Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.04.1945, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Fiskréttir Saltfiskbollur. Soðinn saltfiskur er brytjaður í smátt og öll bein tekin úr. FuIIur diskur af fiski og hálfur diskur af sundurskornum kartöflum er hakk- að vel saman. 1 egg er hrært saman við eina matskeið af þykkri sósu, salt og pipar eftir smekk. Þessu er hrært saman við fiskinn og kart- töflurnar, og búnar til úr því smá- bollur. Skeið er ])rýst ofan á boll- urnar svo að þær verði flatar, þeim er dyfið í brært egg og mjólk og velt úr tvibökumylsnu. Þær eru soðnar í smjörlíki þar til þær verða ljósbrúnar. Saltfiskur með lauk. Fiskurinn er soðinn og lireinsuð úr honum öll bein. Hann er tekinn sundur í smábita, sem dyfið er ofan í bráðið smjör, þá er liann lagður í smurt eldfast fat, með lauk, tomat og persil. Látinn í ofninn í 15 mín. Borinn með bræddu smjöri blönd- uðu ögn af sítrónusafa. Tomat og persil má sleppa þó að gott sé að hafa það með. Fiskgratin. Einn bolli af hveiti er brúnaður í smjöri og speðað með mjólk þang- að til það er orðið að þunnum graut. í þetta er látið salt og pipar, og 3-4 eggjarauður, fullur diskur gróft hakkaður fiskur og síðast písk- aðar egjahvítur. Fat er smurt og stráð í það mulduni tvíbökum. Þá er gratínið látið i fatið og tvíbök- um stráð yfir og bakað i ofninum 1 ldukkutima. Það er borið fram í fatinu, með pentudúk í kring og borðað með smjöri og brúnuðu franskbrauði. Fiskstappa. Úr soðnum fiski eru týnd öll bein. Hveiti er brúnað í smjöri og fiskur- inn lirærður m'tð því, og mjólk smá- hrært út í og soðið i 10 mín. salt og pipar er hrært út í og soðnar sundurskornar kartöflur. Steiktur fiskur. Flattur og hreistraður fiskur er brúnaður á pönnu. Hann er áður stráður liveiti eða tvíbökumylsnu og dyfið ofan í egg og aftur i mylsn- una, saltaður lítið eitt. Með honum eru bornar kartöflur og bráðið smjör eða brún sósa. Fiskisúpa. Súpa er best af laxi, lúðu, silung eða öðrum feitum fiskum t. d. rauð- maga. Þó má gera góða súpu af ýsu og smáþorski. á kg. fiskur er þveginn og hreistraður og látinn ofan í 4 lítra af sjóðandi vatni. í það má láta 1 teskeið af salti. Þegar fiskurinn er soðinn, (beinin laus) er Iiann færður upp á fat og stráð dálítið af finu salti, hvolft yfir hann og klæði breitt yfir, svo að hann lialdist lieitur. Soðið er síað og látið upp al'tur með sveskjum lárberjalaufum og sykri eftir smekk. Hveiti er hrært út í köldu vatni og látið út í súpuna þegar suðan kem- ur upp, og soðið er 10 mín. Þá er ein matskeið af ediki látin í súp- una en það má ekki láta edik i óglerjaðan pott, heldur í súpuskál- ina. Plokkfiskur. Soðinn fiskur er pillaður og tek- inn úr honum beininn. Smjör og hveiti er brúnað og þynnt út með mjólk. Franskbrauð er brúnað i smjöri og látið á fat. Salt og pipar látið í plokkfiskinn og lionum helt yfir brauðið á fatinu. Saltfiskur er ágætur í plokkfisk. Sítrónusúpa. (handa 4) 1 I. nýmjólk, 2 eggjarauður, 1 sítróna, sykur, 1 b.slc. maisenamjöl. 100 gr. tvíbökur. Mjólkin er hituð í suðu og % af sitrónuberkinum látin út í. Eggja- rauðurnar eru þeyttar í súpuskál- inni, með ögn af sykri og út í þær látin 1 matskeið sítrónusafi. Mjólkin og liveitið er jafnað saman, hellt í súpuskálina og þeytt um leið. Tvi- bökur borðaðar með. Steiktur þorskur. (handa 4) 2V-i kg. smáþorskur. Fiskurinn er er stráður salti og látinn bíða þannig 1 til 2 tíma, þá er liann skolaður, þerraður vel og honum velt upp úr hveiti. Hann er steiktur í nógu vel brúnuðu smjöri, ekki við mjög mikinn hita. Kartöflur og brúnað 'sjnjör borið með. Steikt smálúða eða rauðspretta. (handa 4) 3-4 smálúður (3 kg.) eru slægð- ar, hausinn, uggarnir og svarta roð- ið tekið burtu, það hvíta skafið vel. Þá eru þær stráðar salti í 1 tíma, skolaðar og þerraðar vel, borin á þær egg og þeim velt upp úr tví- bökum og steiktar vel í smjöri. Kartöflur með. Sagóvellingur. (handa 4) 2 1. mjólk er látið sjóða, 125 gr. sagógrjón látin út í og örlitið salt. Soðið þar til grjónin eru glær. Kálfakarbónaði. (handa 4) Lítill diskur hakkað kjöt, 2 stór- ar soðnar kartöflur, 1 eggjahvita, 1 