Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.09.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Vesturför forsetans Á laugardaginn var koniu forseti VIKUBLAÐ MBÐ MYNDUM liitstfóri: Skúli Skúlaaoa. FraifikvMjóri: Svavar HJalteated Skrifttofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram H ERB ERTSpren t. SKRADDARAÞANKAR Þeir henda gaman af Píialust gamla fyrir aS hann spuröi „Hvað er sannleikur?" En ef satt skal segja þá eru flestir litlu fróðari en Pílatus enn þann dag í dag. Því að enn spyrja menn hvað sannleikurinn sje, og enn í dag leggja þeir sig í líma um að gera sannleikann tor- tryggilegan og gera úr lionum um- skifting, sem kallaður er lyg'i. Á sama liátl er lygin dubbuð upp i fallegan grímubúning og send á strœti og mannamót, með stimpil sannleikans á enninu. Þetta er gömul saga, sem aldrei endurtekur sig jafnoft og á stríðs- timum. Einhver fróður maður kvað hafa sagt, að til þess að vinna stríð þyrfti þrennt: Peninga, meiri pen- inga og enn meiri peninga. Víst mun þetta vera rjett, en hæta mætti þvi við, að lika þarf annað her- gagn, sem heitir lygi, meiri lygi og enn meiri lygi. Án hennar mundu skriðdrekar og sprengjuflugvjelar sjá skammt. Aldrei hefir verið beitt jafn mikl- um áróðri og i núverandi styrjöld, enda hafa áróðurrstækin aldrei ver- ið jafn fullkominn og nú. Áður var hægt að teppa landamærin fvrir innflutningi blaðanna og skera á símalinurnar. Nú eru frjettaleiðirn- ar þannig úr garði gerðar, að eigi er hægt að teppa þær. Það er hægt að lama þær, með því að leggja dauðarefsingu við því að hafa út- varpstæki, eins og sumar þjóðir hafa gert, en það er ekki hægt að teppa þær að fullu. En einmitt á- róðursmáttur útvarpsins hefir sann- ast á þvi, hve milcið kapp þær þjóðir sem hræddastar eru við sannleikann, hafa lagt á, að byrgja leiðirnar um ljósvakann. Þess mun varla langt að biða, að útvarpstækninni fari svo fram, að ekki verði unnt að loka þessum leiðum. En það eru sjálfar upp- sprettur áróðursins, sem seint mun verða liægt að loka. Alltaf verða til menn, sem geta talið sjer það til gildis að vera öðrum fremri í því að snúa sannleikanum í lygi og lyginni í sannleika. Og alltaf verða nægilega margir til að trúa þeim. Því að heimurinn liefir alltaf viþiað láta blekkjast og mun vilja láta biekkjgsi meðan hann stendur. Það er vist eitt af boðorðunum i náttúru- lögmálinu. íslands, herra Sveinn Björnsson, og Btanríkismálaráðherrgnn, Vilhjálmur Þór, heim úr Bandaríkjaför sinni. Hafa dagblöðin greint frá þessu ferðalagi jafnóðum, en það tóksl i alla staði giftusamlega og hefir orð- ið til þess að vekja athygli á ís- lensku þjóðinni meðal Bandaríkja- þjóðarinnar og óbeinlínis miklu víðar um heim. Utanríkisráðuneytið hefir nú gef- ið út sanifellda ferðaskýrslu en vegna þess live hún var seint fullgerð er ekki unnt að birta hana í þessu blaði. En næst mun Fálkinn birta hana í heilu lagi, svo að lesendur Fálkans eigi ítarlega greinargerð fyrir þessu fyrsta ferðalagi islensks þjóðhöfð- ingja til annars rikis. Verða þá væntanlega fleiri myndir til úr ferð- inni en ennþá eru komnar hingað. En hjer skal aðeins drepið á nokkur helstu atriði ferðasögunnar. Þeir forseti og utanrikisráðherra lögðu í förina 23. ágúst, ásamt Pjetri