Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 9
F Á L K I N N y „Það vei'ður ykkur dýrt spaug þetta, þegar yfirvöldin komast að því!“ Þeir svöruðu honum ekki með öðru en hlakkandi glotti. Nú var farið með hann út, eft- ir mjóum stíg og inn í skóginn. Brátt komu þeir að kringlótl- um kofa, úr óvenjulega gildum trjágreinum. Varðmaður stóð fyrir utan. Þeir leystu böndin af liöndum hvíta mannsins og opnuðu kofadyrnar, hrintu svo manninum inu og skelltu hurð- iuni aftur. Hann heyrði þegar þeir skutu slagbrandinum fyrn dyrnar. Portúgalinn hafði dottið á hrammana inn á kofagólfið. Þar var dimmt. Hræðilegt ösk- ur lieyrðist rétt hjá honum, og það lá við að hjarta hans liætti að slá. Hann lá þarna — graf- kvrr — fullur skelfingar. Tvö græn, lýsandi augu störðu á liann innan úr kofahorninu. Það var leóparði! ’Han reis hægt á fætur — nú skildi hann allt! Leóparðinn átti að rífa hann í tætlur limlest lík lians átti svo að sendast yfirvöldunum dáinn af slysi! Þeir mundu vera búnir að drepa ráðskonuna hans? Það er engin rekistefna gerð þó einn svertingi hrökkvi upp af. Eða var hún flúin? Hann gat heyrt hvæsandi sog- in í andardrætti villidýrsins. Leóparðinn þorði ekki að ráð- ast á manninn undir eins og honum var fleygt inn! Portú- galinn hafið ekki augun af hinum lýsandi glyrnum dýrs- ins eilt augnablik. Hann starði og starði.... þreifaði fyrir sér og færði sig í áttina þangað, sem hann liélt að dyrnar væru. Dýrið færði sig nær honum um nokkur skref og urraði ógn- andi — maðurinn nam staðar. Hann steig eitt skref í viðbót — komst að hurðinni — þrýsti olnboganum á tiana — hún lét ekkert undan. Hann þorði ekki að kasta sér á hurðina, ef hræðslu við að þá mundi leó- parðinn svífa á sig, undir eins og hann lieyrði nokkurt liljóð. Nú fór villidýrið að færa sig upp á skaftið, og flæmdi hann undan sér meðfram veggnum, skref fyrir skref. llann hörfaði undan, þreifaði með höndunum aftur fyrir sig, af hræðslu við að rekast á eitthvað og gera liávaða! Hann nam staðar, ])eg- ar dýrið hélt kyrru fyrir — lirevfði sig þegar það lireyfði sig — og leið öll stig skelfing- arkvalanna. .. . nú fann hann að hann var kominn að dyr- unum aftur. Hann hafði farið heilan hring í kofanum. Hægt og liægt þreifaði hann á hurðinni með fingrunum, hurðin var aðeins gerð úr ein- um þykkum planka. — Dýrið flæmdi hann enn áfram. Enn fór hann nýja umferð og — aftur og aftur — nú vissi hann ekki lengur hve margar hring- ferðir hann liafði farið í kof- anum — hve oft hann hafði snert hurðina með vinstri tiendi. Hann hafði tiaft von um að bjargast með einhverju yfir- náttúrlegu móti, en nú var úti um þá von — liryllilegur dauð- dagi beið hans. . . . En sjálfsbjargarhvötin rak liann til að berjast enn í nokkr- ar hræðilegar sekúndur, lengja lífið! Hann lók háðum tiöndum um höfuð sér, sem honum fannst vera að springa, lokaði augun- Hann var að missa vitið. Leóparðinn liafði numið stað- ar — hann heygði upp krypp- una til stökks — liann stökk rak upp ferlegt óp. . . .! Maðurinn rétti fram báðar hendurnar og hrópaði í lielj- ar kvíða. En dýrið liafði aðeins gert þessa árás lil að liræða — tit að sjá hvort maðurinn byggist til varnar. Það hafði staðnæmst liálft skref frá lionum og