Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Happdrætti fyrir hvildarheimili verkamanna Fredrik Paasche Framhald af bls. 5. frá baráttu, starfi, ástalífi, leikj- um og íþrótlum, hibýlum og amboðum, fatnaði og innan- stokksmunum. í öðru bindinu, sem ekki var fullgert þegar Paasche féll frá, lýsti liann kristnitökunni í Noregi, aðdrag- anda bennar og baráttunni milli Þórs og Hvíta-Krists. Þriðja bindið átti að sega frá tímabil- inu frá falli Ólafs helga á Stiklastöðum til dauða Sverris konungs. En fjórða bindið átti að fjalla um söguna eftir Sverri til ársins 1319, er „nóttin langa“ liófst í Noregi. Það var mikill skaði að Paa- sclie entist ekki aldur til að ljúka þessu verki, því að enginn var bonum jafn fær til þess að segja þessa sögu, bæði sakir þekkingar og vitsmuna. Það má telja víst, að hann liefði gert það, ef annað hefði ekki truflað. En, eins og áður er sagt, varð það starf, sem bann taldi enn nauðsynlegra að vinna, að sitja í fyrirúmi siðustu æviárin. — Nokkru eftir 1930 bafði liann lokið við III. bindi bókmennta- sögunnar norsku, sem fjallaði um tímabilið 1811 -’50; Werge- land og samtíð bans. En nú fór að draga saman flóka í lofti: styrjaldarblikan liófst með vald- töku Hitlers og Paasche var einn þeirra, sem næmastir voru fyrir því, sem verða vildi. Hann var einlægur friðarvinur og mikill tilfinningamaður. En bann gerði sér ljóst, að einstak- lingurinn yrði þegar í stað að taka afstöðu til þess, sem var að gerast í beiminum. Annað- bvort með einræðinu eða móti, afskiftaleysið var glæpur. — í ræðu, sem hann hélt 17. maí segir hann : „Við erum lílil þjóð, og ekki mikils virði fyrir ])á stóru — en það skiftir engu máli, ef við aðeins víkjum úr vegi fyrir því, sem við höldum að sé aldarandinn. Ef við í hugleysi hættum við að draga mörkin milli rétts og rangs, þá hjálpum við aðeins til þess að gera samtíðina vesæla; bleyðimennskan, sem afsakar það ranga, getur verið eins ill, og hugrekkið til að drýgja það. Og með allri hálfvelgjunni ger- um við sjálfa okkur minni. Það eru ekki aðeins þjóðliöfðingjar, eins og kunnugt er, sem geta sagt af sér. Þjóðir geta það líka.“ Hann byrjaði að hjálpa flótta- mönnum að sunnan 1933. Og 1937 varð bann samherji Odds Nansen, Friðþjófssonar, í Nan- senshjálpinni svonefndu. Þetta starf tók allan þann tíma, er hann bafði aflögu frá kennslu- starfi sínu við háskólann. Og það gekk út yfir „Tré Ragn- hildar“. Yakinn og sofinn var hann i hjálparstarfinu. Ilann fékk ýmsu framgengt við stjórnina, sem aðrir höfðu áður reynt árangurslaust. Hann ferðaðist um landið og liélt fyrirlestra um börmungar flóttamannanna, um fangabúðirnar í Þýskalandi, um kúgun frjálsrar bugsunar. Norðmenn befðu hjálpað fyrr, þó litlir væru. Wergeland hefði hjálpað Gyðingum og bágstödd- um í Osló. Björnson liefði bjálp að Tékkum og Nansen Iiefði hjálpað miljónum ýmsra þjóða. „Jafnvel lítill bópur er aldrei of lítill, það standa einlivers- staðar leyndardómsfull orð urn, að tíu réttátir liefðu getað bjarg- að Sódóma“. — Nansenshjálp- in beindist í fyrstu ekki að því að taka á móti flóttamönn- um til Noregs beldur liðsinna landlausu fólki í Wien. Pen- ingar voru sendir, Odd Nansen var á sífeldu ferðalagi, en Paascbe stjórnað öllu lieima fyrir. Og eftir að flóttamenn- irnir fóru að koma lil Noregs tók bann sjálfur á móti þeim. Þannig bélt hann áfram þang- að til hann varð sjálfur að flýja land. Og í útlegðinni bélt bann áfram uppteknum liætti. I Svi- þjóð flykktust flóttamennirnir sunnan úr Evrópu að þessum lágvaxna norska prófessor, al- veg eins og aumingjarnir að Guðmundi góða forðum. Það var starf bjartans, sem tók bann allan síðustu árin; vísindamað- urinn og rithöfundurinn varð að leggja frá sér