Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 2
2 F Á L KINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: SkúU Skúluon. Framkv.stjóri: Svnvar HJalte«t«d Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HEIRBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR Þegar JýSveldishátíðin var hahl- in í fyrra urðu margir til að taka þátt í tjóðasamkeppni þeirri, er tiá- tíðarnefndin efndi til. Margir fundu sig kallaða, þó að ekki reyndu nema fáir útvaldir. En þátttakan sýndi að enn er Ijóðasmíðin þjóðlegasta list íslendinga. Hinsvegar verður tæplega nokkurt þessara ljóða ævarandi minnismerki um þann atburð að týðveldi var endurreist á Islandi, á sama hátt og hátíðarljóðin urðu um Alþingishá- tíðina. Um lýðveldishátíðina tiefir alþjóð engan minjagrip annan en næluna með fánanum, en ef til vill verða laufblöðin þrjú líka falleg minning þegar fram í sækir og þjóð- in fer fyrir alvöru að klæða landið. Hinávegar á þjóðin að eignast minnismerki lýðveldis síns. Og það minnismerki eiga islenskir tistamenn að skapa. Vera má, að sumum þyki nægja að efna til scmkeppni meðal myndlistarmanna um táknræna mynd lýðveldisins. En í rauninni ætti að fara lengra. Landið á enn- þá enga þjóðiivbijggingii. Það vant- ar bæði forsetabústað í Reykjavík, stjórnarráðshyggingu og eiginlega Alþingishús lika. Færi ,ekki vel á að sameina allar þessar byggingar í citt og gera úr þvi veglegustu bygg- ingu íslands — íslenska höll? Að henni ættu að vinna bestu ís- lenskir listamenn, sem nú er völ á, meðal myndhöggvara, málara og húsameistara. Og ekki aðeins þeir bcldur og afreksmenn i öllum iðn- aði. Allt í þessari byggingu á að vera afkvæmi íslensks hugar og hug- kvæmni, og gert úr islensku efni, að svo mildu leyti sem hægt er. — Allt innanstokks á að vera gert af islenskum höndum, hvort heldur er lampinn og gluggatjatdið, stóll- inn eða gólfjiurkan. Þessi bygging yrði þá til að sýna öldum og ó- bornum livernig menningarástand islensku þjóðarinnar var, þegar hún frjáls og óháð settist á bekk með fullvalda rikjum. Alþingi hefir að vísu lieitið fé til að byggja vandað stórhýsi yfir þjóð- minjasafnið, og er jjað síst að tasta. En um liitt er ekki síður vert, að seinni kynslóðum geymist mynd af verkum íslensku þjóðarinnar frá þessum tímamótum, sem við lifum nú. -5 = Sigurður Kristjánsson bókaútgefandi gaf íslensku þjóðinni fyrstur manna kost á heildarútgáfu af ís- lendingasögunum. Takmark Sigurðar var að útgáfan væri vönduð og ódýr, svo ódýr, að hver einasti ís- lendingur gæti eignast íslendingasögurnar. Hann valdi jafnan hina færustu menn til að búa íslend- ingasögurnar undir prentun og kröfuharður var liann um pappir og prentun, enda er frágangur all- ur svo vandaður, að hann stenst samanburð enn í dag við aðrar íslenskar og dýrari bækur. íslenska jjjóðin mat þetta fyrirtæki Sigurðar að verðleikum með því að kaupa íslendingasögurnar svo ört, að endurprenta varð margar þeirra að skömmum tíma liðnum. Enda hefir alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjáns- sonar af Íslendingasögunum jafnan verið trú hinum upphaflega tilgangi sínum, sem er að sjá yður fyrir ódýrri en vandaðri útgáfu af fslendingasögunum. — Á þessari og næstu síðu kynnist þér áliti merkra manna á aljiýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögunum og hvers vegna þær eru gefnar út og keyptar enn i dag meir en nokkru sinni áður. Haraldur og Dóra drýgstan skerf til að gera tónlistar- lífið hér á landi eins tilkomumikið og fjölskrúðugt og raun hefir á