Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Stundsjá íslenska lýðveldisins. Eftir Jðn írnason ÓPERUR, SEM LIFA. Framh. af bls. 6 þá birtist Vasco de Gama óvænt, þar sem saman eru komnir ráðgjaf- arnir á ríkisráSsfundi. Hann lýsir fyrir þeim skýrt og skorinort, liversu erfið og hættuleg sjeu Iiin ókunnu höf, og lýsir skips- tjóninu, en þar hafði enginn kom- ist lífs af nema hann einn. Hann leggur síðan sjókort sitt fyrir ráðið, og leitast við að sanna, að handan við Afríku, sje enn land sem eftir sje að rannsaka og hernema. Á heimleiðinni hefir Vasco de Gama „tekið upp af götu sinnil< mann og konu, of ókunnum lcyn- stofni. Þessir þrælar neita þvi hinsvegar afdráttarlaust, að segja nafn lands síns, og lenda þeir nú i hári saman hinn mikli rannsókn- arböðull konungs og liinir yngri og menntaðri þátttakendur i ráðinu, út af því, hver afstaða skuli tekin til máls Vasco de Gama. Að lokum verður niðurstaðan þó sú, að of- stækið sigraði menninguna, og i str.ð þess, að Vasco sje fengið skip, til þess að kanna liin ókunnu Jönd, var honum varpað í fangelsi, dæmd- ur trúleysingi fyrir það, að hann hafði haldið þvi fram, að til væru lönd, sem ekki voru nefnd í heil- agri ritningu. Annar þáttur gerst í klefa saka- rannsóknar-fangelsisins, þar sem að Vasco de Gama hefir verið við illan kost, um mánaðartíma, ásamt hinum ókunnu l)rælum Nelusko og Seliku. En Seliska er orðin ást- fangin af hinum mikla sægarpi, sem frelsað hafði hana og fjelaga hennar úr greipum sjóræningja. En Vasco getur ekki um annað hugs- að en Inez, og Nelusko, sem elskar og tignar Seliku, reynir að ráða Vasco bana, kristna manninum, manninum sem liann hatar dauðlegu hatri . Selika kemur í veg fyrir það, og Vasco vaknar við ryskingar som út af þessu urðu, — en hann hafði verið að dreyma, að hann væri að sigla skipi sinu, til hinna ókunnu landa. Seliika sýnir honum nú, á sjó- korti, leiðina til eyja þeirra, þar sem hún er uppalin, og hann kveðst aldrei munu gleyma henni þennan greiða. Og nú stendur svo á, að Inez hefir tekist að fá náðun honum til handa, og kemur með þá gleði- fregn inn í klefann, rjett i þvi að Vasco er að^ ljúka við að sverja Seliku ævarandi þakklátsemi. Inez hefir þó greitt frelsi ástvinarsíns dýru verði, því að hún hefir orðið að játast keppinaut hans, don Pedro sem hefir komist yfir allar áætlan- ir og öll sjókort Vascos, og hefir stjórnin falið honum að leggja upp i landkönnunnarför, sjóleiðis. Inez hefir verið sagt, að Vasco sje búin að gleyma lienni, vegna ambáttarinnar, Seliku. Til þess að sanna henni stöðuglyndi sitt, gefur hann Inaz þrælana tvo, — en don Pedro ákveður að nota þau, hjúin, sjer til aðstoðar í rannsóknarferð- inni. Þriðji þáttur gerist á skipi don Pedro á Indlandshafi. Donna Inez er með manni sínum, og Nelusko hefir verið kjörinn leiðsögumaður. En don Alvar, sem er einn af ráð- gjöfum konungs og vinur don Pedro varar hann við Nelusko, — telur að hann muni vera að brugga svik- ráð við þá, þvi að tvö skipanna, sem í flotanum voru, hafa þegar týnst. En don PPedro skeytir ekki aðvörun vinar síns. Lenda þau nú í hvirfiLbyl, og Nelusko stefnir skip- inu til norðurs. Nú víkur sögunni til Vasco. Hon- um hefir tekist að útvega sjer lítið skip, og veitir þeim don Pedro eftirför. Hann nær þeim, — og þar eð hann kannast vel við sig á þess- um slóðum, en þarna, ekki allfjarri, hafði skip Diaz farist, leggur hann fast að þeiin, að breyta stefnu, — en hann er þá raunar að hugsa um það eitt, að bjarga lífi konunnar, sem hann elskar, donnu Inezar. En Pedro, sem nú er í sjöunda himni yfir því, að hafa keppinautinn á sínu valdi, fyrirskipar að láta setja hann í bönd og skjóta hann. Inez heyrir þetta, kemur á vetvang og biður