Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 íslensknr ljósmyndari veknr atbygli á Norðurlöndum. Nýlega var á það minnst í einu blaði bæjarins, að Mandens Blad, velþekkt danskt tímarit liefði birt forsíðutnynd eftir isl. inann, sem blaðið gat ekki gefið upplýs. um. Nú hefir Fállcanum borist grein frá höf- undi þessarar umræddu myndar og birtist hún á bls. 10 í þessu blaði. Nafn hans er Hjálmar R. Bárðar- son (Tómassonar, skipaverkfræð- ings). Hann varð stærðfræðistúdent árið 1939; lilaut við það tækifæri verðlaun úr Gullpennasjóði fyrir rit- gerðina „Flugmál íslands.“ Árið eft- ir fór hann til Danmerkur og hefir síðan stundað nám í skipaverkfræði við Potyteknisk Læreanstalt; að ári liðnu mun hann svo ljúka verkfræði- prófi. Hjálmar liefir lengi haft mynda- tökur sem „hohhy“, enda náð svo mikilli leikni á því sviði, að margar myndir hans geta talist fullkomin listaverk. Hann liefir lilotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar, sem liafa verið birtar í blöðum og timaritum og á alþjóðasýningum á öllum Norður- löndunum, í Sviss og á Spáni. Fálkinn gefur bæjarbúum tækifæri til að kynnast myndlist Hjálmars R. Bárðarsonar. Nokkrar myndir eftir hann eru til sýnis í sýningarglugga blcðsins, Bankastræti 3, þessa dag- ana. = § = Eyvindur Árnason, trésmiðam. verð- ur 70 ára 8. október. Gísli Sigurðsson, trésmiður, Lauga- vegi 157, verður 75 ára 11. október. Davíð Ólafsson bakaram. Hverfis- götu 72, verður 00 ára 0. október. lngibjörg Benediktsdóttir, Vatnsnes- veg 11, líeflavik, varð /#5 ára 3. okt. Aðálsteinn Kristinsson, framkvæmda stjóri, varð sextugur 4. okt. ísteifur Jónsson, gjaldkeri Sjúkra- samlags Reykjavíkur, verður 60 ára 8. október. „Getur nokkur gleymt Skarphéðni, sem einu sinni hefir lesið Njálu? Eða væri það e-kki ómaksins vert, að reyna að skilja sálarlíf Egils Skallagrímssonar, eða Guðrúnar Ósvífursdóttur eða Grettis eða Þor- móðs Kolbrúnarskálds, svo ég nefni nokkur dæmi að handahófi. Hvað var það, sem gaf Þormóði þrek til að rífa örina beint út úr hjarta sér og deyja með gamanyrði á vörum? Eða er ekki fróðlegt að virða l'yrir sér Jómsvíkinga, sem gera tilraun um, livort þeir viti nokkuð til sin, þegar af er höfuðið? Svona var háttað sálarfræðingunum i þá daga. En nú munu ef til vill einhverjir framfaramenn vorrar aldar taka svo til máls: „Hví eigum vér að vera að horfa um öxl og aftur á bak til löngu liðinna kynslóða? Þessir menn voru góðir á sínum tíma, en nú er öldin önnur. Vér höfum alt annað að starfa, en að hugsa um menn. sem eru löngu komnir undir græna torfu. Vér þurf- um) að hugsa um þá menn, sem nú eru uppi, og nema af þeim þær hugsjónir, sem nú eru efst á dagskrá“. Það er satt, að vér þurfum þess einnig. En mér er spurn: Tala bændur betur nú á þing- málafunduiu en Þorgnýr lögmaður á Uppsalaþingi, og halda menn hetri bindindisræður nú á Good- templarafundum en Sverrir konungur gerði einu sinni í Björgvin? Það geta þeir dæmt um sem þekkja hvorttveggja. Eða treysta menn meir drenglyndi fjandmapns síns nú en Gunnlaugur Ormstunga, sem flytur fjand- manni sínum berliöfðaður vatn í hjálmi sinum? Eg veit það ekki“. Dr. Guðmundur Finnbogason. „Það hefjr verið sagt, að þreyttur hugur geti orð- ið leiður á öllu nema Iestri íslendingasagna. Þetta er liið mesta sannmæli. Stíllinn er víða fagur, þrótt- mikill og mærðarlaus, og efnið oft stórfenglegt og áhrifamikið. Þó eru sögurnar dular af kostum sín- um, eins og flest snilldarverk eru; þær verða að athugast ítarlega, ef njóta skal þeirra að fullu. Við getum lesið þær sem hörn, unglingar og full- orðnir menn, og alltaf liafa þær eitthvað að hjóða, sem er við hvers manns liæfi, þær eru frjösamar, eins og íslensku túnin, og ótæmandi sem liafið. Myndir þeirra af mannlífinu eru sígildar eða ævarandi, þær blikna aldrei þótt aldir liði.“ (Skinfaxi XVII. ár, bls. 103). Hvers virði er að eiga íslendingasögurnar, ef Sæmundar- og Snorra-Edda fylgja ekki með? — Ekkert annað útgáfufyrirtæki býður yður allar íslendingasögurnar ásamt Snorra-Eddu og Sæmund- arÆddu, nema alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjáns- sonar af íslendingasögunum. íslendingasögurnar i alþýðuútgáfu Sig. Kristjáns- sonar eru prentaðar upp að nýju jafnóðum og þær seljast upp, þessvegna er yður mögulegt að njóta liinna hagstæðu kostakjara, sem alþýðuút- gáfa Sigurðar Kristjánssonar ein getur boðið yður, að kaupa margar íslendingasögur strax i dag við fyrir-stríðs verði. Munið að reynslan liefir þrá- faldlega sýnt að þær íslendingasögur, sem til eru í dag geta verið uppseldar á morgun! Það er óþarfi að gerast áskrifandi, því þér get- ið keypt íslendingasögurnar ódýrt strax i dag. Ekki missir sá, er fyrstur fær!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.