Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N ÞJÓÐGARBAR BANDARIKJANNA Efri og neðri fossinn í Yosemite-dalnum í California. Efri fossinn er U29 metrar, en sá neðri 96 metrar. í dalnum vaxu elstu og stœrstu trje iheimi. Flestar þjóðir leitast við að varðveita sem best forn lista- verk sín og frægar byggingar, svo að þær megi verða alþjóð til sýnis um aldir fram. Á sama hátt reyna Bandaríkjamenn að varðveita frægustu náttúrufyrir- bæri sín. Á þessum árum þreng- inganna meta þeir betur en nokkru sinni áður forsjálni og umhyggju þeirra, sem tryggðu þjóðinni að hún gæti liorfið til hinnar frumlegu náttúru ætt- jarðar sinnar, með því að stofna til þjóðgarða og friða einkenni- leg landsvæði. Ef nú væri venjulegt árferði í Bandaríkjunum mundu tutt- ugu miljónir gesta lieimsækja þjóðgarðanna þar í landi. Fólk dvelur í sumarleyfum sínum í skógarvarðarkofunum í lilíðum Biátindafjallana í Suðvestur- ríkjunum; það stundar veiðar við hin hljóðu vötn Norðurskóga eða reikar um Svartárgljúfur á þeim tíma, sem lárviðui’inn er i blóma. 1 öræfahjeruðunum — Shenandoah, Stóra Reykjahverfi Sequoia og á jöklunum — finn- ur það frið og yndi. Eigi leikur vafi á því, að eftir stríðið þykir fólki meira til þessara öræfa- hjeraða koma en nokkru sinni fyiT. I Bandaríkjunum eru eins og stendur nítján friðuð öræfa- syæði, öll hvert öðru ólík, en eru sýnishorn hinna sundurleitu náttúrueinkenna Bandaríkjanna og hvert um sig veglegur full- trúi sjerkennanna. Carter Lake Park er í vestur- fylkinu Oregon, sem furan er kennd við. Nafnið er dregið af þvi að þarna er óvenjulega blátt stöðuvatn í gíg eldfjalls eins, sem fyrir löngu er hætt að gjósa. Bruce Canyon heitir gljúfur eitt með furðulegm bergnálum á báðar hendur, úr ljósrauðu bergi, mikið veðruðu. I Yosemite þjóðgarðinum í Califox-niu er Yosemite-dalui-inn fi-ægastur; liggja að honum á báða vegu standberg, 990 metrar þar sem þau eru hæst, en fossar falla fram af bei-ginu í fögrum, freyð- andi boðaskúfum, svéipuðum hvítri daggmóðu. Þarna vex líka elsti og stæx-sti skógur heimsins, sequoia-trjeð, sem prýddi dalinn löngu áður en Kristur prjedikaðí í Galíleu. Það, sem einkum prýðir Mount Rainiei'-þjóðgarð- inn í Washington er snævi þak- ið, útdautt eldfjall, sem garð- urinn er kenndur við. Er það 4.200 metra hátt og gnæfir hátl yfir skógivaxna ása Cascade- fjalla. Þetta er hæsti staki jök- ullinn í Bandaríkjunum, þeirra sem kleifir eru. Blóm og dýralíf. Glacier-þjóðgarðurinn í Mont- ana er 3988 fei’kilómetrar að stærð, eða nærfellt eins og meðal sýsla á íslandi. Þar eru þverhnýptir fjallatindar, skrið- jöklar, stöðuvötn svo hundruð- um skiftir og fjölbx-eyttur fjalla- gróðui’. Great Smoky Montains þjóðgai’ðurinn er á landamæi’- um fylkjanna Tennessee og Norður-Garolina. Þar eru hæstu fjöll í Bandaríkjunum austan- verðum og fegurstu og stórfeng- legustu harðviðarskógar í allri Norður-Ameríku. í skugga þess- ara skóga vaxa háar rliododen- dronviðir, en undirskógurinn er azaleur og fjallalárviður. Um skóga þessa og gresjurn- ar undir skógarhlíðunum í þjóð- görðunum reika villt dýr, og fuglar halda sig í fellunum og skógunum. Svartir birnir eru að heita má í öllum þessum þjóðgörðum, en grábjörninn stóri er í þrem þeirra. I tveimur eða þremur görðum eru hjarðir vísundanna, er forðum voru að tortímast í Bandaríkjunum, en steingeitur og stórhyrnt villifje er í nokkrum görðum; ennfrem- ur kvíslliyrndar antílópur, elgur, hjörtur, skógarelgur og fjöldi smærri skógardýra. — Saga þjóðgarða Banda- ríkjanna nær langt aftur í tím- ann. Þegar Evrópumenn lögðu fyrst að landi við strendur liins nýja heims varð fyrir þeim veglaus frumnáttúra. Þeir urðu að rjóðurhöggva skójgana til þess að geta ræktað korn. — Eftir því sem landnám Evrópumanna breiddist vestur á bóginn fóru ýmsar kynjasögur af náttúrufyrirbærum ýmsum í vesturhluta álfunnar. Svo furðu- legar voru þessar sögur, að Bandaríkjastjórn gerði út leið- angur vestur i land árið 1870, til þess að ganga úr skugga um livað hæft væri í þeim. Þessi leiðangur fann fyrstur hvítra mánna stað þann„ sem nú nefn- ist Yellowstone Park, vestur i Californiu. Þar sáu þeir gos- hverina miklu, fossana í Yellow- stone á, leirhverina í „Coulter Hell“, en því nafni er livera- svæðið kallað, og margt fleira inerkilegt. Eitt kvöldið þegar þeir sátu kringum varðeldinn ræddu þeir um hvað best væri að gera við þetta nýfundna undraland. Fyrst kom fram til- laga um það að hver þeirra um sig skyldi gera eignarjettarkröfu til þeirrar spildunnar, sem hann langaði mest til að eiga. En þá lagði annar til að ríkisstjórnin slæi eign sinni á landið og NantaJtpIa-þjáð- skógurinn i N. Carolina, við Atlantshafls- strönd. t>ar eru borð úti á viða- vangi handa jestum að snœða nestið sitt við. Skyland-brautin í Shenandoah-þjóðgarðinum í Virginía. Þur er talið alveg með sömu ummerkjum og þegar hvitir menn konui fyrst vestur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.