Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N SCILLl ■ EIJAR EFTIR W. H. OWF\S Scilly-eyjarnar eru í Atlantshafi, um 48 km. suðvestur af Cornwall- skaga. Alls eru þetta um 200 eyjar, en aðeins fimm eru byggðar, og sú stærsta þeirra, St Mary’s er rúmlega 4 kílómetra löng. - Eyjarnar eru frægastar fyrir blóma- rækt þá, sem stunduð er þar á vetrum. Á friðar- tímum eru fluttar út miljónir blóma til Englands og einnig til Norður-Evrópu. Loftmynd af St. Mary’s, sem er stœrst Scilly-eyja. CILLY-EYJAR eru með unaðslegustu eyjunum, sem teljast til Bret- lands. Loftslagið er svo milt, að með réttu má kalla eyjarnar suðræna Paradís, enda er blóma rækt stunduð þar undir beru lofti allt árið, og þar þrífast suðræn tré og blóm. Það er fyrir áhrif Golfstraums ins, að eyjar þesar njóta miklu meiri sólar en Bretlandseyjar yfirleitt. Mest er blómskrúðið á eyjunum á vetrum og fram eftir vori, því að þá sjást sam- felldar breiður af gulum og livítum narsissum, hvar sem ræktanlegt land er að finna, og stinga þessir litir mjög í stúf við djúpblátt hafið og himin- inn. Alls eru SciIIy-eyjar nær 200 talsins, en flestar þeirra eru ekki nema þyrnivaxnir klettar, ýmislega lagaðir, þar sem selir og sjófuglar bafast við. Aðeins fimm eyjarnar eru byggðar; sú stærsta þeirra. St. Mary’s er rúmlega 4 km. löng en 2 á breidd. Þjóðsagan segir að Scilly- eyjar séu leifar sokkins lands, sem nefndist Lyonesse, og marg- ar sögur eru til um. Á miðöldum settust Benediktsmúnkar að á Tresco, næststærstu eyjunni, og byggðu þar veglegt klaustur. En eftir að klausturlifnaður var lagður niður á 16. öld, urðu allar eyjarnar konungseign, en lconungar gáfu ýmsum fjölskyld um eyjarnar að léni. Það er blómaræktin, sem eyjarnar eru frægastar fyrir nú á dögum. Síðan stríðið hófst liefir vinnufólksleysi og sam- gönguleysi vitanlega dregið all- mikið úr framleiðslunni. En á friðartímum hafa flestir af þeim átján hundruðum, sem eyjarn- ar byggja, uppeldi sitt á blóma- rækt og frá desember til apríl lætur nærri að um hálfönnur miljón blóma sé flutt frá eyjun- um á degi hverjum. Meðan á narsissu-ræktinni stendur siglir skip milli liafn- arinnar á St. Mary’s og Eng'- lands nokkrum sinnum í viku, hlaðið eintómum blómum. í höfninni í Penzano bíður hrað- lest til að taka við farminum og flytja hann til sölustaðanna. Að Scilly-eyjarnar standa svo vel að vígi um blómarækt er loftslaginu að þakka. Þar verða blómin fullþroskuð fljótar en á Bretlandseyjum og yfirleitt í Norður-Evrópu. Konur og dætur blómarækt- armannanna raða blómunum í knippi og búa um þau í öskj- unum. Þessar konur geta geng- ið frá 1000 blómum á klulcku- stund, en fara þó svo varfærn- um höndum um þau, að varla kemur fyrir að nokkur blóm skemmist. Einnig þarf glöggt auga til að velja nákvæmlega samlit blóm saman, því að oft er litblærinn mismunandi á sömu tegundinni. Hvert blóm, sem eigi hefir réttan lit er lagt til liliðar og eins er um þau blóm, sem hafa fölnað fyrir tímann. Það eru blóminn ein, sem bafa gert Scilly-eyinga að vel- megandi fólki, og segja má að ekkert sveitafélag eigi jafngóða daga og þetta. Þó er þessi at- vinnuvegur ekki nema um 40 ára, og það er saga að segja frá því hvernig það byrjaði. Engum datt í hug að fara að stunda hlómarækt þarna til út- flutnings fyrr en Augustus Smith lénseigandi Tresco sendi blóm úr garði sínum á blóma- markað í London, um 1870. Hann bafði búið um þau í gamalli battöskju. Fólk varð forviða í London á því að sjá fullþroskuð vorblóm um miðjan vetur, og verðið, sem greitt var fyrir þessa litlu sendingu, var svo gott, að óðar var beðið um meira. Og nú var farið að yrkja jörð, sem áður hafði verið í ó- rækt, og blómaræktin varð at- Veriö að búa um narsi^sur, sem ,e>iga aÖ fara á marlcaöinn. Fólk aö tína narsissur. — I baksýn sést Itellickhöfn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.