Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.08.1944, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 hlið, sagði Skotinn öruggur. — Jeg ber ábyrgð á öllum skuld- bindingum yðar. Jeg lofa yður því, að jeg skal ekki svíkja yður. Og hann rjetti fram langa, sinabera höndina. — Þetta er. þá aftalað mal, sagði Andersen. — En hvernig á jeg að finna manninn? Jú, nú veit jeg það. Segið honum að hann skuli verða niður við hafnarskúr nr. 4 klukkan ellefu. En jeg verð að vita einhver auðkenni á honum. Að vísu eru sjaldan margir á ferli þarna um þetta leyti sólarhringsins, en alltaf getur það viljað til. Jú, nú veit jeg það — jeg stend við neðsta hornið á skúrnum og segi bara orðið „Nanking“ — er það nóg? — Það getur ekki verið betra, sagði MacDowell og helti í glas- ið hjá Andersen. C AMA kvöldið læddist maður ^ niður bryggjuna eftir að dimt var orðið. Við og við nam hann staðar og hlustaði í áttina þangað sem eunskipið „Astrea“ lá. En honum hafði víst mis- heyrst, því að nú gekk hann rólegur áfram. Þegar liann kom að horninu á skúr nr. 4 nam liann staðar og skimaði kring- um sig. En það var hægara ort en gjört að sjá nokkuð, því að þarna var dimt eins og i dyblissu. Hann rak sig meira að segja á nokkra umbúðakassa svo dimmt var þarna. Svo stað- næmdist hann aftur augnablik. Og allt i einu heyrðist greini- lega úr kokinu á lionum: — „Nanking“. — Nanking, var svarað með skrækri rödd, og lítill og visinn náungi kom fram úr myrkrinu. — Jæja, þarna ertu þá, sagði Andersen stýrimaður. — Það var gott. Þá förum við — komdu. sagði liann á kinversku. En svo taulaði hann á dönsku: — Nei, eiginlega var það nú ekki gott samt! Hann heyrði raddir um borð í skipi sínu. Svo sneri hann sjer að Kinverj- anum og sagði: — Ilinkraðu við hjerna. Jeg vei'ð að athuga hvað gengur á um borð. Jeg kem bráðum aftur. Og svo fór hann. Stundarfjórðungi síðar stóð hann aftur við skúrhornið. Þar var enginn maður og hann varð á nýjan leik að segja orðið „Nanking“. — Nanking, svaraði rödd og einhver vera kont fram i myrkr- inu, jafnvofuieg og í fyrra skift- ið. Þegar hún færðist nær skip- inu var eins og hún stækkaði, fannst Andersen. — Farið þjer vai'lega, sagði stýrimaðurinn í aðvörunai'róm, tn eiginlega var það nú óþarfi, því að það var ómögulegt að heyra fótatak Kinverjans. — Nú fer jeg fyrst um borð og sendi varðmanninn fram á, þú tekur svo eftir hvað líður, og læðist um borð. En þú mátt ekki búast við neinum viðhafn- arklefa. Mínútu síðar tók stýi'imaður- inn í lxandlegginn á Kínverjan- um og dró hann á eftir sjer niður brattan jái'nrimlastiga ofan í lestina. Það var djúpt þarna niður. Þegar þangað var komið brá stýrimaðurinn upp vasaljósi og benti á nýjan stiga, enn neðar. Þeir voru komnir niður í kjal- sog. Þar var stór stálkassi og nú sneri Andersen sjer að Kín- verjanum, sem stóð í keng í myrkrinu bak við hann. — Hjerna verður þú að hýrast fyrst um sinn. Jeg skal sjá til hvort jeg get ekki laumað til þín matarbita, en jeg kemst ekki liingað fyrr en síðdegis á morgun. Ef einhver kynni að koma hingað niður þá verð- ur þú að fela þig í kassanum þarna. Þetta var að vísu vatns- ballestargeymir, en hann er tómur. Lokaðu svo lúkunni á eftir mjer, svo að enginn sjái að hjer hafi komið .