Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 I Hér sjást hermenn reisa Bandaríkjafánann á fjallinu Sura- backe á Iwo Jima-eyjum, en taka jiessara eyja koslaði m,ikla baráttu. Iwa Jima-eyjar eru ekki nema 1200 km. frá Tokio, og því hægt utn vik að gera loftárásir á höfuðborg Jápana þaðan. Mynd l)essi er tekin 16. fberúar s.l. er Bandaríkjaflugvélar frá móðurskipum gerðu árás á Tokio. í þessari loftárás voru 509 japanskar flugvélar skctnar niður, 150 skemmdar, on 15 japönskum skipum sökt, þar af þremur herskipum. Bandaríkjamenn mistu 59 flugvélar en biðu ekkert skipatjón, þó að flotadeild þeirra væri aðeins 580 km. frá Tokio. Viku síðar var önnur árás gerð á borgina, enn stærri. Ilér sjást eldarnir i iðnaðarhvefunum. THE NATIONAL TRUST nefnist bretskur félagsskapur, sem hefir að markmiði að eignast fallega bletti viðsvegar um landið, friða þá en gera jafnframt að athvarfi þeirra, sem unna náttúrunni og fegurð hennar. Hefir félag þetta eignast fjölda slíkra staða i Englandi, einkanlega í „Vatnahéraðinu“ svonefnda. Ný- lega eignaðist félagið þannig staðinn, sem sýndur er hér á mýndinni. Er hann við Conislon-vatn og útsýni ágælt yfir vatnið, sem er tíu kim., langt en mjög mjótt, eins og Skorradalsvatn. Bærinn sem sést á mynd- inni heitir Boon Crag Farm og er hann með i kaupunum, ásamt 57 hektara landspildu, en andviðrið gaf ónefndur velunnari félagsins. — Annað hús fylgir einnig, og verður það notað til gisti.ngar fyrir göngu- fólk, er kemur á staðinn. — Nalional Trust er jafnfrámt einskonar ferða- félag og heldur uppi sunnudugaferðum fyrir æskulýðinn. Var félagið stofnað 1913, og njóta bæði innlendir og útlendir góðs af starfi þess, enda er það öðrum þræði verk&fni félagsins að auka kynni Breta og annara þjóða, sérstakleg með því að láta fólkið ferðast saman. — Félagið átti áður um 25 sinnum stærra landsvæði við Conistonvatn. Við þetta vatn er staður, sem skáldið Tennýson átti heima á einu sinni. Þar er og Branton, e.n þar átti skáldið og listamaðurinn John Buskin heima síð- nstu þrjátíu ár æfi sinnar. AMERÍKUHERMENN í ÍTALÍU. Það getur snjóað á ítaliu, eins og þessi mynd sýnir. Hún er af ameríkönskum hermönnum, sem ,eru að koma af verði við Liveragno á vígstöðvunum, og eru allir í hvítum úlpum, svo að minna beri á þeim í snjónum. Um miðjan janúar síðastliðinn átli bæði fimti og áttundi herinn í snörpum átökum við Þjóð- verja, sem börðust af kappi til þess að lvalda iðnhéruðunum í grennd við víglínuna. 'tölsk börn horfa með athygli á 'imerískan skrið- dreka, sem er á leið til vígstöðv- anna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.