Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNG/fU U/&NftURNIR Tralli Trampari Úti í skógi áttu heima tveir menn, sem voru ósköp nískir. Þeir tínulu ekki að eta sig sadda, heimiliS var niðurnítt, en það sem þeir unnu sér inn geymdu þeir. Þeir hétu Mads og Mikkel. — Gaman væri að finna fjársjóð dverganna, sagði Mads við Mikkel. „Þá yrðum við ríkir menn og þyrft- um aldrei að gera annað en telja peninga." „Já, hara að við gætum það!“ sagði Mikkel. En þeir gátu ekki. —■ Við verðum að reka Iiann Tralla Trampara út í skóg og láta liann leita,“ sagði Mads við bróður sinn eitt vetrarkvöld. „Tralli ■ Trampari! kölluðu þeir báðir, og þá kom ungur maður inn í stofuna. Sá var nú skrítinn! Sæi maður hann aðeins niður að hnjám var liann laglegur og vel vaxinn, dá- lítið fölur og magur, því að hann varð að vinna milcið en fékk lítinn mat — en það merkilega kom neðst, nfl. fæturnir. Þeir voru tvisvar sinn- um lengri en venjulegir fætur. Og það var vegna fótanna, sem Iiann liafði neyðst til að ráða sig til nísku bræðranna, þvi að enginn vildi hafa hann. Og þarna varð hann að strita frá morgni til kvölds og fékk ekki nema snarl að eta og föt- in gömlu af bræðrunum. — Heyrðu Tralli Trampari,“ sagði Mads. — Okkur bræðrunum leiðist að hafa þig hérna á heimilinu; þú ert latur og etur svo mikið. Farðu út í skóg og reyndu að finna dverg- ana og fjársjóðinn þeirra. Þú mátt ekki koma lieim fyrr en þú hefir fundið fjársjóðinn. Farðu nú!“ Það stoðaði ekki að biðja um að lofa sér að bíða þangað til í fyrra- málið. Þetla var um ískaldan vetur og mikill snjór. Bræðurnir ráku hann út, og veslings pilturinn varð að þram/na áfram til að halda á sér liita. En þegar liann hafði gengið um stund sá hann skínandi gullhnött, sem valt áfram fyrir fótunum á lion- um. „Nú lofa húsbændurnir mér víst að vera áfram, og hver veit nema þeir gefi mér vel að eta þegar ég kem með gullhnöttinn, hugsaði hann, og svo greip hann gullhnöttinn. Hann hljóp heiní eins hratt og hann gat, og hrópaði: — Komið þið og sjáið hvað ég fann! Komið þið! Mads og Mikkel opnuðu dyrnar, sáu gulhnöttinn og urðu býsna glað- ir. En þegar Trampari hafði fengið þeim hann og sagt livernig liann fann hann, sögðu þeir báðir: — Út með þig aftur og finndu meira! — Þetta er bara það fyrsta af fjár- sjóðnum. Svo varð hann að þramma af stað aftur, en nurlararnir sátu eftir og vógu gullkúluna í hendi sér og glödd- ust yfir hve þung hún var. Nú fór Tralli miklu lengra; hann heyrði hvorki né sá dvergana en honum varð æ kaldara, og uppgefinn var hann orðinn. Þá heyrði hann rödd, sem sagði: — Gættu að hvar þú gengur — ætl- arðu að velta húsinu mínu um koll? En önnur rödd sagði: — Sjáðu hvað þú hefir gert — þú hefir troðið helminginn niður.