laukur, salt, pipar. Kjötið kart- öflurnar og kryddið er látið einu sinni í kjötkvörnina og búnar til úr því stórar kjötbollur, sem velt er úr eggjalivítu og hveiti. Steiktar sem anað karbónaði. Grænar baunir í jafningi bornar með. Baunirnar: % kg. grænar baunir eru soðnar í % 1. sjóðandi vatni. Þegar þær eru soðnar er 18 gr. hveiti lirært út með 50 gr. smjör. Soðið nokkrar mínútur. Ögn af salti út í. Brúnað kál með. Brúnað kál. Kálið er soðið, þerrað og brúnað með salti og pipar stráð yfir. —- Hrærist vel og snúist oft þvi annars vill það brenna. Imislcg:t Að kynna gesti í kvöldveislum. Það má segja að óþarfi muni að minnast á svo auðvelt og alment atriði, sem að nefna nöfn gesta sinna svo vel fari, en því miður kemur það fyrir að svo óskýrt eru framsett nöfnin að þau verða ekki nuinin á augabragði. Þetta getur komið sér illa, valdið feimni og misskilningi meðal gestanna, og menn þar af leiðandi farið á mis við tilætlaða skemmtun. Kynni maður karl og konu er nafn mannsins nefnt fyr, en t. d. tvær lconur, þá nefnist sú yngri fyr, eins og um karhnenn, nema því aðeins að um mjög hátt settan eða mikilsmetinn mann sé að ræða þá er hans nafn ætið nefnt á eftir liin- um sem hann er kynntur fyrir. í fáum orðum, sá sem meira er met- inn er nefndur á eftir, án þess það þurfi að móðga nokkurn, sé rétt með farið, lconur á eftir körlum, og sá eldri á eftir þeim yngri. — Munið þetta og hafið engar áhyggjur. Ilver fann: PÚÐRIÐ. Það vita menn ekki. Tilnefndir hafa verið Englendingurinn Roger Bacon og munkurinn Berthold Sch- wartz, en það er þó hvorugur þeirra. Því að Kínverjar þekktu púðrið í — Einhver okkar verður að segja lienni frú Brandþvers, að ekið liafi verið yfir hundinn hennar og hann drepinn. En við verðum að gera þetta ákaflega rólega, því að liún clskaði þennan hund. — Já, við látum í fyrstu eins Konur þær sem koma í kvöldboð, gangandi eða í strætisvögnum, þurfa að fá afskektan stað, án þess að húsráðandi standi yfir þeim, til þess að bæta um útlit sitt og laga misfellur. Næturverður. Engin máltíð sólarhringsins er eins vel liegin og næturverður, þeg- ar fólk er saman komið að skemmta sér. Það er eins og allir verði svangir þegar þeir hugsa til þess að fá sér bita um miðnættið. Oft- ast er framborið smurt brauð og öl, fellur flestum það vel, enda þægilegt og fljótlegast að grípa til þess, því að auðvitað er það smurt og allt undirbúið áður. En það eru sumir menn, sem ávalt þykir best að fá heitan mat, og eru þá smákótelettur, vel krydd- aðar með pipar og salti, mjög æski- legar, einnig blönduð steik, buff, o. fl., en þetta verður að vera mat- reitt áður, og því svo brugðið á hita um leið og borið er fram og látið á stórt fat, ásamt tilheyr- andi, og diskar og gafflar látnir í búnka á borðsendann, svo að hver sem æskir geti tekið sér bita. Aðrir taka sér brauðsneið eða brúnað- ar pylsur séu þær á boðstólum. Og allir munu una vel hag sínum. Diskarnir. Hafið þið veitt því athygli live diskar geta átt misvel við matinn, sem á þá er lagður? Bekkir og rendur á diskum fara best, en fuglar, englar og blóm líta illa út makaðir í sósum. fornöld, þó að þeir notuðu það ekki í byssur heldur aðeins í flugelda. í byrjun miðalda þekktist í Kon- stantínopel liinn svonefndi „griski eldur“, sem ofl var notaður þegar verja þurfti borgina árásum óvin- anna. Þetta var einskonar hæg- brennandi púður. En Arabar urðu fyrstir manna til að nota púður í skotfæri. Það var í byrjun,14. aldar. og þetta hafi bara verið maðurinn hennar. Hann: — Eg skil ekki hvað að að mér gengur. Eg hefi aldrei dans- að svona illa áður. Hú.n: — Jæja, svo að þér hafið þá reynt að dansa áður! Með sparnaði endist Sunlight sápan Reynið þessa leið til að spara Sunlight sápu — og þjer munuð' jafnau nota sömu aðferðina. Vegna þess hve löðurdrjúg Sun- lighjt er, þá vætið þjer aðeins þvottinn, og núið svo sápunni aðeins í óhreinustu blettina. Þá kemur meira en nóg löður til að gera allan þvottinn hreinan og blettalausan. Notið þessa bendingu og hafið sem mest gagn af Sunlight sápunni. LEVER framleiðsla. lengur X-5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.