Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 PEPSl-COLA BlómaJ<assar frá Scilly-eyjum við höfnina í Panzance fluttir á markaðinn. vinnugrein, sem aldrei hefir brugðist síðan. Það er fleira að sjá en blómin, þegar komið er til St. Mary’s, því að ströndin er mjög vog- skorin, hvítur sandur í fjörunni og fallegir höfðar langt'til hafs. Kaila mætti Hugh-Town á vest- ur eyjunni höfuðstað Scilly- eyja, því að þar eru verslanir, gislihús, bankar og skrifstofur blómaræktarmanna kringum liöfnina. Fyrir ofan bæinn stend ur Star Castle, gamalt virki frá árinu 1593, reist til þess að Spánverjar gætu ekki tekið sér bækistöð á eyjunum, en þeir áttu þá í striði við England. Klausturgarðurinn i Tresco er einkar fagur, en milli Tresco og St. Mai-y’s er aðeins 3 km. breitt sund. Garðar þessir eru á klettasyllum neðan frá sjó, og þar er vafalaust fallegasta safn suðrænna blóma á Bretlands- eyjum komið saman á einum stað. Hafa verið flutt í þennan garð fágætar tegundir víðsveg- ar að. Þar er mexikönsk yucca, indverskur viftupálmi, engifer- tré úr Himalayafjöllum, sedrus- viður frá Líbanon, svo að nokk- ur nöfn séu nefnd. Bananar og sítrónuviður vaxa þar undir beru lofti. Fyrir handan Tresco er St. Marteinsey; eru íbúar þar að- eins 140 og eiga lieima i þremur „bæjum“, sem nefnast Hábær, Lágibær og Miðbær. — Hinar byggðu eyjarnar heita St. Agnes og Bryhor, og eru hvergi á Scilly-eyjum eins fallegir klettar og á þeirri síðarnefndu. Hvar sem farið er á hinum byggðu Scillyeyjum blasa blóm- in við, ekki aðeins í hinum afgirtu görðum heldur i klett- unum við ströndina, rétt fyrir ofan brúnirnar, sem brimið frá Atlantshafinu sverfur. Enda eru Sci Hy-eyj arnar með sanni nefnd ar „Blómeyjar Brellands“. Hvað er eiginlega að yður, maður? Hafið þér aldrei séð PEPSI-COLA fyrr? Það kann að vera að bessi bláa „gaberdin“-kápá, sem leiklconan Jane Wyman hefir brugðið sér í líkist hermannafrakka of mikið i út- lili, enda er það tilgangurinn með flíkinni að fiera mánnum heim sannin um það, að hin svokallaða „hermannatiska““ gœti oft svo vel færi, átt samleið með kvenlegum yndisþokka. H.F. HAMAR Símnefni: HAMAR, Reykjavík. Sími 1695 (tvær línur). Framkvæmdastjóri BEN. GRÖNDAL, — cand. polyt. VJELAVERKSTÆÐl KETILSMIÐJA JÁRNSTEYPA ELDSMIÐJA FRAMKVÆMUM: Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvjel- um og mótorum. Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuðu og köfunarvinnu. Ú TVE G UM og önnumst uppsetningu á frystivjelum, niðursuðuvjelum, hita- og kælilögnum, lýsisbræðslum, olíugeymum og stál- grindahúsum. FYRIRLIGGJANDI: Járn, stál, málmar, þjettur, ventlar o. fl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.