Vasco vægðar. En rjett í þessu tekur skipið niðri á skeri, og mann- æturnar, sem byggja strandlengj- una, ryðjast út á skipið, til þess að frelsa Seliku, sem nú reynist að vera drotning þeirra, — og ætla þá jafnframt að bryðja niður alla á- höfn skipsins. En Seliku tekst að aftra þvi. Næstu þættirnir gerast á eyunni Madaga-skar, þar sem Selika er drotning. Lýðurinn auðsýnir henni lotningu, en prestarnir heimta líf útlendinganna, og sje þeim fórnað guðunum. En konurnar, sem verið höfðu á skipinu, á að drepa á eitri, þannig, að þær eiga að anda að sjer ilminum af manzanillatrjenu. Til þess að bjarga lífi Vasco, krefst Selica þess, að hún fái liann að eiginmanni, og sver þess eið við Nelusko, að ef Vasco sje grandað, þá muni hún sjálf láta lífið með honum. Ást Neluskos til Seliku er jafnvel sterkari en hatur hans á Vasco, og gengst hann fýrir því, að þau verði „gift“. Hefjast svo von bráðar mikil hátíðarhöld i til- efni giftingarinnar. Vasco þýðist nú loks liina sterku ást Seliku, heldur að Inez sje látin og sver Seliku aftur ævarandi trygð- um. En þá vill svo til, að liann heyr- ir rödd ástvinu sinnar. Er þá verið að leiða Inez til lífláts. Hann ná- fölnar, og Selika skilur undur vel hvað veldur. í fimta þætti er Selika ákveðin í, að láta taka Inez af lífi, svo að hún losni loks við hana, sem keppi- naut. Hún sendir eftir henni. En er hún verður þess áskynja, hversu mjög Inez ann Vasco, hverfur henni afbrýðisemin, — göfuglyndi hennar reynist sterkara hatri hennar á hinu kristna fólki, og hún leggur fyrir Nelusko, að flytja þau Inez og Vasco út í skip eitt, sem er á för- um til Portugal. Selika, sem nú unir ekki lengur lífinu, þegar hann er liorfinn, mað- urinn sem hún ann, fer fram á höfð- ann, þar sem liið eitraða manzanilla- trje vex. Horfir hún út yfir hið víðáttumikla haf, og sjer hvít segl skipsins, sem er að hverfa. Hún andar að sjer sætum, en banvænum ilmi manzanillajblómanna, og Nelus- ko, — sem hefir veitt henni eftir- för, kemur að henni í andarslitr- unum. Ósýnilegur kór huggar hana með þeirri hugsun, að í æðri heim- um sjeu allir jafningjar í ástinni. ísland var lýst lýðveldi 17. júni 1944 að Þingvöllum kl. 2 sd. (lögtími — G. M. T.) —kl. 12. 32 sd. (M.T. Rv.) — kl. 1235.32 sd. (M.T.Þ.). Nbr. 64.15 — VI. 21.07. Stundsjá þessi er fæðingarstund- sjá hins íslenska lýðveldis eða grundvallarstundsjá þess. Það er nýtt sem sjaldan skeður, að nýtt lýðveldi keniur í heiminn. Það var því viðburður, sem vakti athygli víða um lönd, er íslenska lýðveldið var stofnsett á Þingvöll- um 17. júní 1944, kl. 2 síð.degis (miðtimi í Greenwich). Það er engin nýjung þó að fæð- ingarstundsjá sje lögð fyrir ein- staklinga,' en hitt er fátítt, að lögð sje fæðingarstundsjá lýðveldis. — Flest konungsríki eiga enga fæð- ingarstundsjá, því fæðingardagur þeirra eða fæðingaraugnablik er alls ekki fundið. Þó er ein undan- tekning er konungsrikið ísland var stofnsett fyrir 26 árum — 1. des. 1918. En öðru máli er að gegna með lýðveldin, þau eru flest svo ung, að vitað er hvenær þau eru stofn- sett, og svo var um íslenska lýð- veldið. I fljótu bragði sjeð er stundsjáin 17. júni 1944 mjög sjerkennileg, þvi að megnið af plánetunum er safnað saman á tiltölulega litlu svæði og verður því þar yfirgnæfandi þrótt- mikið. Er það hádegismarkið. Er sýnilegt að sambandið við Banda- ríki Norður-Ameríku er náið, því 5 plánetur eru nálægt liádegisstað — heimkynni stjórnarvaldanna — og eru i tvíbura, merki Banda- ríkjanna. Er samband þetta frekar fræðilegs eðlis en beint hagkvæmt, þó verður hagnýt þekking afleiðing jiess. Sjest það á góðum afstöðum Júpíters og Venusar til Sólar og bendir á hagnaðarvon. Neptún er á austursjóndeildar- hring og liefir