Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 í Everettstræti. Webster gekk inn með lögreglumönnunum án þess að segja eitt einasta orð. En þegar inn kom sneri liann á sig' og spurði hvasst: „Hvað eiga þessar tiltektir að þýða?“ „Þér munið víst, dr. Webster, að við vorum að segja yður frá þegar við slæddum í ánni. Nú höfum við líka slætt í rannsóknarstofunni og höfum lokið því. Þér eruð handtek- inn fyrir að liafa myrt Parkman!“ Webster tautaði nokkur sundur- laus orð og bað um að láta fjölskyldu sína vita. Nokkrum mínútum síðar tókst honum að stinga stryknin-skamti upp í sig, en þó að hann yrði með- vitundarlaus af eitrinu þá hafði það ekki þau áhrif, sem hann hafði ætl- ast til. Eftir nokkra stund var liann aftur settur í vagn, og nú var ekið á stofnunina. Þar hafði hurðin á snyrtiklefan- um verið brotin upp og var nú verið að athuga leifar hins myrta. I ofninum fundust brunnin bein. 1 einkastofu Websters fundust önglar í skúffu bundnir saman í einskonar dreka. Hann hafði notað þá til að draga ketstykkin upp með. Webster sagði ekki orð fyrr en á bakaleiðinni í fangelsið. Þá reyndi hann að koma grun á Littlefield. „Mér hefir aldrei litist á andlitið á honum,“ sagði liann. „Eg reyndi að koma í veg fyrir að hann fengi þessa stöðu. — En annars er þetta ekki lík Park- mans fremur en það er ég.“ I rauninni gat nú enginn svarið að þetta væri lík Parkmans, enda þótt sjáanlegt væri að þetta væri maður á líkum aldri og með líku vaxtarlagi. Jafnlítið var á bruna- leifunum að græða. En í ofninum fundust nokkrar gerfitennur, og læknirinn, sem hafði búið þær til, þekkti að þær voru úr Parkman. Þetta var engum vafa bundið. Park- man hafði verið limaður i sundur af manni, sem kunni vel til lík- skurðar. Ýms önnur einkenni bentu í sömu áttina. En ef Webster hefði getað haldið áfram eyðingu sinni nokkra daga enn, er sennilegt að að lionum hefði tekist að afmá hvert einasta spor, sem að haldi liefði mátt koma til að ráða þessa morðgátu, ýmist með eldi eða einliverjum sýr- um. Málið fór til liæstaréttarins í Massachusetts. Webster neitaði öllu, en verjanda hans varð sú skissa á að byggja vörn sína á mismunandi forsendum. Parkman væri enn á lífi en líkið sem fundist liefði væri ekki Parkmans. Littlefield liefði getað myrt Parkman. Webster hefði drepið Parkman í æðiskasti. Parlunan liafði verið myrtur einliversstaðar úti í bæ, en líkinu laumað á rann- sóknarstofnunina .... o. s. frv. Kviðdómurinn kom saman 17. mars 1850. Ekki gat nokkur vafi ieikið á dómsúrslitunum, en kvið- dómendurnir voru allir þess með- vitandi að þung ábyrgð livildi á þeim, og eftir að bæn liafði verið flutt settust þeir á rökstóla og þinguðu um málið þangað til klukk- an 11 um kvöldið. Aðeins einn þeirra lét nokkurn vafa á sér finna, en dónmrinn varð samhljóða: —- „Sekur um morð!“ Þegar kviðdómendurnir komu aft- ur inn i réttarsalinn og formaður þeirra skýrði frá úrslitunum, spratt Webster upp en lineig svo aftur niður í sæti sitt og tók báðum hönd- um fyrir andlitið. Morguninn eftir flutti ákærandinn ræðu. Síðan var skorað á Webster að koma fram með málsbætur, ef nokkrar væru, sem gæti forðað honum frá dauðarefs- ingu. Sem snöggvast virtist hann ætla að taka til máls, en svo hneigði hann sig og þagði og settist niður aftur. Síðan hóf dómstjórinn ræðu sína. Hann var hrærður og talaði lengi og hátíðlega, en lauk máli sínu með þessum liræðilegu niðurlagsorð- um: „Og nú er ekkert annað ógert en að fullnægja þeirri hátíðlegu skyldu að birta dóm þann, sem lögin á- kveða fyrir morð, en sá dómur er, að þú, John W. Webster, skulir færður á burt úr þessum sal og sett- ur í stranga gæslu í fangelsi greifa- dæmisins, en þaðan sért þú, á þeirri stundu, sem yfirvöld þessa ríkis á- kveða, fluttur til aftökustaðarins og hengdur á hálsi þínum uns þú ert dauður. Megi guð, af óendanlegri gæsku sinni vera sál þinni miskun- samur.“ Undir þessum orðum hneig fang- inn aftur í stólinn og grét. Svo varð grafþögn í fimm minútur, en allir störðu á liinn dæmda. Síðan voru sett á hann handjárn og farið með hann út. Þegar hann kom inn i klefann jafnaði hann sig aftur. Hann gerði boð eftir Littlefield og konu hans, og bað þau fyrirgefningar á að hann hefði reynt að varpa grun á þau. Ilann játaði brot sitt afdráttarlaust fyrir fangelsisstjóranum, og kvaðst vona að hann friðþægði fyrir það með dauða sinum. Hann skrifaði séra Parkman líka bréf og lýsti iðrun sinni. Þar sagði hann: „Eg hefi aldrei nema í tvö-þrjú síðustu skiftin er ég hitti bróður yðar, fundið til annars en innilegs þakklætis i hans garð, fyrir alla þá tryggð og vináttu, sem hann sýndi mér.