Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Page 8

Fálkinn - 27.04.1945, Page 8
8 t’ÁLKINN Vísindamaður og morðingi — Leyndardómur rannsóknarstofu Johns Websters prófessors — Lífið er stundum átakanlegra en hryllilegasta skáldsaga. Það sannar m. a. eftirfarandi frásögn, sem dagsönn er í öllum atriðum. GLÆPASAGAN hefir sannað, að vitsmunir, gott uppeldi og góð staða eru ekki ávalt trygging fyrir vammlausu líferni einstaklingsins, — En sjaldan hefir sagan um ástríðu- glæpamanninn sannast í hrottalegri mynd, en skjölin í málinu Webster- Parkman skýra frá. Þetta mál vakti feikna umtal í Bandaríkjunum á sín- um tíma og bergmálið af því heyrð- ist alla leið til Evrópu. Dr. Jolin Webster var prófessor í efnafræði og steinafræði við Har- vardháskóla, elsta og frægasta há- skólann í Bandaríkjunum. Hann var vitmaður meiri en í meðallagi og sem vísindamður naut hann álits í tveimur heimsálfum. Hann hafði ungur tekið doktorspróf í læknis- fræði, hafði gefið út ýms lærdóms- rit og var meðlimur margra vísinda- féiaga. Við dauða föður síns 1833, erfði hann fimtíu þúsund dollara, sem talin var stór upphæð í Ameríku í þá daga. Nolckurn hluta þessa fjár notaði hann til að byggja sér hús í Cambridge, en þar er Harvard- háskóli. Hann kvongaðist og hélt sig ríkmannlega — í rauninni ríkmann- legar en prófessorslaunin leyfðu. Það varð ógæfa hans. í þá daga átti George Parkman heim í Cambridge, nraður sem flest- ir könnuðust við. Hann var einkenni- legur í háttum, græddi fé á kaup- sýslu, þótti naumur hversdagslega, en hafði til að ryðja sig á stundum. Þannig var hann mjög örlátur á fé við Harvardháskólann, og lét byggja læknifræðideikl handa lionum á sinn kostnað, og eitt prófessorsembættið við háskólann var kennt við Park- man. Webster prófessor hafði sakir eyðslu sinnar orðið skuldugur ýms- um, og var Parkman meðal lánar- drottna hans. Einu sinni hafði hann lánað Webster 500 dollara, en af því endurgreiddi Webster ekki nema 68. Nokkrum árum siðar var Webst- er enn í klípu, og reittu vinir hans liá saman sex hundruð dollara og lánuðu honum — þaraf voru 500 frá Parkman. Til hægðarauka var Parkman einn skrifaður fyrir öllu láninu, en Webster setti að veði fyr- ir því húsgögn, bækur og vísinda- legt safn. Skyldi lánið greitt með fjórðungi upphæðarinnar árlega. Webster greiddi afborganirnar reglulega fyrst i stað, vafalaust til þess að geta haldið iánstrausti sínu við áfram. En eftir fimtán mánuði átti að fara að gera lögtak í liúsinu hans. í nauðum sínum sneri Webst- er sér nú til Shaw nokkurs, sem var mágur Parkmans. Komst hann við af vandræðum hans og útvegaði lionum 1200 dollara, gegn tryggingu í steinasafni Websters, en það var þegar veðsett Parkmann fyrir hinu láninu. Um það vissi Shaw auðvitað ekki. Parkman komst af tilviljun að þessum svikum, og þó að þetta væri meinhægðar maður varð hann nú sárreiður. Uppfrá því augnabliki var hann jafnan á liöttunum eftir Webst- er. Prófessorinn fékk aldrei aðgleyma að hann væri á barmi gjaldþrots eða jafnvel þess, sem verra var. í nóvember 1849 skarst í oddana. Parkman var alltaf á liælunum á Webster, bæði heirna hjá lionum og á liáskólanum, til að heimta af- borganir. Hann hafði meira að segja orð á sviksemi Websters í samtölum við aðra. Þann 22. nóvember lieimsótti Parkman enn Webster bæði heima og i liáskólann, og daginn eftir fór Webster til hins ósveigjanlega lán- ardrottins síns og bað hann um að koma til sín í læknadeildina kl. 2 þá um daginn. Parkman fór að lieiman skömmu fyrir tvö — og kom aldrei aftur. Eftir nokkurn tíma fór fjölskylda hans að undrast um hann, og