allar afstöður slæm- ar. Bendir það á innanlanÖs örðug- leika, sem koma óvænt. Hann er í slæmri afstöðu við sól og verða þessi verkefni því viðfangsefni stjórnarinnar. Haustið 1942 hóf Neptún göngu sina i vogarmerki og verður þar í næstu fjórtán ár. Á þeim tíma munu utanríkismál þjóðanna taka miklum og margvislegum breytingum. Koma sumar þessar breytingar nálega fyr- irvaralaust. Ein af þessum breyting- um er að mínum dómi lýðveldismál Islands. Hefir Neptún haft áhrif í örðugleikaátt á Kristján Danakonung, því áð Neptún er nú í samstæðu við sót hans og hefir fleiri afstöður slæniai- en góðar þegar hann fædd- ist. Saturn er i hádegisstað í sam- stæðu við sól. Er hún ekki áljtleg, en með því að bæði sól og Venus eru í samstæðu við Saturn er lík- legt að þau dragi úr hinum óheilla- vænlegu áhrifuin hans. Mars og Júpíter eru í 11. húsi, liúsi þingsins og vina þjóðarinnar út á við. Velvildar mætti vænta frá Englendingum, Norðmönnum og Dönum. Hin nýfundna pláneta Plútó er einnig í 11. liúsi, liúsi þingsins. Hefir hún tvær afstöður góðar en eina slæma. Mun því eitthvað óvænt gerast í sambandi við þingið, sem í leynum ætti að vera og vekur athygli, því hann hefir slæma afstöðu til Venusar. Mars ræður einnig 7. liúsi, við- skiftum við önnur riki og ættu við- skifti þessi að vera fremur velviljuð, jafnvel þó að afstöðurnar sjeu ekki með öllu örðugleikalausar. Tunglið er í 9. liúsi, húsi utan- landssiglinga og hefir slæm áhrif. En með þvi að tunglið er i nauti, merki Venusar, sem ræður stund- sjánni, er líklegt að minna beri á áhrifunum en ella. Eitt hið markverðasta i þessari stundsjá er afstaða dýrahringsins til húsanna. Þau falla þannig saman, að álirifaríkustu punktar dýrahrings- ins fallæ nákvæmlega saman við sterkustu punkta húsanna. Er þetta mjög sjaldgæft og ber að mínum dómi vott um óvenjulega sterka afstöðu bæði inn á við og út á við og óvenjulegt framkvæmdarþrek. — Má því segja að stundsjá hins is- lenska lýðveldis sje i mörgum grein- um mjög góð. Þó má geta Jíess að byrjun vogar- merkisins ber við 1. hús. Bendir það á að Venus sje aðalráðandi stund- sjárinnar og er nálægt hádegisstað í samstæðu við sól og Satúrn. Venus- ar eðlið ætti því að vera áberandi í tífi lýðveldisins og er það góðs « viti, því Venus er nálega ætíð góð i áhrifum, fafnvel þó að hún liafi slæmar afstöður. Bendir þetta á góðan undirstöðufjárhag. Krabbinn er i hádegisstað. Er J>að ákveðið lýðveldismerki, því krabbinn er merki almennings und- ir áhrifum tunglsins og í læssari afstöðu er almenningur kominn i 10. hús, stjórnarsessinn, en stein- geitin, merki drottnenda og yfir- ráðenda, er komin í 4. liús, andstöðu hús ráðendanna. Þegar maður ber saman við stund- sjá konungsrikisins íslands 1918, kemur í Ijós að sólin var J)á í skot- manni í hádegisstað, en tvíburinn í miðnæturstað. Nú er þessu snúið við. Tvíburinn er rjett að eins kominn yfir hádegismark og hefir 5 plánetur. Bendir þetta á það að hlutve'rkunum muni'vera gersamlega snúið við frá þvi sem áður var. Það er mjög athyglisvert að allar pláneturnar eru hátt á lofti og ná- lægt hádegisstað, nema Neptún, sem er á austursjóndeildarhring. Þetta bendir á það, að þjóðin geti í fram- tíð notið og notað alla krafta sina og liæfileika, sem hún hefir í fór- um sínum til hins ítrasta. Eins og áður er sagt, er þessi stundsjá grundallarstundsjá lýðveld- isins og verður ætið notuð sem við- miðun þegar um framtíðarathuganir er að ræða og búast má við meiri háttar viðburðum, sem munu gerast i lífi lýðveldisins á næstu áratugum og árahundruðum. Er hún nothæf fyrir alla þá, sem fást við stjörnu- speki í framtiðinni, sem samanburð- Framhald á bls. 74.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.