Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.10.1945, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Brúðkanpið hans Þumal-Tuma. Þú Jjekkir víst liann Þumal-Tuma — litla strákinn, sem ekki er stærri en mús, og sem lenti í svo mörgum æfintýrum? Jú, vissi ég ekki! En ég kann eitt af æfintýrum lians, sem ég er viss um, að ekkert barn í heimi bekkir nema hann Ib. Þegar Þumal-Tumi liélt brúðkaup- ið sitt, var Ib nefnilega boðinn, og hann var langmerkilegasta persónan þarna, að undanteknum brúðlijón- unum, vitanlega. Eina nóttina vaknaði Ib við að einhver kallaði til hans, og þegar hann reis upp í rúminu og leit í kringum sig — það var bjart af tunglsljósi í herberginu — kom hann auga á Þumal-Tuma, sein sat á rúmjnu hans. „Jæja, loksins vaknaðirðu!“ sagði Þumal-Tumi. „Sefur þú alltal' svona fast?“ „Það veit ég ekkert,“ svaraði Ib forviða. „Hver ert þú, og livað viltu mér?“ „Hver ég er? Þekkirðu mig ekki, Ib? Þekkirðu ekki hann Þumal- Tuma?“ spurði gesturinn og varð hálf hvúmsa við. „Æ, nú skil ég!“ sagði Ib glaður, því að liann hafði svo oft lesið um Þumal-Tuma og fannst gaman að sjá hann sjálfan. „Nei, þú skilur ekkert, því að þá mundirðu ekki liggja í bólinu,“ sagði Þumal-Tumi. „Við verðum að llýta okkur, komdu undir eins!“ „Hvert á að halda?“ sagði Ib og þaut upp úr rúminu. „Úl að glugganum, gott, við renn- inn okkur eftir tunglsgeislanum,“ sagði Þuinal-Tumi og dró Ib með sér. Ih ætlaði að fara að hafa orð á því að liann væri of stór og þung- ur til að renna sér á tunglsgeisla, en til allrar lukku gerði liann það ekki, þvi að nú sá hann, að liann i hverjum mánuði, en aulc þess árs- keppnir eins og t. d. meistarakeppn- ina á hverju liausti. Næsta vor efna sennilega félög áhugaljósmyndara til Norðurlandameistáirakeppni. —) Þar höfum við víst ])vi miður engan félagsskap, sem tekið gæti að sér mál okkar, enda er i þessari méist- arakeppni ekki gert ráð fyrir ])átt- töku frá íslenskum Ijósmyndafélög- um. Ef til vill yæri hægt að stofna slíkt félag á íslandi og láta það heyra til sín fyrir vorið? Það er að minnsta kosti von mín að fleiri íslenskir áhugáljósmynd- arar en nú eru geri meira en bara að þrýsta á hnappinn, þvi að ef svo fer, tel ég víst að við eigum eftir að vinna mikið og fagurt land á sviði listrænnar ljósmyndunar. Hjálmar H. Bárðarson. var í rauninni ekki stærri en sam- ferðamaðurinn. „Þú átt að vera svaramaður minn,“ sagði Þumal-Tumi meðan þeir brunuðu áfram á tunglsgeislan- um, „veistu hvað það er?“ „Það er eitthvað viðvíkjandi brúð- kaupi,“ svaraði Ib, þvi að hann hafði nýlega verið viðstaddur gift- ingu systur sinnar, svo að hann var ekki alveg fáráðlingur i þessu. „Einmitt. Svaramaðurinn er sá, sem stendur við hliðina á brúðgum- anum, og hann á að liafa fallegustu brúðarmeyna undir arminn, þegar gengið' er út úr kirkjunni,“ sagði Þumal-Tumi. „Svona er það að minsta kosti hjá álfunum; ég veit ekki livort mennirnir hafa það öðruvísi.