Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 8
Fred Beniver í slæmum íélagsskap Máninn varpaði fölu skini á fórnartorgið. Eldar loguðu á víð og dreif, en á miðju torginu sátu trumbuslagarar og' börðu hin frumstæðu bljóðfæri sín í sífellu; ]mu voru gerð úr trjá- bolum, sem höfðu verið holað- ir að inrian, en skinnbjór verið teygður og þaninn yfir. Negr- arnir vældu og öskruðu i sama hljóðfalli og trumburnar, og ranghvolfdu í sér augunum, svo að hvítan vissi út. Skamt frá mynduðu áhorfendur hring um þá — íbúar þorpsins, og inni í hringnum dönsuðu hálf- naktar verur í takt við fábreyti- legt liljóðið i trumbunum. Við og við ráku dansendurnir upp villimannlegt öskur, stukku liátt í loft upp, létu fallast á jörðina og lágu svo nokkrar sekúndur eins og dauðar verur, en spruttu þá upp aftur og héldu dansinum áfram, ennþá æðisgengnar en fyrr. — Áhorfendurnir æstust við dansinn og við ofsafengna og tryllandi hrynjandi trumbanna. Þeir sungu og vögguðu skrokkn um i takt við dansinn. Flest af dansfólkinu var kvenfólk. Klæðnaður þeirra var í aðal- atriðum apaskinn og glamr- andi hringir um ökla og liand- Ieggi. Þirír menn þeyttust á milli danskvennanna og brugðu bognum rýtingum sínum og sveifluðu þeim i loftinu. Há og sterkleg kona hafði forustuna i þessum villimanna- dansi Hún sagði fyrir um hrynj- andina og eggjaði liitt dans- fólkið með skerandi ópum sín- um og öskri. Ungur Portúgali stóð þarna, studdist við bambusstaf og horfði með athygli á þennan ógeðfellda nætursjónleik. Þetta var afguðadans, svo mikið vissi hann, en þrátt fyrir það að hann hafði átt heima í Kongó frá blautu barnsbeini, hafði hann aldrei séð jafn tryllings- legan og villimannlegan dans og þennan. Hvíti maðurinn var á ferð þarna inni í landi, í þeim er- indum að kaupa fílabein, og hafði dvalið í mánaðartíma þarna í þorpinu. Og nú stóð hann þarna og horfði á dans- inn. Hann ætlaði ekki að fara fvrr en lionum væri lokið. Konan, sem liafði forustuna, var hræðileg ásýndum. Hún gretti sig djöfullega, og var máluð með ferlegum litum til þess að auka á áhrifin. Smátt og smátt varð liún alveg tryllt — froðan stóð út úr vitunum á henni. Einn af mönnunum með hníf- ana færði sig siriám saman nær og nær Evrópumanninum. Á- horfendurnir espuðu hann með hrópum og köllum. Hann leið áfram i svigum, eins og leó- parði, sem kastar sér á bráð sína — sífellt í takt við trumb- urnar. Hann einblíndi óaflátan- lega á livíta manninn, sem var þarna einn síns liðs. Hátt ösk- ur heyrðist úr barka danskon- unnar — það var merkið — og í einu heljar stökki var negrinn kominn andspænis Ev- rópumanninum, með hnífinn á lofti tilbúinn til lags, og á- horfendurnir öskruðu af hrifn- ingu. Portúgalinn hreyfði hvorki legg né lið, hann deplaði ekki einu sinni augunum. Enginn gat séð annað en að hann væri fvllilega rólegur en vöðvar hans og taugar voru til taks, og hann hafði gát á hverri hreyf- ingu negrans. Þær þrjátíu sek- úndur, sem þeir stóðu og horfð- ust í augu, fundust hvíta mann- inum vera eins og eilífð. Loks leil negrinn undan og lét hníf- inn síga. Hann glotti fúlmann- lega og hvarf lil baka, en á- horfendurnir öskruðu. Unga Evrópumanninum var léttara um andardráttinn — hann hafði aldrei áður orðið fyrir svona grófri móðgun af hálfu hinna innfæddu. Þeir voru yfirleitt ekki vanir að gera á lilut Evrópumanna, hvítu mennimir höfðu yfirleitt hafl lag á að skapa, eða réttara sagt knýja fram, auðmýkt þeirra gagnvart sér. Honum var dá- lítið órótt út af liinni ögrandi framkomu svertingjans — hann var þarna aleinn hvítra manna á margra mílna svæði. Hann heyrði létt fótatak bak við sig'. Einbver snerti við öxl- inni á honum. Hann leit við — þetta var þjónusta hans, inn- fædd stúlka. „Hvað er að?