verið upp á síðkastið. Og nú hefir Tólistarfélagið enn á ný boðið liingað góðum gestum. Hjónin Dóra og Haraldur Sigurðs- son, sem á undanförnum áruin hafa unnið sér sess meðal fremstu tón- listarmanna i Danmörku, komu til Reykjavíkur loftleiðis frá Sviþjóð á sunnudaginn var. Haraldur hélt sína fyrstu hljóm- leika hér í bænum að þessu sinni í Gamia Bíó á ji ri ðj ulagsk völ di ð við ágætar undirtektir. Annars hef- ir ennþá ekkert verið ákveðið um það, hversu oft þau munu koma hér fram opinberlega, en að líkindum mun Dóra halda söngskemmtun i'yr- ir styrktarmeðlimi' Tónlistarfélagsins áður en langt um líður, og þar mun Haraldur annast undirleik. Þau hjónin gera ekki ráð fyrir að dvelja hér lengur en hálfan mánuð til þrjár vikur að svo stöddu og geta þvi tæplega haldið neina liljómleika úti á, landi. Ekki er samt óhugsandi, að þau skreppi norður til Akureyrar og haldi þar eina hljómleika. Haraldur Sigurðsson hefir verið búsettur í Danmörku síðan 1920, en oft hefir liann koinið hingað síðan, seinast árið 1938, er hann liélt hér hljómleika með Stefáni Islandi. Kona lians, Dóra, liefir heimsótt fslend nokkrum sinnum, en ávalt að Framhald ú bls. 14. „Enginn veit höfund Eddukvæðanna, eða liver hefir fært þau i letur, því að þótt sagnir frá 17. öld hafi eignað þau Sæmundi hinum fróða Sig- fússyni í Odda, eru það ekki nema getgátur ein- ar. Öðru máli er að gegna með Snorra-Eddu. Það má telja nokkurnveginn vist, að Snorri Sturluson í Reykholti hafi ritað hana. Hún er nátengd Edilu- kvæðunum, og má; telja liana að sumu leyti sem framhald og fyllingarrit þeirra. Fyrst skýrir hún frá goðafræði forfeðra vorra í Gylfaginningu, og byggir þar að miklu leyti á Eddukvæðunum. Síð- an koniu Skáldskaparmál, skýring á skáldamáli fornmanna; er þar dæmafáan fróðleik að fá í stuttu máli um kenningar og kvæðamál fornskáld- anna, og er þar margt af goðasögum til skýring- ar mátinu. Síðast er Háttatal, tíræð drápa með hundrað bragarháttum, er fornmenn ortu undir. Málfegurðinni og efnismeðferðinni i Snorra-Eddu hefir lengi verið viðbrugðið, og það að verðugu, enda mun hvergi vera fegra mál eða frásögn að finna í fornritum vorum, og óviða eins fagurt nema ef vera kynni í Njálu og Egilssögu.“ „Það er vonandi, að Eddurnar fái góðar við- lökur hjá íslendingum, alt eins og ístendinga- sögurnar og Fornaldarsögurnar. Það á engin jjjóð eins dýran arf frá fornöldinni til eins og íslend- ingar, sem allir geta gengið jafnt að og notið eins og það væru nútíðarbókmenntir. Og bæði er þess óskandi og vonandi, að allur sá fjöldi á landi hér, sem á íslendingasögurnar á bókahillu sinni hafi bætt eða bæti Eddunum þar við. því að hvortveggja eru skilgetnar systur sama foreldris; íslensks lietjuskapar, íslenskrar speki og íslenskrar listar. Og vel væri, að menn vildu læra þetta þrent af forn- ritum vorum, og reyna að laga eftir því stefnu sína og lífsskoðun að því leyti, sem liað verður samrýmt við vorn líma og aldarhátt.“ (Ngjar Kvöldvökur I. 10.) 2 Fá eru þau félög eða samtök hér á landi, sem láta eins mikið til sín taka í menningarmálum þjóð- arinnar og Tónlistarfélagið. Vand- aða bókaútgáfu hefir það með liönd- um; fullkomin kensla i æðri tónlist er stunduð á vegum þess; bygging glæsilegrar tónlistarliallar er eitt aðal baráttumálið og loks er sá þáttur starfsc minnar, sem miðar að þvi að hvetja tónsnillinga frá öðr- um löndum til að koma í heimsókn hingað norður tii okkar. Það er jjessi félagsskapur, sem lagt hefir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.