laum- aðist nú til baka að veggnum á móti. Svo hófst sama hringferðin meðfram veggnum. Ný árás — öskur — angistaróp mannsins og svo i hring á ný. Dýrið nam staðar, maðurinn — er fylgdist með hreyfingum þess — sömuleiðis. Hann gat aftur snert á hurðinni með hend inni og' afréð að neyta þess einasta færis, sem eftir var: að kasta sér af alefli á hurðina. Dýrið mundi auðvitað ráðast á liann í sama vetfangi, en úr því að liann átli að deyja vildi hann að minnsta kosti berjast fyrir lífinu! Hann steig eitt skref aftur á bak leóparðinn setti upp kryppuna undir úr- slitastökkið.... Þá heyrist umgangur úti fyr- ir — og svo rödd: „Ert það þú, herra?“ Það var svarta ráðskonan hans. Hann gat varla svarað aitt gerðist svo fljótt. Veikt óp — fálmandi liendur, sem skutu slagbrandinum frá — dyrnar opnuðust — og svo aft- ur öskur. Portúgalinn vatt sér ósjálf- rátt til hliðar, i sama vetfangi þaut langur, svartur skrokkur framlijá honum í loftköstum út úr dyrunum. Leóparðinn hvarf í liendingskasti inn í skóginn. Portúgalinn reikaði út i stjörnubirtuna — þarna lá kon- an, sem liafði bjargað lionum. Spjót hafði hitt liana i bakið hún var i andaslitrunum. ... varðmennirnir horfnir. Hann laut niður að lienni. Itún brosti sæiu brosi til lians: „Herra — ert þú ómeiddur?“ „Já,“ svaraði hann. „Eg sendi drenginn eftir hjátp til liermanna niður við sjó þeir Idjóta að koma bráðum.“ Portúgalinn beygði sig nið- ur að henni og strauk henni varlega um kinnina. Hún leit til hans þakklætisaugum og dó með bros á vörum.... En innan úr þorpinu heyrðust skothvellir. Það var varðliðið, sem var að koma. »• § z Köttur frí-farþegi. .4 járnbraut einni i Englandi ferð- aðist köttur lengi, seni ókeypis far- þegi. Þegar lestin milli Hudders- field og Leeds staSnæradist í Staly- bridge stökk hann upp í matar- vagninn á fyrsta farrými og fékk þar skál með mjólk og annaS, sem telst til 1. flokks kattamatar. Svo ók hann með lestinni til næstu stöðvar, í Crewe, steig þar af og beið eftir lestinni til Stalybridge. Það eru fleiri skepnur, sem Dr. Page-Barkers ftSsumeðal eyðir flösu, nærir hársvörð- inn, eykur hárvöxtinn. — Þetta merki er viðurkennt af sérfræðingum og ráðlagt af þeim. Það hefur verið notað hér á landi með á- gætum árangri. Heitdsölubirgðir: Helldv. Arna Jónssonar h.f. Aðalstræti 7 —■ Reykjavík NINON------------------ SamkuEzmis- □g kuöldkjálar. Eftipmiðdagskjölar PEysur og pils. Uatteraðir silkisloppar □g suefnjakkar Mikið iita úrval Sent gegn pústkröfu um allt land. — Bankastræti 7 bafa gaman af að aka í járnbraut. í Ástraliu var einu sinni kengúru- ungi, sem hafði lilaupið upp í lest og faldi sig þar i kælivagni! Það var mjög heitt þénnan dag, svo að kvikindinu liefir þótt gott í kælin- um. 1 Afríku rekast brautarþjónar oft á nöðrur, sem hafa fengið sér far i farmvögnunum, innan úr frumskógunum og út að sjó. = § = 7 ■ spurmngar 1. Hvenær var Snorri Sturluson veginn? 2. Hvað heitir höfuðborgin í Mexico? 3. Hvenær var Alþingishúsið byggt? h. Hvað þýðir MD í rómverskum tölum? 5. Hvaða ár dó Jón Sigurðsson forseti? 6. Hvar var fyrsti vitinn reistur hér á landi? 7. Hvaða ár var hin fræga orusta við Waterloo háð? Svör á blaðsíðu 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.