“ Ih flýtti sér íið segja, að það væri víst svona við mannabrúðkaup líka, og svo spurði hann allt í einu: „En hversvegna á ég að vera í brúðkaupinu þínu? Er ekki betra að þú fáir einhvern af álfunum til að vera svaramann?“ Þeir voru nú komnir í skóginn, sem var nýsprunginn út. Tunglið lýsti og Ib sá álfameyjarnar dansa á enginu; þarna var fullt af allskon- ar skógardvergúm, og allir virtust hafa mikið að gera. „Gættu að;“ sagði Þumal-Tumi, „þau eru að flýta sér með verkin sin svo að þau komist i brúðkaupið. En það er nógur tími, því að ekk- ert verður gert fyrr en ég kem.“ Það skildi Ib vitanlega vél, en honum þótti gaman að sjá livað álf- arnir kepptust við. „Hversvegna tókstu mig fyrir svaramann?" spurði liann eftir dá- litla stund og nú sagði Þumal-Tumi honum alla söguna. „Sjáðu nú: Þegar ég átti að gift- ast Gleym-mér-ei prinsessu vildu allir álfarnir, s.em ég þekkti, koma, og fóru að metast um, hver ætti að fá besta sætið. Fyrst varð að velja brúðarmeyjar, og það endaði með því að við fengum liundrað, því að unnustan mín gat ekki fengið af sér að neita þeim.“ „Það var margt!“ svaraði Ib. „Þegar systir mín giftist voru þær bara fjórar.“' „Já, en brúðkaupin eru ekki eins erfið hjá álfum eins og mönnum,“ sagði ÞumaÞTumi. „Þú segir hjá álfum —- ert þú þá álfur sjálfur?“ „Eiginlega ekki, en álfadróttingin hefir gefið mér ríkisborgararétt, af því að ég er svo lítill og léttur, og þessvegna giftist ég líka álfamey.“ „Segðu mér eitthvað méira um það,“ sagði Ib. „Já, nú skal ég segja þér hvers- vegna ég verð að fá þig fyrir svara- mann,“ sagði Tumi og setti á sig gorkúluhatt. „Eg gat ekki tekið neinn af vinum mínum án þess að móðga hina.“ Þetta skildi Ib vel. „Svo datt mér i hug að spyrja hvort þú vildir vera svaramaður, þvi að þú hefir alltaf verið góður vinur álfanna, við vitum líka að þú ferð vel með kanínurnar þínar og gefur fuglunum fræ á vetrin og hundinum kalt vatn þegar heitt er, og lijálpar sniglunum, þegar þeir villast upp á veginn!“ Ib fór hjá sér, honum fannst þetta ekki vera hrósvert; honum hafði alltaf verið kennt að vera góður við skepnur. En Þumal-Tumi sagði, að álfarnir tæki vel eftir þessu. „Jæja, en nú skulum við lialda áfram!“. sagði liann og svo flýttu þeir sér áfram. Nú get ég þvi miður ekki sagt ykkur frá brúðkaupinu, því að það mundi taka of langan tíma, en Ih sagði að það væri fallegasta sjón, sem hann liefði séð, að sjá brúður- ina koma i vagninum. Hann var gerður úr Ijósbláum gleym-mér-eium, og stór blóm voru hjól; tvö fiðrildi drógu liann og svo var ekill og þjónn fram á. Brúðurin sat i vagninum og kink- H J A T R Ú Framhald af bls. ti: Ó, Douglas, þetta var þá ekki slæm- ur fyrirboði. Flýttu þér! Fáðu mér hnífinn, svo að ég geti breytt ,,E“ í „I>“. Þegar vagninn kom á næsta ás- inn, stöðvaði ekillinn liestana til þess að hvíla þá. Hann varð forviða er hann sá live Letty og Douglas athuguðu trjábolinn gaum- gæfilega. „Við fundum fangamörkin okkar hérna á viðarbolnum, við skárum þau í fyrra!“ sagði Letty og roðn- aði ofurlítið. Ekillinn kom upp til að líta á. „Hm!