja ófriðnum, má á ýmsum sviðum sjá að menningunni þokar áfram. Einn vottur þessa, er hið breytta viðhorf til manna er fatlast i stríðinu. Hafu lil dæmis i Englandi verið settir upp allmargir skólar til þess að kenna þesskonar mönnum iöngreinir, er væru við þeirra hæfi. Verða þeir sem á þessa skóla ganga fœrir um að sjá sjer fjárhagslega farborða og fá þar með aftur traustið á sjálfum sjer, og taka gleði sína aftur. En margir þessir örkumlamenn falla í þunglyndi, og ættu hið ömurlegasta líf framundan, ef þeim væri ekki veitt hjálp til þess að hefja nýtt starf. Einn af þessurn skólum í Englandi er i höllinni í Ashridge í Hertfordshiri, þar sem Bonar Low skólinn va rfyrir strið. Er mynd af höllinni hjer að ofan. En myndin hjer að neðan er af nemanda og kennara i skólanum. Það eru missiris-námskeið á þessum skóla og er kensla og vist öll ókeypis. — varðveitti það um ókomnar aldir, þannig að það gæti orð- ið allri þjóðinni og óbornum kynslóðum hennar til unaðar. Og þetta var samþykkt. Fyrsti og stærsti þjóðgarðurinn. Tveimur árum síðar voru samþykkt lög í þingmanna'deild- inni í Washington um stofnun Yellowstone þjóðgarðsins, og skvldi hann taka yfir 7.938 fer- kilómetra svæði. Var þetta fvrsti þjóðgarður Banadaríkjanna og er stærstur- þeirra allra. Þetta land er friðheilagt og getur ekki gengið kaupum og sölum og eigi má notfæra sjer nein nátt- úrugæði þar. Skógana má ekki höggva, dýrin og fuglana má ekki skjóta nje drepa á annan hátt, og engin mannvirki má gera þar utan vegi og gistihús og veitinga, handa ferðafólki. Að öðru leyti á landið að vera í því horfi þarna, sem náttúran sjálf ákveður. Þegar tímar liðu fram var sjáanlegt að liin upprunalega fegurð landsins fór að þverra. Skógarnir voru höggnir og brenndir, landið var plægt og uppblástur fór að gera vart við sig, viltu dýrin voru drepin svo mjög að stofnin eyddist og lá við að ýmsar dýrategundir yrðu aldauða. Eftir því sem fólkið safnaðist meira og meira sam- an i borgunum og þráði að komast út í náttúruna í frítím- um sínum, óx þeirri hugmynd fylgi að koma upp sem flestum friðlendum, þar sem fólk gæti dvalið sjer til ánægju, er það væri laust við skyldustörfin. Var þá farið að fjölga þjóðgörð- unum og ný og ný landsvæði friðuð. Það gekk ekki alveg hljóða- lausl að friða þessi landsvæði. En núlifandi kynslóð telur þau einskonar gjöf frá þeirri síðustu og telur skyldu sína að skila þeim í hendur þeirrar næstu, í ekki lakara ástandi en hún tók við þeim. Ef þjer viljið láta Rinso yð- ar verða sem drýgst skuluð þjer nota þessa aðferð. Með henni endist hver pakki þriðj- ungi lengur. MINNA VATN ER GALDURINN. Notið helming þess vatns, soni þjer voruð vön, og að- cins tvo þriðju af Rinsó, móli þvi sem þjer voruð vön. Lát- ið hvita þvottinn fyrst liggja í Rinsobleytinu i 12 minutur, og siðan mislita þvottinn i sama bleyti. Þvoið þvotlinn siðan og skolið hann. Þessi aðferð fer svo vel með þvottinn að hann cndist leng- ur. RINSO X-R 209-7S6 DON AMECHE KOSINN í HJÁLPARNEFND. Leikarinn Don Anieche er af ít- ölskum ættum og þessvegna mun honum hafa verið sýnd sú virðing nýlega að kjósa hann i finim manna nefnd, sem veitti forstöðu hjálpar- starfsemi við ítali. Aðrir í nefnd- inni eru Myron Taylor fulltrúi Bandaríkjanna í Páfagarði, Arturo Toscanini hljómsveitarstjórinn heims frægi. Angelo Patri og John Hildr- ing generalmajór. Ameche heitir réttu nafni Amici og er elsti sonur prests eins í Róm. AFMÆLI RAUÐAHERSINS MINST. í Hollywood-kanlinunni, þar sem karlar og konur í herþjónustu njóta skemtana og veitinga hjá leikfólki kvikmyndanna var 26. afmælis Rauða hersins minnst með sér- stakri skemtiskrá og boðið þang- að áhöfninni af rússnesku skipi, sem þá lá á höfn í Los Angeles. Það var Bette Davis, sem stjórnaði þessari samkomu og sá um veit- ingarnar. Tertuna stykkjaði hún í sundur með Kósakkasverði, sem hún átti sjálf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.