Eggerz forsetdritara, Bjarna Guðmundssyni blaðafulltrúa og Jakob Jónssyni lögregluþjón. Var flogið veslur i tveimur áföngum og komið til Washington kl. 4 síðd. á fimmtu- dag. Gistu þeir forsetinn og utan- ríkismálaráðherrann í Hvíta liús inu um nóttina, en veisla var þeim haldin um kvöldið, að viðstöddum ráðherrum og ýmsum hæstsettu em- bættismönnuin landsins. Þar voru og Tlior Thors sendiherra og Henr. Sv. Björnsson. Að lokinni veislunni áttu þeir forseti íslands og utan- rikismálaráðherra langt viðtal við Roosevelt forseta, en morguninn eftir kvöddu þeir hann og fluttu i Blair House, gististað þann, sem ætlaður er opinberum gestum i Washington. Þar bjuggu fyrir þeir þrír, er voru í fylgd með þeim. Föstudaginn fór forseti í heim- sókn til Bandaríkjaþingsins og hitti forseta beggja þingdéilda og formenn utanríkismálanefnda þeirra, þá Sol Blom og Tom Conally. En Vilhj. Þór fór um sama leyti á fund Cordell Hull utanríkismálaráðherra. Siðan var farið tit Mount Vernon, fæðingarstaðar hins fvrsta forseta Bandaríkjanna og er hann jarðsettur þar. Lagði forseti íslands sveig á leiði hans í grafhýsinu. Síðan var farið að gröf óþekkta lier- mannsins, í Arlington-kirkjugarði og var þar slutt athöfn að viðstddum ýmsum yfirmönnum hers og flota, en forseti íslands lagði blómsveig á gröfina. 21. heiðursskoti var skot- ið við komu og burtför forsetans á þessum stað. Á laugardaginn 26. ágúst átti forseti og utanrikismálaráðherra tal við blaðamenn, og liefir það verið rakið ítarlega í dagblöðunum. Þann dag um liádegi liafði Cordell Hull utanríkisráðlierra boð fyrir gestina' á Carlton Hotel og flutti þar hlý- lega ræðu til forseta en liann þakk- aði. En um kvöldið liafði Thor Thors sendiherra boð inni fyrir gestina. Og á sunnudaginn að aflið- andi hádegi flugu hinir íslensku gestir til New York og var nú lokið heimsókninni i Washington. — —• Þar tók á móti gestunum Fiorello LaGardia horgarstjóri og dr. Helgi Briem aðalræðismaður og Doris frú hans og dóttir þeirra tveggja ára, sem rjetti forseta blómvönd. Margir íslendingar voru þar aðrir, sumir langt að komnir. Þar voru og við- skiftafulltrúar íslands í New York, Helgi Þorsteinsson og Ólafur John- son konsúll. í New York gistu gest- irnir á Waldorf Astoria, frægasta gistihúsinu i New York. Þar lijelt dr. Briem aðalræðismaður veislu um kvöldið og var þar margt íslandinga saman komið, m. a. Villij. Stefánsson og Richard Becli prófessor. Daginn eftir hjelt Internalional Chamber of Commerce gestunum veislu, og var þar saman komið margt heimsfrægra manna,, svo sem Leahy aðmíráll og Henry Kaieser, iðjuliöldurinn mikli. Watson, forseti Alþjóðaversl- unarráðsins stýrði hófinu. Síðdegis sama dag hafði aðal- ræðismaður íslands og frú lians samkvæmi fyrir a.lla íslendinga, sem til náðist i New York, eða um 300 manns. En um kvöldið liafði Ólafur Johnson viðskiftafulltrúi boð fyrir gestina. Tvo sí?iustu daganna vestan hafs dvaldi forsetinn i sumarbústað í Maine, ásamt ritara sínum, en þeir utanrikisráðherra og Bjarni blaða- fulltrúi voru i New York á meðan. 1. sept. var haldið af stað flugleiðis heim til íslands og komið liingað síðastliðinn laugardagsmorgun eftir niu daga útivist.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.