Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN l*la ii<l« viniii*i n n Fredrik Paa§che i. Einn þeirra mörgu, sem flýðu Noreg er Þjóðverjar hertóku landið vorið 1940, og komu ekki lífs aftur, var Fredrik Paa- sclie prófessor. Hann var að vísu „prófessor í þýskum bók- menntum" en starf lians hafði verið með þeim liætti, að hann gat ekki vænst annars en fang- elsunar eða þess sem verra var, ef liann liefði orðið kyrr í land- inu. Meðal annars liafði liann starfað manna mest að því að greiða götu ýmsra þeirra, sem flýðu Þýskaland siðustu árin fyrir stríðið og þó einkum frá Tékkóslóvakíu. Og fáir menn voru í liuga og sinni jafn ein- beittir talsmenn einmitt þess, sem nazistar hötuðu mest, og einmitt hann. Ilann gerði sér þetta ljóst, og undir eins og Þjóðverjar komu í landið tók hann sig upp með konu sína og hörnin tvö, frá heimili sínu í grennd við Osló og flýði norður í Guðhrands- dali. Þar slóst Sigrid Undset i liópinn. Þjóðverjar höfðu tek- ið útvarpsstöðvar í Suður-Nor- egi, en í Otta í Guðbrandsdal tókst að koma upp bráðabirgða- stöð, og þaðan talaði Paasclie m. a. þessi orð : „Vort hrjáða land: í neyð- inni og i djúpri þjáningunni er það gæfusamara en ýms önnur. — Við erum á erfiðri leið. Þetta er leið uppstigning- arinnar. England og Frakkland lögðu á þá leið 3. sept í fyrra. Og það er hjörgun alls þess, sem okkur er kært, frelsisins, laganna, trúarinnar, að við er- um nú á þessari sömu leið. Það er björgun þjóðarsálarinnar, sem var i hættu. Nú lifir hún og nú þráir hún meira en nokkru sinni. Nú er hún örugg, hvað sem fyrir kann að koma. Landið er orðið okkur óendan- lega hjartfólgið. Og við þökk- um þeim, sem ekki Iétu ógna sér til þess að faila útlendri harðstjórn til fóta. Við þökkum þeim þúsundraddað: hermönn- unum, sjálfhoðaliðunum, ráð- herrunum og stórþinginu og konungi vorum, sameiningar- lákni voru á vegi uppstigning- arinnar.“ Ur Guðbrandsdal fór Paasche vestur á Mæri, til Molde, flýði þaðan með fiskiskútu norður i Bodö og loks til Svíþjóðar. Aðfaranótt 10. maí fór liann yfir sænsku landamærin og sá Noreg í síðasta sinn, við Umhukten-sæluliúsið upp af Ranafirði. Fredrik Paasche mun í fyrstu hafa verið óráðinn í livort hann settist að í Sviþjóð — mun ef til vill liafa liugsað sér að halda lengra. En það kom brátt á daginn, að í Sviþjóð mundi hann liafa nóg að starfa, og margra hluta vegna var eng- inn Norðmaður betur til þess fallinn að vera foringi norsku flóttamannanna í Svíþjóð en einmitt liann. Hann var kunn- ugur Svíum og átti þá ljúf- mennsku og prúðmennsku í senn, sem gerðu liann sjálf- kjörinn tengilið milli Noregs og Svia, sem ekki litu allir sömu augum á málefni Noregs. Það má nefna til dæmis um að þetta erindi var ekki vandalaust, að C. J. Hambro, stórþingsforseti, hinn mikilhæfi maður og næst- æðsti maður þjóðar sinnar varð að hverfa frá Svíþjóð í liálf- gerðu fússi. Fredrik Paasche varð eining- artákn norsku flóttamannanna í Svíþjóð og merkisberi þeirra, sem ekki létu bugast heima fyrir. Hann tókst á hendur að greiða götu allra, sem með þurftu — og þeir voru margir. Og það voru ekki aðeins Norð- inenn sem liann hjálpaði, lield- ur og flóttamenn annara þjóða. Hann var sístarfandi, þekkti engan ákveðinn vinnutíma. — Ileilsa hans var ekki sterlc, og starfsbyrðin varð honum um megn. Hann féll, sögðu Svíar, er andlátsfregn lians barst út, 1. september 1943, 57 ára gam- „Fredrik Pacische har stupat." „Barátta Noregs gegn því illa hefir haft úrslitaþýðingu sem fordæmi fyrir okkur Svía. — Paasclie hefir, ljósar en nokkur annar, sýnt oss hvað fólgið var í þeirri baráttu,“ segir í einum eftirmælunum. II. Vegna þess að mikið af æfi- starfi Fredriks Paasche var helgað íslenskum hókmenntum, og vegna þess að líklega liefir Island ekki átt einlægari vin í Noregi, er ekki úr vegi að hans sé minnst í íslensku hlaði. Hann kallaði sig aldrei íslands- vin en í verkinu sýndi hann liver hugur hans var, og af- dráttarlaust viðurkenndi hann fornhókmenntirnar sem eign fslendinga í frekari mæli, en þá var venja norskra vísinda- manna. Kom þetta eigi síst fram í hinni merku bókmenntasögu hans og þeirra Francis Bull og A. II. Winsnes. Paasche var norðlendingur að ætt, snemma róttækur í skoð- unum og frægur fyrir mælsku þegar á stúdentsárunum. Nítján ára gamall barðist hann fyrir því að Noregur yrði lýðveldi, er landið skildi við Svíþjóð, 1905. En annars helgaði hann sig námi og vísindum; varð kandídat í bókmenntum, sögu og málfræði 1910, félck siðan háskólastyrk til vísindastarfa en gerðist jafnframt þjóðlegur vakningamaður, hélt fyrirlestra um land allt og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit. Þótti undravert hve miklu liann af- kastaði, því ekki kastaði liann höndunum til neins. Fræðslu- og vakningarstarfsemi hans hefði ein saman mátt þykja fullkomið starf, en var þó hjá- verkastarf lians. Hann vildi láta Noreg endurfæðast á grundvelli sinnar fornu sögu, en til þess þurfti að finna samhengið í beirri sögu, rauða þráðinn, sen? sýndi þroskaleiðina. Þessvegna hvarf Paasche aft- ur í miðaldir þegar á námsár- unum. Han skrifaði verðlauna- ritgerð um afstöðu Ibsens til «... . __________ ________________ *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.