ókunnugir menn, og fari að hnýsast hjer. Skilur þú það? Kinverjinn kinkaði kolli og urraði eitthvað, en Andersen laldi sjer hollast að tefja ekki þarna of lengi. Hann kinkaði kolli og fór. T1 VEIMUR döguin seinna bags- aði „Astrea“ norður Fukien- sund á leið inn í austur-kínverska- hafið. Hingað til hafði veður verið ágætt; líklega mundi þetta verða besta skemtisigling. Andersen stýrimaður stóð uppi á stjórnpallinum þegar Knudsén 2. stýrimaður kom upp til að segja honum síðusfu útvarpsfrjettirnar. En í þetta sinn flýtti liann sjer ekkert að leysa frá skjóðunni, þvi að auðsjáanlega hafði orðið breyt- ing á skapferli gamla stýrimannsins. Andersen var nefnilega að raula fyrir munni sjer, jafnframt því að hann leit við og við í norðaustur. — Jæja liittuð þjer vin yðar í Swatou? spurði 2. stýrimaður. — Já, það held jeg nú, svaraði Andersen. — Og hann var sami öðlingurinn og i gamla daga? Hvernig gekk yður með endurgjaldið? Mjer sýnist á yður að yður hafi tekist að launa lionurn greiðann forðum, sagði Knudsen, 2. stýrimaður. Andersen ætlaði að svara en hætti við. Hann hafði tekið kíkirinn og bar hann upp að augunum. En 2. stýrimaður hjelt áfram að masa. — Hvað ætlaði jeg nú að segja? Jú, nú er allt í uppnámi i Swatou á nýjan leik. Þessi illræmdi ræn- ingjaforingi, Ma-Wong, er kominn á kreik aftur. Meira að segja veður hann nú uppi í Evrópumannahverf- inu. Og þeir virðast hafa beig af honum víðar. Heyrið þjer nú bara Hann steinþagnaði, þvi að And- ersen hafði rjett honum kíkirinn. 2. stýrimaður greip liann. — Þarna norður við sjóndeildarliringinn sást svartur díll. Annar stýrimaður skildi að hann táknaði lok margra mannslífa. Því að bletlurinn óx nraðfara, varð breiðari og liærri og færðist nær. Andersen tók símann og skýrði skipstjóranum frá. Og hann kom upp á stjórnpallinn. Það mátti ekki seinna vera, því að eftir fáeinar mínútur voru þeir komnir í ofviðrið. Stýrimaðurinn hafði reyrt sig fastan við stýrið, hringingarnar kliðuðu í vjelsíman- um, regnið heltist úr loftinu og skipið skoppaði á öldukömbunum. Þetta var vitisástand. Hálftíma síðar var Andersen borinn niður í klefan sinn, sjór hafði fleygt honum og liann brákast á fæti. Hann lá kyrr og kveinkaði sjer ekki, en var hvitur í andliti eins og mjöll. — Jeg er hræddur um að jeg hafi beinbrotnað, sagði hann þegar þeir báru hann niður. — Það er huggun að þetta er hinn fóturinn. Kvalirnar hafa efluust verið miklar, þvi að það leið yfir hann þegar þeir lögðu hann í rúmið! sagði skipstjór- inn, — þvi að nú byrja lætin fyrir alvöru! ETTA var hörð raun fyrir „Astrea“; en eftir tvo tíma hafði skipið riðið'af sjer veðrið, og skipstjórinn fór niður til stýri- inannsins aftur. Andersen starði upp í loftið þegar hinn kom inn. Honum fannst andlit stýrimanns- ins svo einkennilegt. Hvernig líður? spurði skip- stjóri. —- Má jeg lita á fótinn. Mik- ið skrambi hefir hann bólnað. En það er ekki gott að segja hvort þetta er brot eða mar. Annars gildir það mestu að við höfum staðist of- viðrið. Jú, jiessi ofsi kom sannarlega aftan að okkur. Við