Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Einn sænsksmíðaði báturinn, 50 smálestir, merktur X á bóginn. Satnninganefnd ríkisstjórnarinnar. Framhald af bts. 3. Hinsvegar veittu Svíar innflutn- ingsleyfi á 125 þús, tunnum af sild; leggja þeir sjálfir til salt og tunnur og annast flutning síldarinnar á markaöinn. íslensku samningamönnunum var hvarvetna vel tekið og vakti koma þeirra mikla athygli. í Svíþjó'ð er almennur áhugi ríkjandi fyrir aukn- um viðskiftum við ísiand að stríð- inu loknu, og mun hugur ríkjandi fyrir því að taka upp fastar skipa- samgöngur milli Gautaborgar og ís- lands. Samningamennirnir sátu boð krónprinsins og forsætisráðherra, en sjálfir höfðu þeir boð inni fyrir þá, sem þeir einkum höfðu átt sam- vinnu við í samningunum. Norræn vorhátíð var lialdin að Hótel Borg síðast- liðinn föstudag af norænu félögun- um í Reykjavík, og hafði S. A. Friid blaðafulltrúi Norðmanna frumkvæði að lienni, en þátttakendur voru frá öllum sex norðurlandaþjóðunum. Friid ritstjóri setti samkomuna með ræðu til vorsins á Norðurlönd- um. En þá voru flutt ávörp af hálfu allra þjóðanna. Ludvig Storr ræðis- maður talaði af hálfu Danmerkur, Ludvig Andersen fyrir Finnland, Peter Wiegelund fyrir Færeyjar, Vilhjálmur Þ. Gíslason af hálfu ís- lands, Thomas Haarde fyrir Noreg og Peter Hallberg docent fyrir Sví- þjóð. Loks flutti G. Nielsen endur- skoðandi niðurlagsorð. Síðan komu aðrar skemmtanir. Lárus Pálsson las upp kvæði Kaj Munks um Norðurlönd og Væringja Einars Benediktssonar. Þá hófst dans, en á milli söng Guðmundur Jónsson. Norðmenn og íslendingar sýndu norska þjóðdansa og fjöldi Færeyinga dönsuðu dansa sina. Var fögnuður viðstaddra mikill yfir öll- um þessum skemmtunum og livíldi fögur norræn „stemmning" yfir sam- komunni. Þó að ef til vill verði færra hér um gesti frá frændþjóðum vorum á næstu árum en nú er, þá má ganga að þvi vísu, að sá siður hald- ist framvegis, að á livcrju vori verði haldin sameiginleg skemmtun lvér til kynningar Norðurlandabúa hér. innbyrðis. Er nærri jjvi furða, að sá siður skuli ekki liafa komist á fyrr. NINON---------------------- 5amkvæmis- og kvöldkjolar. Eítipmiödagskjolar PEysur og pils. UattEraðir silkisloppar og svoínjakkar Flikið lita úrvai Sent gEgn pústkröíu um allt land. — Bankustræti 7 FYRIR ALTARINU. — Að svo mæjtu aðspyr ég yður, herra Jón Jónsson. Viljið þér taka yður fyrir eiginkonu þessa, sem hjá yður stendur? —Úr því að þér spyrjið mig að því, prestur góður, þá getur vel ver- ið að ég vilji athuga málið. — Þilin hérna á herberginu eru svo þunn, að maður heyrir hvert einasta orð, sem sagt er í næsta her- bergi — Ojá, en þá ætla ég bara að liug- lireysta yður með því, að nágrann- arnir yðar eru svo dæmalaust skemmlilegt fólk. Glorla clc llovcn Einliverjar skrautlegustu „bók- menntir", sem gefnar eru út í Bandaríkjunum eru leikajrablöðin Igóðkunnu. Til þeirra er ekkert sparað. Vikulega koma þau út i þúsunda og jafnvel miljóna upp- lögum, gjörvilega bundin og glæsi- lega prentuð í öllum regnbogans litum. Myndir birtast þar margar og fyrirferðamildar af Hollywood- leikurum, ungum og gömlum, stór- um og smáum, í óteljandi svip- brigðum og öllum stellingum. Les- mál er