“ sagði liann. „Þið liafið skor- ið þau nokkuð ofarlega — ])ið hljót- ið að liafa notað stiga.“ „Hvað segið þér.“ EkiIIinn athugaði stofninn. „Þið getið sjálf séð. Stafirnir eru að minnsta kosti i þriggja metra hæð .... og svo sýnist mér þeir vera alveg nýir.“ Letty roðnaði og leit á Douglas. „Elskan mín! Mér var svo illa við að þú héldir að við yrðum ekki gæfusöm — og ég fann byrjunina á fangamarkinu okkar hérna. Þar stóð „L. E.“ og „D. E“ Douglas kinkaði kolli. „Og ég vildi ekki að þú settir l)etta fyrir þig,“ stamaði liann, „þessvegna fór ég að krota stafina meðan þú sast fram á, en þeir urðu svo nýlegir, svo að ég hætti við það.“ Hann varð sneyptur á svipinn er hann leit spurnaraugu ekilsins. „Eg veit að þetta er flónskulegt,“ sagði hann, „en sjáið þér, unnustan mín er dálítið lijátrúarfull, og mig lang- aði til að gera hana rólega.... þér skiljið það vist. Og ef þér hefðuð ekki......“ „Mér þykir þetta mjög leitt!“ svar- aði ekillinn! „Eg er talsvert lajá- trúaður líka, og ég vildi gefa mik- ið til að ég liefði ekki farið að sletta mér fram í þetta.‘,‘ Þau sátu þögul um stund, meðan hestarnir blésu. Svo hljóp ekillinn niður af vagninum og þau óku á- fram. Allt í einu kallaði Letty: „Douglas! Sjáðu — sjáðu bara. Heppnin er samt með okkur.“ aði kolli og brosti til gestanna, og þegar búið var að gifta fóru þau bæði i vagninn og óku burt. Þau ætluðu í brúðkaupsferð að Miðjarðarhafinu, það var það fín- asta sem þá var til. Ib dansaði við álfastelpurnar og þær fallegustu voru alltaf kring- um hann. Þær gáfu honum hunangs- vin, sem þau drukku úr blómabik- urum, og svo borðuðu þau mat, sem besti matsveinn drottningarinn- ar hafði búið til. Þetta var ágætt, en á eftir mundi Ih alls ekki hvar liann var. Loks flaug hópur af álfum heim með hann og háttaði hann, og nú sá hann að hann var eins stór og hann var vanur. Morgunsólin gægðist á gluggann, en hann var svo syfjaður, að liann hallaði sér á liina hliðina og svaf áfram. Þegar hann loksins vaknaði, vissi hann ekki, hvort þetta var veruleiki, eða draumur — þið ráðið liverju þið trúið fremur. Fjögra laufa smári hafði l'lækst í hárið á henni. „Já, góða, nú þarftu ekki að liafa áhyggjur lengur út af fangamark- inu.“ „Nei, auðvitað ekki.“ — — — Þegar þau komu niður að vegamótunum fóru þau af vagn- inum og þökkuðu fyrir flutninginn og kvöddu. Douglas tók eftir, að nú var enginn fjögra laufa smári á húfu ekilsins. Þeir drápu tittlinga livor framan í annan, og Douglas gaf honum ríf- legan skilding í laumi. — Nei, ég treysti honum ekki nógu vel til að skilja hann einan eftir heima. Skoti nokkur fór einsamall í bruð- kaupsferð til London. - Hversvegna tókstu ekki konuna með þér? var hann spurður, er heim kom. Hún liefir komið þangað áður. Sigga litla er búin að hafa yfir bænirnar sinar á gamlárskvöld. — Er nú ekki eitthvað sérstakt, sem þú þarft að scgja við Gpð á síðasta kvöldi ársins? spyr mamma hennar. Jú, gleðilegt nýár, Jesú minn?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.