hefðum átt að hugsa eftir að fylla vatnsballest- argeymirinn áður en við fórum frá Swatou.... — Það var einmitt það sem jeg var að hugsa um, sagði Andersen. Svo færðist bros yfir andlitið á honum. Skipstjórinn horfði á hann. Fanst hann verða svo einkennilegur, allt i einu. En Andersen hjelt áfram: — Við þurfum þá ekki að gera það? — Jú, auðvitað. Það var það fyrsta, sem jeg skipaði, eftir að við höfðum borið yður niður. Við urðum að gera skipið eins stöðugt og unnt var. Og hver veit nema að það liafi bjargað okkur. — En hvað gengur að yður, Andersen. Fenguð þjer kvalakast? Stýrimaðurinn hafði hnigið niður á koddann. Fingurnir krepptust og rjettust á víxl, eins og í krampa, og hann stundi þungan. I sama bili var barið að dyrum og skipstjórinn leit við. Náfölt andlit sást í dyr- iinum. Það var Knudsen, 2. stýri- maðnr. —• Skipstjóri. . skipstjóri! stundi hann. — Hvað er að. Eruð þjer orðinn veikur líka? spurði skipstjórinn. — Nei, en við fundum mann i ballestargeyminum. — Hvað‘ var að honum? — Ekkerl skipstjóri — því að hann var dauður. Druknaður! Við höfðum ekki hugmynd um að neinn væri þarna og skrúfuðum lokið að, þegar við fylltum geyminn. Og maðurinn hefir druknað. — Er þetta nokkur af skipshiifn- inni. Skipstjórinn liafði fölnað. líka. — Nei, þetta var Kínverji. — Þeir litu báðir á rúmið þar sem Andersen lá. Hann hafði gripið báðum höndum um mjaðmir sjer, dró þungt andann og starði upp í loftið. 2. stýrimaður benti með fingrinum á ennið og livíslaði: -— Hann er með óráði! Svo sagði hann upphátt: — Við hjeldum fyrst að þetta væri sonur Li uppreisnarfor- ingja Því að hann var í fötunum hans; við þekktum þau á lýsing- unni i útvarpinu. En jiað getur ekki verið liann, því að liann hefir fundist á bryggjunni i Swatou — með hníf í bakinu! En hefndin liefir komið niður á rjettum stað. Getið þjer gisk- áð a hver morðinginn er? — Nei. — Maðurinn sem faldi sig i geyminum — og sem druknaði. Ræningja foringinn Ma-Wong. Jeg hefi fengið lýsingu á honum. Meðal annars ör eftir skot á vinstri öxl. Þeir ganga úr skugga um þetta þegar við komúm til Nanking. — En ,við fleygjum honum ekki í sjóinn undir eins? — Nei, jiað væri synd. Því að 50.000 dollarar hafa verið lagðir til höfuðs honum — það er að segja: kínverskir. Af stjórnunum i Nanking og Kanton i sameiningu. Gaman að sjá hver hreppir þú - • ■ Þá heyrðist allt i einu skellihlátur úr rekkju Andersens og þeir störðu forviða á hann. — Það verð jeg! lirópaði liann. — Þvi að Jiað var jeg, sem faldi hann hingað um borð í skipið og ljet hann fela sig i geymirnum. MacDowell er vottur að því. Símið til hans og hann mun staðfesta að það sje satt sem jeg segi. Hann ábyrgist allt, sem jeg segi. Já, skip- stjóri, þjer megið ekki verða mjer reiður. — Ætti jeg að verða reiður yður fyrir að losa Kínverja vxð lxennan þorpara? Nú fáið þjer skip til um- ráða á ný, og svo þessi verðlaun að auki! — Jeg held að jeg kjósi mjer heldur hús á Tliurö eða í Taasinge, skipstjóri, sagði Andersen stýri- maður. — Því að nú hætti jeg við Kina....... úr því að jeg liefi innt af liendi endurgjaldið!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.