“ Tralli leit kringum sig og kom nú auga á nokkra örlitla skógardverga, sem voru að byggja sér snjóhús, en Tralli hafði eyðilagt helminginn af því undir fætinum. — Afsakið þið mig, sagði liann, „ég skal hjálpa ykkur til að byggja stærra hús, ef þið viljið leyfa mér það. Dvergarnir gláptu nú á hann með- an liann var að taka saman snjóinn og hlaða liúsið, sem var stærra og myndarlegra en þeir höfðu nokkurn- tífna séð áður. Þá komu aðrir dverg- °r og sögðu: — Gullhnötturinn okkar er horf- inn — við finnum hann hvergi. — Eg veit hvar hann er, sagði Tralli, því að honum, þótti leitt að dvergarnir skyldu hafa mist gull- kúluna sína. Og svo sagði hann þeim alla söguna, um vondu nurlarana. — Þá getum við fljótlega náð í gullhnöttinn aftur, sögðu dvergarnir —■ komdu nú með okkur og gerðu eins og við segjum þér. Svo fóru þeir allir heim til Mads og Mikkels'og Tralli barði að dyrum og sagði: — Halló er nokkur heima? Opnið þið! Mikkel gægðist út gegnum rifu og sá að þarna var fullt af dvergum. Svo læddist hann til bróður síns og hvíslaði að honum, að þeir skyldu vera hljóðir, því að þá mundu dverg- arnir halda að þeir væru ekki heim'a. Tralli barði aftur og aftur, en loks sagði hann hátt: — Þeir eru víst farnir — livað eigum við þá að gera? — Við förum aftur heim í snjó- húsið okkar, svaraði einn dvergur- inn hátt, — það er gott að fjársjóð- urinn okkar er geymdur þar — þessi gullhnöttur er svo sem einskis virði. — Heyrir þú, hvíslaði Mikkel, sem var með eyrað við hurðina, en Mads hélt utan um gullhnöttinn. — Heyrirðu, þeir eiga miklu meiri fjár- sjóði! Við verðum að ná i þá. „Fyrst verður að fela gullhnött- inn,“ sagði Mads, og laumaði hon- um ofan í rúmshornið. Svo flýttu þeir sér út í skóg, þar sem Tralli ver með dvergunum. „Þú hefir hjálpað okkur vel, með hverju eigum við að borga þér?“ sögðu dvergarnir. „'Bara að ég væri eins og aðrir menn. Bara að fæturnir á mér væru ekki svona vanskapaðir,“ sagði Tralli. „Nú, ekki annað,“ svöruðu dverg- arnir. Svo létu þeir hann setjast og settu á liann töfraskó. Og nú urðu fæturnir á honum i einni svipan eins og á öðru fólki. „Nú er ég ekki Tralli Trampari lengur,“ sagði hann. „Nú get ég dansað og hreyft mig eins og annað fólk.“ „Farðu nú heim til nurlaranna og náðu í gullhnöttinn,“ sögðu dverg- arnir, og það gerði hann. En hann fór aðra leið en Mads og Mikkel sem nú voru að fara í snjóhúsið. Þar var ekkert að sjá, aðeins snjó- húsið, sem Trampari hafði byggt, og þeir þóttust öruggir um að ná i fjársjóðinn fyrirhafnarlaust. „Sérðu nokkuð, Mads,“ spurði Mikkel þegar þeir komu inn. „Nei, en ég finn að ég stig á eitt- hvað,“ sagði Mads. í sama bili heyrðu þeir hláturinn i dvergunum og nú höltruðu þeir út. Annar þeirra var með gamla hægrifótarskóinn af Tralla, og hinn með þann vinstri, og þeir gátu ekki náð þeim af sér, því að fæturnir voru orðnir svo stórir. „Langar ykk- ur i meira af fjársjóðnum okkar?“ kölluðu dvergarnir ertandi, og döns- uðu kringum þá, þangað til þeir komust haltrandi heim til sín. Þar hafði þá fyrrverandi vinnumaður þeirra verið á undan þeim og liirt gullhnöttinn, svo að bræðurnir fengu langt nef og stóru fæturnir fylgdu þeim til dauðadags. En Tralli Trampari, sem nú kallar sig Létt- feta, fékk gullhnöttinn að gjöf, svo að hann varð ríkur maður og átti góða daga eftir þetta. /ViV/V/V/V S k r í 11 u r. Adamson hefir óbeit á sleikjuskap. Skipskokkuriiui: — Heyrðu, kæri stéttarbróðir! Ef þú lætur meira salt i súpuna þá gerir þú hana alveg óæta. —Það eina, sem kvenfólkið hugs- ar um nú á dögum er föt — og aftur föt!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.