pennan, með- an alda hörmungar og neyðar reið yfir Evrópu. Fyrir skömmu kom út í Noregi dálítil bók, eftir mag. Philip Houm: „Fredrik Paasche, Nordmann og verdensborger. Eg nefni hana hcr bæði þeim til leiðbeiningar, sem vilja vita meira um prófessor Fred- rik Paásche en þaS hrafl, sem liér hefir veriS skrifaS, og eins af þvi, aS mér er skylt aS tilgreina, aS flest af því, sem hér er ritaS, er tekið eftir þessari bók. Margir íslending- ar þekkja nokkuS til hins mæta manns, en fleiri mættu gera þaS. Því aS bæSi í huga hans og hjarta átti ísland veglegt sæti. Sk. Sk. Úti á þekju. ÞaS er algengur mannlegur brest- ur aS vera utan viS sig, ekki síst i henni Ameriku. Þar eru körfur fyrir blaSarusl á götuliornum, eins og gengur, en í hverri viku eru þaS hundruS manna, sem setja bréf frá sér í þessar körfur í hugsunar- leysi i staS þess aS láta þau í póst- kassann. VerkamannafélagiS Dagsbrún i Reykjavík efnir um þessar mundir til happdrættis i því skyni aS koma tipp fullkomnu hvíldarheimili fyrir verkamenn og fjölskyldur þeirra. I happdrælti þessu eru 10 verS- mætir og eigulegir munir og mun almenningur verSa fús til aS styrkja þessa starfsemi verkamanna og hjálpa þeim til aS koma upp hvíld- arheimili sinu. DregiS verSur i hap])drættinu 1. maí i vor. FélagiS hefir þegar fest kaup á þrjátíu hektara landssvæSi af landi Stóra-Fljóts viS Tungufljót ásamt réttindum til hverahita, sent er þar á staSnum. Eru ýmsar framkvæmd- ir hafnar þarna á vegum Dagsbrún- ar og hafa verkamennirnir unniS allt í sjálfboSavinnu. í ráSi er aS koma þarna upp myndarlegum byggingum og búa svo aS staSnum, aS verkamenn geti notiS þar sumarleyfa sinna ásamt fjölskyjdum sínum. í þessu skyni er ráSgert aS reisa þarna húsnæöi fyrir einstaklinga og fjölskyldur, og ennfremur aö koma þar upp mat- sölu, svo aö verkamenn, sem dvelja þarna i frístundum sínum, livort lieldur er í tjöldum eSa í hinu fyr- irhugaSa hvildarheimili, geti fengiS keypt fæSi á staSnum viS kostnaSar- verSi. Hafa ýmsir verkamenn unniS mikiS starf fyrir þetta málefni, og þaS fé, sem hingaS lil hefir aflast til framkvæmda fyrir hvíldarheimil- iS hefir engöngu veriS frjáls fram- lög Dagsbrúnarmanna. Ilins vegar er þaS sýnilegt aS framkvæmdir þær, sem fyrirhugaSar eru i sam- bandi viS hvíldarheimilið, verSa svo kostnaSarsamar, aS félagiS hefir séð að frekari fjáröflunarleiðir eru nauðsynlegar, til þess að unnt sé NINON Samkuæmis- □g kuöldkjólap. Eftirmiödagskjolar PEgsur og pils Uatteraöip silkislappar □g svefnjakkar Hikiö lifaúrual Sent gegn pöstkröfu um allt land. — Bankastræti 7 að hrinda þessu máli í framkvæmd, og því hefir nú veriS efnt til þessa happdrættis. Eins og áður segir eru vinningarn ir í happdrættinu 10 að tölu og eru margir þeirra verðmætir og hinir eigulegustu. Meðal vinning- anna er yfirbyggð Jepp-bifreiS, píanó, tveir 500 króna peninga- vinningar, ritsafn Jónasar Hallgríms- sonar, Listamannaþing, 10 binda ritsafn og fleira. SVÖR VIÐ 7 SPURNINGUM. 1. Grettir Ásmundarson, 2. há- rétt, 3. já, 4. Þorsteinn Einarsson, 5. Soffía, 6. New York, 7. 212° Á Venus sést stundum einkennilegur bjarmi á nóttunni. Þetta hefir orðið til þess, að sumir visindamenn hallast að því, að mikil eldgos séu að staðaldri á liessari reikistjörnu, og stafi bjarminn frá eldgosunum. Hungur og þorsti. Fólk getur lifað dögum og vik- u msaman án þess að fá mat, en flestir geta ekki lifað nema 00 tíma án þess að fá að drekka. Hafið engar áhyggjur af blettum, hreirísið þá með VIM Setjið svolítið VIM á deigan klút, skolið síðan. vaskurinn er orðinn, öll ó- hreinindi og blettir á bak og burt. VIM eyðir blettum og óhreinind- um fljótt og vel. X-V 440-786 Lever Product

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.