dag- inn eftir var hafin dauðaleit að hon- um. Auglýsingar um allt að 300 doll- ara verðlaunum fyrir upplýsingar um Parkman, voru festar upp viðs- vegar í Cambridge og Boston, sem er þar skammt frá. Áin var slædd og ýms hús rannsökuð, þar á meðal — fyrir siðasakir — læknadeildin. Engum datt í hug að gruna Webster prófessor, sem tók lögreglunni með hinni mestu alúð og þóttist vilja allt fyrir hana gera. Síðdegis á sunnudag, tveim dög- um eftir hvarfið, heimsótti Webster prófessor bróður hins horfna, prest- inn Francis Parkman, og sagði hon- um að hann hefði mælt sér mót við Parkman þennan föstudag, sem hann hvarf. Sagðist liann ekki hafa vitað, að nokkuð sérstakt væri lagt upp úr þessu, fyrr en liann hefði lesið það i blöðunum. Þegar þeir liittust, hélt Webster áfram, liafði liann borgað Parkman 483 dollara og nokkur cent. Parkman hafði haldið á nokkr- um blöðum i hendinni og hefði rek- ið pennann sinn af afli gegnum þau, er hann hafði tekið við pen- ingunum. Þegar Webster hafði minst á að kalla inn tryggingarbréfin fyr- ir láninu, hefði Parkman svarað: „Eg skal sjá um það!“ og farið svo út í flýti. Presturinn spurði þá livort bróðir hans hefði látið strika þinglýsingu veðsins út, í veðinálabókunum, en þá hafði komið hik á Webster og hann svarað að það vissi hann ekki, en skyldi athuga það. Presturinn varð dálítið forviða á því, að Webster talaði mjög til- finningalaust um allt þetta, og ekki bar hann við að votta prestinum samhryggð sína. Hann sagði mörgum þessa sögu um veðbréfin og virtist vera annt um að koma henni sem viðast. Þó undarlegt megi virðast varð enginn til að furða sig á því, að Parkman, sem var samviskusemin sjálf, hefði átt að ógilda veð, sem jafnframt var fyrir annara manna lánum, undir eins og- hann hefði sjálfur fengið sitt. Að öðru leyti hagaði Webter sér alveg eins og liann liafði verið van- ur, og líka gagnvart lögreglunni, sem kom nokkrum sinnum enn í læknadeildina. En þó var það einn maður, sem fór að gruna sitt af liverju, og það var húsvörðurinn i læknadeildinni, Littlefield. Hann bjó í luisinu ásamt konu sinni og átti að sjá um lampana þar, og ofn- ana og lireingerningar. Littlefield hafði verið nærstaddur þegar Parkman sagði við Webster að nú yrði hann að fara að standa fyrir sínu máli og hann hafði rent grun i hvernig skiftum þessara tveggja mundi vera varið. Sama daginn liafði Webster spurt hann ýmsra kynlegra spurninga viðvikjandi kjallaranum undir líkskurðarstofunni og livort verið væri að lagfæra eitt- livað þar. Daginn áður en Parkmian hvarf hafði Webster beðið Little- field að ná í ofurlítið af blóði á sjúkrahúsinu — liann þyrfti að nota það við tilraun, sem hann ætlaði að sýna á fyrirlestri daginn eftir. Á föstudag sagði húsvörðurinn að sér hefði ekki tekist að ná í blóðið, og sama dag rakst hann á stóran ham- ar bak við hurðina i einu af lier- bergjum Websters, og fór með hann inn i rannsóknarstofunna. Sá hann hamarinn aldrei framar og leitaði þó að honum. Klukkan lcortér fyrir tvö á föstu- dag sá Littlefield Parkman koma gangandi, liraðan í spori eins og hann átti vanda til. Hann tók ekki eftir hvort Iiann fór inn í hygg- inguna. Han var að liugsa um sitt verk, eins og hann var vanur, og staldraði meðal annars við í rann- sóknarstofu Websters. Hurðin var læst innanfrá — en það var mjög óvenjulegt — og hann heyrði að Webster var þar inni. Meira að segja voru dyrnar að fyrirlestrar- sal Websters læstar líka. Klukkan 5 sá hann að Webster gelck niður stig- ann baka til, og var með kerti í liendinni. Hann slökkti á þvi og fór út um bakdyrnar. Þegar húsvörðurinn fór síðustu