Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Alf Due: ENDURGJALD A NDERSEN gamli stýrimaS- ur stóð í djúpum hugleið- ipgum á brúnni á „Astrea“, er var 4000 smálesta skip. Hann virtist ekki gefa þvi neinn gaum að Knudsen, 2. stýrimaður var að þilja upp síðustu loftskeyta- frjettirnar: — Jæja, það virðist sem bet- ur fer vera nokkurnveginn ró- legt í Kanton núna. Stjórnin hefir sigrast á Li, uppreisnar- foringjanum. Hann er fallinn. En binsvegar befir stjórninni lent saman við rænipgjaforingja sem heitir MaWong, og sem hlýtur að vera erkiþorpari. Jeg ætla að vona að hann vaði ekki uppi i Swatou þegar við kom- um þangað. Andersen stýrimaður svaraði engu; hann var með hugann langt, langt í burtu. Svo hljóp annar stýrimaður í eitthvað, er honum þótti næl'stæðara. — Þjer hafið víst komið oft til Swatou, Andersen? Þjer sem þekkið Kína eins og buxnavas- ana yðar...... Stýrimaðurinn strauk sjer um ennið og reyndi að hrosa um leið og hann svaraði: — Jæja, það er nú of mikið sagt, Knudsen. En jeg þekki Swatou. Jeg lá þar einu sinni veikur í þrjá mánuði. Og þar misti jeg skipið..... 2. stýrimaður horfði á liann án þess að segja nokkuð. Hann vissi að þetla var viðkvæmt atriði. Hafði ekki orðið ein- hver urgur út af yfirheyrslun- um eftir strandið þarna á Kína- strönd? Bannvörufarmur, vopn eða eittlivað þvílíkt? Það mundi vafalaust særa gamla manninn, ef hann færi að inna eitthvað nánar eftir því. — En nú sneri Andersen gamli sjer allt i einu að honum og liorfði i augu hon- um: — Það gildir mig einu hvort þjer trúið mjer eða ekki, Knud- sen, sagði hann. — En jeg hafði ekki hugmynd um að jeg hafði bannvöru um borð. Ekki gat jeg gengið um lestina með kúbein í hendinni og brotið upp alla kassana, sem áttu að fara til MacDowell skipahöndlara í Swa tou. Það kom líka á daginn eftirá, að hans góða nafn hafði verið mishrúkað. Já, þjer þekk- ið víst þann góða gamla heiðurs- mann, Knudsen? — Jeg hefi aldrei komið lil Swatou áður, sagði 2. stýrimað- ur. En einum ákota meira eða minna........ — Þetta er engin lygi, sem jeg segi, sagði Andersen slýri- maður og varð þungbrýnn. — MacDowell er maður, sem að sparar ekki eyririnn þegar svo ber undir. Jeg lá rúmfastur hjá honum þrjá mánuði, eftir að jeg hafði fótbrotnað i ofviðrinu, sem við Ientum í þegar við strönduðum fvrir norðan bæ- inn. Það er ekkert viðunanlegt sjúkraliús til þarna í bænum. Og ekki vildi hann lofa mjer við borga grænan eyri fyrir mig, og jeg neita því ekki að mjer þótti vænt um það. Því að þetta litla, sem jeg hafði aurað sam- an, fór í málaflutningsmann- inn, sem flutti fyrir mig málið, þegar jeg var sakaður um að hafa flutt bannvöru. Jæja, enda tókst honum að fá mig sýkn- aðan. En þá voru peningarnir þrotnir — og skipið misti jeg. Og siðan hefi jeg ekki fengið annað skip. 2. stýrimaður þagði. Andersen gamli var einstakur heiðurs- karl; honum var sannarlega vorkunn. Hann langaði til að segja einhver hughreystingarorð við hann, en þá byrjaði Ander- sen aftur: — Vitið þjer hvað mjer finnst svo leitt? Að hafa aldrei getað endurgoldið MacDowell, bless- uðum manninum, þennan gamla greiða! Og að hafa ekki nein- ar líkur til að geta það nokkurn- tíma, úr því að maður er alltaf svona bláfátækur. — Ojæja.... fátækur......... — Á mínum aldri liefði jeg annaðhvort átt að hafa skip til að stjórna eða eiga laglegt og litið hún á Thurö eða í Taas- inge, kunningi, en ekki að þurfa að ganga sjer til húðar á siglingum til Kína. Jæja, en skítt veri með það og svei þvi. Hvað sem þvi líður þá hlakka jeg til að sjá Mac gamla aftur, jafnvel þó að jeg fái aldrei tækifæri til að endurgjalda honum gamlan greiða. "p1 N TVEIMUR dögum seinna, að kvöldí, var Andersen stýrimaður í talsvert