“ spurði hann. „Herra, þú ættir að fara lieim að sofa,“ hvíslaði hún. „Nei, ég vil sjá þessa sam- komu til enda, far þú bara heirn í kofann þinn!“ „Herra, ég er veik, viltu ekki gefa inér svolítið af lyfinu þínu?“ hélt liún áfram og gaf honum jafnframt í sífellu merki um að koma með sér. Honum var ljóst, að eitthvað sérstakt var á ferðinni, svo að hann gekk með henni spöl- korn inn í skóginn, þannig að hvorki var hægt að sjá þau né heyra frá danstorginu. „Hvað er það, sem þú vilt?“ spurði hann. „Eg skil mál þessa ættbálks,“ sagði hún, „þó að ég ekki lieyri til fólksins. Þeir ætla að drepa þig, herra!“ Hún sá að hann efaðist. „Þú skilur ekki Nzakaramálið,“ hélt hún áfram og var nú orðið mik- ið niðri fyrir. Portúgalinn brosti að hræðslu herinar. „Ilversvegna ætti þá að langa til að drepa mig?“ „Af því að þú slóst Bungia, herra! Svo varð hann veikur. . komdu, við skulum flýja sem fljótast!“ „Nú, hét liann Bungia, þessi sem reyndi að stela fílabeininu úr skemmunni? En hann fékk ekki nema sina réttlátu refs- ingu, fyrir þjófnað.“ „Já, herra, þú erl góður og réttlátur — en Bungia er sonur höfðingjans, og konan þarna liefir sagt, að hún liafi talað við goðin, og að þau heimti að þú sért tekinn af lífi, til hefnda.“ Portúgalinn hristi höfuðið. „Mér verður ekkert mein gert, Jieir þora ekki að vinna hefnd- arverk á hvítum manni. — Það er ekki langt síðan að yfir- völdin létu hengja tvo morð- ingja liérna i þorpinu, öðrum til viðvörunar. Þú getur verið óhrædd, þeir eru hræddir.“ „Herra flýið þér — sú hefnd sem goðin krefjasl er aldrei látin undir höfuð leggjast hér! Yður tekst að finna eitthvart úrræði, svo að þér finnist ekki.“ Hún lrristi liöfuðið ráðþrota, þegar henni tókst ekki að telja honum hughvarf, og tárin komu fram i augun á henni, því að henni þótti mjög vænt um hús- bónda sinn. En Portúgalanum hafði nú orðið órótt — þetta atvik þarna við danstorgið var fáheyi-ð móðgun við Evrópumann Jjað var ógnun. Hann fór heim í kofann sinn og reyndi að sofna, en varð andvaka og sí- fellt heyrði hann hávaðann i trumbunum. Ef hann lieyrði eitthvert hljóð í grend við kof- ann hrökk hann i kút, en svo byrjaði að birta af degi, ón þess að nokkuð gerðist. Hann stóð upp, þreyttur og svefn- laus, og ekki létti honum í skapi er hann sá að hin svarta bú- stýra lians hafði horfið um nóttina. Goðablótið hélt áfram með sömu ákefð og áður. Það var beinlínis ótrúlegt hve úl- haldsgóðir Jiessir villimanna- dansarar voru. Þegar komið var fram yfir nón lagðist liann til svefns og sofnaði vært og' svaf draum- laust. Það var orðið dimmt þegar hann vaknaði við að eitthvað Jmngt velti sér yfir hann. Hann fann lil mikills sársauka í úlf- liðnum og ætlaði að spretta upp, en tveir menn lágu ofan á lionum og liéldu lionum niðri. Svo var hann bundinn á hönd- unuin, og ekkerl dugði Jió að hann ætlaði að slíta sig laus- an — Jjað var árangurslaust. Há og skuggaleg vera kom nú fram úr myrkrinu: „Hvíta skítmenni, við ætlum ekki að gera Jjér mein, en að- eins flytja þig, í annan kofa. Reyndu ekki að sýna mótjiróa, Jjví að Jjað verður verst fyrir þig sjálfan. Allir mennirnir hérna úti eru vopnaðir!“ „Hvar er höfðinginn?“ spurði hvíti maðurinn, og reyndi að sýnast rólegur. „Hann er í sínu húsi, og Jiað er samkvæmt skipun hans, sem við flytjum þig héðan burt.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.