hringferðina um húsið um kvöldið voru stofur Websters enn læstar. Laugardag kom Webster klukkan 11 árdegis, og þó átti hann ekki að halda neinn fyirrlestur þá. Var hann þar nokkrar klukkustundir eitthvað að sýsla. Síðdegis á sunnudag, eftir að hvarfið var orðið öllum kunnugt, kom Webster til Littlefield þar sem hann stóð á götunni og var að tala við kunningja sinn, og spurði hann livenær hann liefði séð Parkman síðast. Littlefield svaraði að hann hefði séð hann um klukkan hálf tvö föstudag. Einmitt um sama leyti sem ég horgaði honum 483 doll- ara og 60 cent, sagði Webster þá og fór svo að lýsa þessu nánar. Hann barði stafnum við og við, virtist órór og var undarlegur. Hann forðaðist að horfa framan í Littlefield. Þá var það sem grunurinn vakn- aði hjá húsverðinum. Um kvöldið sagði hann við konu sina, að hann ætlaði að setja á sig allt, sem Webst- er aðhefðist. Webster lét ekki Little- field kveikja upp i ofninum hjá sér, hvorki mánudag né þriðjudag. Lög- reglan lcom og skoðaði húsakynnin, en húsvörðurinn, sem ekki vildi eiga á hættu að missa stöðuna, þagði. Á þriðjudaginn, sem var hinn ameríkanski „Thanksgiving Day“, varð hann mjög forviða er Webster gaf honum kalkúna, en það er þjóð- arrétturinn á þeim degi. „Tilhugsun- in um að harin gæfi nokkrum eyris virði, kom mér undarlega fyrir.“ Allan þennan tíma var Webster sístarfandi á rannsóknarstofu sinni, og þó var háskólaleyfi þessa- viku. Miðvikudagsmorguninn kikti Little- field gegnum skráargat, en gat aðeins séð að prófessorinn var á hreyfingu inni. Síðdegis tók hann eftir að mikinn hita lagði frá þilinu milli rannsóknarstofunnar og stigans. Hann vissi, að þessi hiti hlaut að koma i frá ofni, sem aldrei liafði verið not- aður áður. Webster var farinn og húsvörðurinn reyndi að komast inn um dyrnar. Það tókst ekki en loks gat hann skriðið inn um glugga. Eldurinn i ofninum var kulnaður, en auðséð var að mikið liafði 'verið kynt. Annars sá hann ekkert grun- samlegt nerna nokkra hletti á stiga- þrepi rannsóknarstofunnar. Littlefiekl drap fingri á einn þeirra og stakk | í munn sér. Hann fann einkenni- lega súrt bragð. Þegar lögreglan kannaði húsa- kynni stofnunarinnar hafði henni sést yfir einn stað. Það var snyrti- klefi, sem Webster einn hafði lykil að. Liltlefield rámaði í að athygl- inni hefði verið beint frá þessum stað þegar lögreglan kom í heim- sókn. Þarna inn var aðeins hægt að komast með einu rnóti — með því að gera gat á kjallaraloftið undir klefanum. Og nú var kominn hugur í húsvörðinn og hann afréð að gera þetta. Hann var tvo daga að því — auð- vitað þegar Webster var fjarverandi. Áður en hann hafði lokið við það , kom lögreglan í lieimsókn i þriðja sinn. Húsvörðurinn sagði lienni nú frá livað hann liafði fyrir stafni, og meðan hann var að tala við lög- regluna um þetta, kom Webster, en fór aftur eftir nokkrar minútur. Eftir fimm mínútur hafði Iiann lokið verlc- inu, rétti kerti upp úr gatinu og sá mjaðmir á manni og tvo fætur, sem limaðir liöfðu verið frá. Skjálfandi af geðshræringu flýtti hann sér að skýra frá þessari uppgötvun. Eftir nokkrar mínútur var lögreglan kom- inn á vettvang, og þrír þjónar farnir heim til Webstcrs prófessor, að sækja hann. Þeir hittu hann í dyr- unum þar sem hann var að kveðja einhvern kunningja sinn. Elsti lög- regluþjónninn sagði honum, að lög- regluna langaði til að kanna liúsið einu sinni enn og bæði hann um að vera viðstaddan. Hann var fús til þess, setti á sig aðra skó, hatt, fór í frakka og settist upp í vagninn, sem beið. Hann nam staðar við fangelsið

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.