að vísu af skornum skamti en vel til ])ess fallið, að svala for- vitni almenings og veita nokkra hug- mynd um þetta frægðarinnar fólk, sem lifir sínu lífi sveipað æfintýra ljóma í kvikmyndaborginni vestur við Kyrrahaf. Lesandinn getur naum ast að sér gert að hrífast með í hinum krydduðu lýsingum á einka- lífi og tilbrigðaríkum ástamálum þessa fólks. Enginn getur þvi undrast það að þesar „bókmenntir" urðu samferða Coka-cola drykknum liingað til lands og eru nú sem óðast að ná sömu útbreiðslu. Fyrir skömmu barst hingað ný sending af leikarablöðum. Eitt þeirra birtir forsíðumynd af Gloria De Haven, sem sannfærir menn óðara um afburða andlitsfegurð hennar en á 10. siðu er gefin skrifleg lýsing á leikkonunni, þar sem í uppliafi er tekið fram, að hún sé svo vel vaxin, að slíks þekkist engin dæmi. Þessu næst koma nokkrar línur, talfræði- legs eðlis, um aldur hennar (19 ár), hæð (15G cm.), þyngd (100 pund) o. s. frv. sömuleiðis um æfiferil hennar og annað slíkt, sem er næsta þurrlegt aflestrar. Og loks, þegar lesandinn er orðinn hæfilega for- vitinn og spenntur, er einkalíf henn- ar opinberað. Það tekur hana nákvæmlega klukkutíma að komast í fötin á morgnana. Hún setur „krullupinna“ í hárið, áður en lnin fær sér bað (sem hún gerir vafalaust daglega) og blandar vatnið með alslconar efn- um, sem hafa blómailm. Þegar hún var yngri, nagaði hún neglur sínar í tíma og ótíma, en er nú steinhætt þvi, enda kappkostar hún um að liafa vel hirtar hendur. Eltki notar hún samt naglalakk, en lætur sér nægja að „pússa“ neglurnar. Henni geðjast best að fötum, sem eru hneppt að framan, þannig að hún þarf ekki að ólaga liárgreiðsluna, þegar liún fer í þau eða úr. Hún er aldrei í lághæluðum skóm, nema þá við sérstök tækifæri, og lianska- laus fer hún aldrei út fyrir hússins dyr. Hún liefir gaman af að kjafta i símann við liina og aðra óralengi í einu, en verður samt alveg skelf- ingu lostin, þegar landsíminn hring- ir. Hún þvær hár sitt og liirðir sig yfirleitt lijálparlaust. (Ekki aldeilis ósjálfbjarga sú stutta!). Ilún „gerir mjög mikla lukku“ meðal karlmanna, og virðist eiga kynstrin öll af kær- ustum. Þess er að lokum getið, að hún liafi einu sinni kysst Frank Sinatra rembingskoss beint á munninn, og hlýtur það að hafa verið mjög spennandi augnablik. Stúlkan hér að ofan er aðeins 13 ára gömul, en er þó þegar þjóðfræg i Bandarikjunum fyrir söng sinn. Ilún hefir sópranrödd og syngur eingöngu „klassísk“ verk, Nýlega undirritaði liún samning við kvik- mgndafélag í Hollywood og megum við því eiga von á að kynnast henni nánar áður en langt um líður. — Hann I'rank minn er farinn að verða boginn i baki. — Hann situr víst of mikið yfir bókum? — Nei, hann lítur aldrei í bók. En ég er hræddur um að liann geri of mikið að þvi að lcyssa stuttar stúlkur. Aðferðin til að spara einn Rinso pakka af hverjun þrem er' sú, að nota aðeins helming af þvi vatni, sem þjer eruð vön, og aðeins tvo þriðju af Rinso ur. Þvoið hann síðan og skol- ið, og hengið hann til þerr- is. Engin þört er á að nudda hann mikið — þessvcgna endist fatnaðurinn mik- ið lengur. Reynið þessa nýji/ Rinso-aðferð RINSO X-R 208 786

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.