“ Hann tók dauða sínum í gálganum með karlmannlegri stillingu. — Þá hafði hugur almennings til hans snú- ist úr hatri í meðuamkvun, og af- tökudagurinn varð sorgardagur um allt Massachusettsfylki. Ný bók Halldór Kiljan Laxness: HIÐ LJÓSA MAN Helgafell, 19bb. Með þessari síðustu bók sinni, hef- ir Halldór Kiljan Laxness auðgað íslenzkar bókmenntir að nýjum hugsunum og umfram allt nýjum persónum, þar á meðal einni glæsi- legustu kvenpersónu, sem til er í bókmenntum síðustu ára, og óliikað má leiða til sætis með Bergþóru og Guðrúnu Ósvífursdóttur, þó að vísu sé ekki líku saman að jafna. Því að Snæfríður íslandssól, húsfreyja í Bræðratungu á við raunir að búa, sem frænkur hennar í fornbók- menntunum liöfðu ekki af að segja, en ber þær með ósvikjandi þrótti; og liugsanir hennar, þær er koma fram i hinum meitluðu og meistara- legu orðum hennar í skáldsögunni, standa eigi að baki því, sem kona hefir best sagt í íslenskum bókmennt um fyrr eða siðar. Snæfriður í Bræðratungu, höfð- ingjadóttirin af Vesturlandi, er hið Ijósa man, sem sagan dregur nafn af. Dóttir lögmannsins í Eydal og systir biskupsfrúarinnar í Skálholti, en gift drykkjuræflinum Magnúsi Sigurðssyni, sem liafði það eilt til ágætis að liann er góðrar ættar, en hefir aldrei haft dáð i sér til ærlegra verka, og hrapar dýpra en auðvirðilegasta slcepna, þegar hann leggur í svallferðir sínar á Eyrar- bakka; liggur þá fyrir hunda og manna fótum, selur Bræðratungu- óðalið fyrir brennivín í einni ferð- inni og dönskum svínahirði konuna í annari. „Við bar liann vaknaði hálfur niðri lælc ellegar pytti, eða á eyri úti á. Stundum var liepnin með, og liann vaknaði í einhverju hjáleigukoti, ýmist í spýju sinni og hrákum manna á beru moldargólfinu eða í bæli niðursetningsins, sem eins gat verið holdsveikur, eða hjá einhverri óútskýrðri kvensnift, þó stöku sinnuni fyrir guðs miskunn i ókunnu hjónarúmi. Eftir hinar erf- iðu herleiðingar af þessu tagi komst hann heim til sín að lokum, stundum fluttur á kviktrjám eða í böndum af mönnum sem sáu aumur á honum, því hestarnir hans voru annaðhvort týndir eða farnir fyrir brennivín, stundum gangandi á fjórum fótum á næturþeli, og allur blautur, venju- lega sjúkur, iðulega barinn til óbóta, blóðugur og marinn, stundum bein- brotinn, ávalt lúsugur." Þannig var eiginmaður hinnar glæsilegustu konu í Bræðratungu. Og „Húsfreya tók þá venjulega við hon- um (þegar hann kom heim) og þvoði hann upp eins og dauðan hlut og verkaði úr honum lúsina og lok- aði hann inní timburstofu, en það var hans herbergi. Væri hann mjög þúngt haldinn leyfði hún honum þó að liann lægi í rekkju hennar sjálfrar um sinn..“ En hið Ijósa man fyrirgefur þess- ari mannskepnu allt. Hún fær föð- ur sinn til að kaupa aftur jörðina, er Magnús hefir selt hana, og hún gefur honum jörðina aftur, því að hann á að vera liúsbóndinn. En loks verður hún að flýja i Skálholt til systur sinnar, er Magnús liefir sýnt henni banatilræði i einu brjálæðis- kastinu. Loks ber fundum; þeirra saman á Þingvelli, er hún finnur Magnús, „júngkærann frá Bræðra- tungu“ limlestan og örvita á Öx- arárbakka. Persónur úr íslandsklukkunni koma þarna við sögu, bæði Árni Arneus og Jón Hreggviðsson. Þó verður ekki sagt að þessi nýja saga sé raunverulegt framhald af „is- landsklukkunni". Hún er fyrst og fremst saga Snæfríðar í Bræðra- tungu, liinnar ofurseldu konu, sem fórnar ástinni öllu. — Hvar eigum við að fá peninga út á þessa ávísun þína, lagsi? — Svei mér ef ég veit það. Eg man ekki eftir neinum stað, þar sem enginn þekkir mig. — Á maður altaf að segja satt, pabbi? — Já, það borgar sig best. Því að þá þarf maður ekki að leggja á minnið hvað maður hefir sagt. Sú saga fylgir myndinni að 3 karl- menn hafi fallið í yfiriið, þegar Dusty Anderson birtist i þessum klæ&um á íþróttavelli einum í Holiy- wood. En hvort sem þetta er nú uppspuni tónmr eða heilagur saiui- leiki, þá er eitt víst, og myndin ber það ótvírætt með sér ■—- að stúlka þessi gæti hæglega lcomið ungum og óreyndum mönnum úl úr jafnvægi með nærveru sinni. Allir kannast við liina frægu Joan Fontaine, sem „sló i gegn“ með leik sínum í ,,Rebekka“ hérna um árið. Myndin sýnir hana með nýja hattinn sinn, sem er skreyttur vín- berjum, rósum og öðrum jarðar- gróðri. — Menn eru æði undrandi yfir því, að þær skuli vera systur hún og Olivia de Havilland, en sannleikur er það nú samt. * *----- Drekkiö Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.