betra skapi en liann hafði verið síðast, i stjórnpallinum. Hon- um hafði reynst MacDowell sá gamli þurn Skoti sem áður, með glettu í augnakrókunum. Nú sátu þeir, danski stýrimað- urinn og hann, inni í einka- skrifstofu liins síðarnefnda með wliisky fyrir framan sig, og höfðu fyrir skemstu snætt mergjaðan miðdegisverð. Og þeir voru simalandi. Allt í einu sagði MacDowelI: — Þið ætlið þá að sigla á morgunn ? — Já, jeg býst við að við verðum búnir með hleðsluna um miðjan dag, sagði Andersen. Og svo verður vist bið á því að við sjáumst aftur, bætti hann við í angurværum róm. Skotinn svaraði ekki; hann var auðsjáanlega að hugsa um eitthvað. En nú rauf Daninn þögnina: — Það er eitt, sem mæðir mig, Mac! — Hvað er það? — Það er þetta, að jeg verð aldrei þess umkominn að end- urgreiða þjer það, sem þú gerð- ir fyrir mig forðum, sagði hann. — Jeg rjetti vist aldrei við framar. Skotinn horfði á hann. Svo stóð hann upp, gekk yfir þvert gólfið og opnaði dyrnar livat- lega. Andersen stýrimaður horfði á liann með furðusvip. Kaup- maðurinn lokaði gangdyrunum og kom inn aftur. — Það er enginn þarna frammi við, en ekki skaðar að fara varlega. Svo ýtti hann stólnum sínum nær Andersen og sagði í hálfum sljóðum: — Þjer segið að þjer getið aldrei endurgoldið mjer það, sem jeg gerði fyrir yður. En nú hafði jeg ætlað mjer að biðja' yður að gera mjer greiða — greiða sem getur stofnað yður í hættu, ef hann kynni að komast upp. En jeg veit engan nema yður, sem jeg gæti spurt.... Andersen stýrimaður starði á fornvin sinn. Hann botnaði ekkert í hvert hann væri að fara, en Skotinn brosti lítils- háttar: — Þjer vitið að hjer hefir verið talsvert óróasamt upp á síðkastið? hagði hann. —- Já, hvað hjet liann nú aftur, þessi ræningjaforingi? Ma-Wong? var ekki svo? — Nei, það er ekki hann, sem jeg á við. Þetla er erkibófi. En sem betur fer hefir lögregl- an víst náð i óaldarlýðinn hans. Nei, guði sje lof, það er ekki hann, sem jeg á við þegar jeg tala um óeirðir; það er Li, hershöfðingi, sem jeg var að hugsa um. Þetta er alveg fyrir- taks maður, sem hefði komist , á græna grein í lífinu, ef hann hefði haft hepnina með sjer. Því að sannast að segja vildi ‘ jeg nú heldur hafa haft hann íyrir stjórnanda hjef í fvlkinu en þessa stjórnarnefnu, sem við höfurn hjerna núna. Li liers- höfðingi var vinur minn. Og nú er hann horfinú. En. . . . — En? Hann á son, sagði Skotinn dálítið hikandi, — sem mig > langar til að bjarga. Bara að jeg gæti það! Og svo duttuð þjer mjer i hug, herra Ander- sen. Daninn leit á vin sinn. — Hafið þjer kanske falið hann lijerna í húsinu, Mac? spurði hann. — Nei, svaraði Skotinn óða- mála. — Elcki þori jeg það. Því að ef útsendarar stjórnar- innar finndu hann hjerna þá væri líf mitt ekki túslcildings virði — nei, en jeg' get altaf komið orðum til ^hans. Bara að jeg fengi færi á að koma honum burt úr bænum. — Er þetta uppkominn mað ur, eða bara stráklingur? Hann er uppkominn. Gætuð þjer hugsað yður ráð til þess að koma honum heilum á húfi út úr bænum? Skotinn horfði rannsakandi eftirvæntingaraug- um á stýrimanninn. Andersen klóraði sjer hak við eyrað. Svo sat hann kyrr um stund með hönd undir kinn. — Það er engin leið að fá hann lögskráðan á skipið. Við höfum mann í hverju rúmi. Og það nær ekki heldur nokkri átt að fela hann í lestinni, því að við förum með ballest til Nankin,g. En hver veit nema það væri hugsanlegt að jeg vissi ráð fyrir því. Það glaðnaði yfir Skotanum. — tJr því að þjer segið svona mikið þá er jeg viss um, að þjer ráðið fram úr þessu, sagði hann og kveikti sjer í nýjum vindli. En ef þetta færi nú illa, hvað þá ? sagði Andersen. — Þá stöndum við hlið við

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.