Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 6
() F Á L K I N N Þrír síðustu dagar Mussolinis Eftir V. Lada-Mocarski Framhald úr síðasta blað1. Vegábréfin báru Ijcss nierki, að þau liöfðn vcrið útbúinn í mesta flýti. Á öðrn þeirra stóð 1912 sem fæðingarár karlmannsins, á hinu stóð 1914. Börnin mösuðu hvort við annað á ítölsku, og spurðu, hvaða maður þetta væri, sem yfir- heyrði þau. Þegar þeim var sagt að hann væri skæruliði, sögðu þau, að allir skæruliðar væru lieimskir og vondir. Spánverjunum var nú sagt, að Þjóðverjum einum yrði leyft að lialda áfram ferðinni, og yrðu þau því að verða eftir í Dongo. Maður úr liópi skæruliða ávarpaði spænska konsúlinn á spænsku og fékk vissu um, að maðurinn gat ekki talað það tungumál. „Konsúlnum“ og konu hans var leyft að flytja á hótel í bænum og áttu þau að dveljast þar, uns frekari ákvarðanir yrðu teknar i máli þeirra. Hin konan, sem seinna reyndist vera Claretta Petacci, frilla Mussolinis, var leidd til ráðhússins. Bill var að ljúka við rannsókn á næsta þýska flutningabílnum, þeg- ar einn af elleftu-stundar-frelsis- sinnunum kom hlaupandi til hans og sagði, að hann hefði fundið mjög grunsamlegan Þjóðverja í bíl, sem stóð allmiklu aftar í lestinni. Bill fór undir eins með manninum og í bíl þessum fundu þeir mann, sem lá i hnipri á gólfinu og sneri baki að þeim. Hann var klæddur þýskum yfirfrakka og hafði þýskan hjálm á höfði. ■Bill stóð á jörðinni og teygði sig upp, snerti við manninum og kallaði „Camerata". Maðurinn hreyfði sig ekki. Þá ávarpaði Bill hann sem „Eccellenza“. En maðurinn bærði ekki á sér.,„Cavalierc .Benito Musso- lini“, hrópaði Bill og maðurinn kipptist við. Bill stökk upp í bílinn og skæruliðinn fylgdi honum eftir. Þýsku hermennirnir höfðu farið út lir bílnum og stóðu nú fyrir aftan hann. Einn þeirra sagði að það væri drukkinn „kamerad“, sem lægi í bílnum og væri ekki vert að gera honum ónæði. Bill sagðist sjálfur mundu komast að raun um það og nálgaðist manninn, sem var umkringdur ábreiðum og lá enn i hnipri á gólfinu með hand-vélbyssu milli hnjánna. Bill gat ekki séð and- lit hans og tók þvi af honum hjálin- inn. Kom þá i ljós liinn alþekkti skalli á II Duce. Mussolini stóð nú upp og sagði: „Eg mun ekki veita viðnám.“ Bid tók vélbyssuna af honum og fékk skæruliðanum hana. Þvínæsl tók hann undir vinstri liandlegg Mussolinis, en skæruliðinn tók undir þann hægri; og bjuggust lieir nú til að stíga niður úr bílnum. Bill bjóst fastlega við því að þýsku hermennirnir mundu hefja skothríð, og hélt hann að þetta væri sitt siðasta. Það gátu ekki talist miklar líkur til, að Þjóðverjarnir mundu láta Mussolini af hendi á svona frið- samlegan hátt. Seinna skýrði Musso- lini frá því, að þýsku hermennirnir hefðu fengið skipun um að skjóta strax og uppvíst yrði um Mussolini. Samt sem áður kom enginn þeirra II Duce til lijálpar, en í stað liess lagfærðú þýsku hermennirnir þrep- in aftan úr bílnum og Mussolini og skæruliðarnir tveir stigu til jarð- ar. Mussolini varð augsýnilega fyrir vonbrigðum en hann bar sig vel. Á leiðinni til opinberrar byggingar þarna í nágrenninu, kvaðst Bill mundu ábyrgjast II Duce persónulegt öryggi svo lengi sem hann væri í sinni gæslu. Það glaðnaði yfir Mussolini, er hann heyrði þetta. Skæruliði fór á undan, en Bill gekk á eftir Mussolini með skammbyssu í hendinni. Hann veitti því athygli, að skammbyssa liékk í belti Musso- lini, og tók hana af honum. II Duce var leiddur inn í stórt herbergi á neðstu hæð byggingar- innar, til vinstri handar við aðal- inngöngudyrnar. Þegar hann kom inn í herbergið fleygði hann frá sér þýsku yfirhöfninni og lirópaði: „Nú er nóg komið af öllu því sem þýskt er. Þeir liafa aftur svikið mig.“ Það er erfitt að segja, hvort þessi orð hafi átt við tregðu þýsku fylgd- armannana til að berjast, eða livorl Mussolini meinti eittlivað annað með þeim. Nokkrir vopnaðir skæruliðar skipuðu sér inn í herbergið til varðhalds um Mussolini. Hann gat þess, að slíkar varúðarráðstafanir væru óþarfar, ]iví liann mundi aldr- ei reyna að strjúka. Bill dvaldist hjá Mussolini um stund og spurði hann spjörunum úr. „Hvar er Vittorio, sonur yðar?“ „Eg veit það ekki.“ „Hvar er Graziáni?“ „Eg veil það ekki fyrir vist; býst við að hann sé í Como. Hann sveik mig á síðustu stundu og neitaði að koma með.“ „Hversvegna voruð þér í flutn- ingabil, þegar sumir ráðherrar yðar voru í brynvarinni bífreið?“ Aftur muldaðir Mussolini eitthvað um svik. VI. Daginn eftir, þegar fréttist um handtökur Mussolini og ráðherranna, komust ýmsar sögur á kreik um það, með hvaða hætti þeir hefðu verið handteknir. Næstum allar þessar sögur voru uppspuni. Fréttir dag- blaðanna voru einnig uppspuni að miklu leyti, jafnvel staðurinn, þar sem Mussolini var handtekinn, var ekki rétt hermdur í þeim. Ein clgengasta sagan var sú, að Mussolini hefði verið barinn og yfileitt orðið fyrir hinni verstu með- ferð, þegar hann fannst í þýska flutningalestinni. Nákvæm rannsókn í Musso og Dongo (mestmegnis bygð á frásögn sjónarvotta) leiddi það hinsvega í ljós, að framferði skæru- liðanna var þeim til sóma, því að hvorki Mussolini né nokkur liinna fanganna urðu fyrir hinu minnsta ofbeldi. Og sannleikurinn var sá, að íbúar héraðsins fengu hvergi að koma nærri föngunum á þeim rúmum 24 tínjum, sem liðu frá því þeir féllu skæruliðunum i hendur o.g þangað til þeir voru teknir- af lífi. Skæruliðasveitin var skipuð mönn- um, sem höfðu tamið sér heraga, og þeir hlýddu í einu og öllu for- ingja sínum Pedro, er liafði mikla og góðá reynslu í starfi sínu. Símasambandið milli Dongo og Como var nú rofið af skæruliðunum. Vanargarður skæruliðanna á vegin- um milli Gravedona og Menaggio hindraði alla umferð. Skæruliðarnir vildu ekki eiga það á hættu, að nokkrir menn kæmust af yfirráða- svæði þeirra til héraðsins umhverfis Como en það var enn í höndum fas- ista. Það var því af einskærri tilvilj- un að áreiðanlegar fregnir af hand- töku Mussolinis bárust til Milano. En það atvikaðist svona: „Garlo“, yfirmaður einnar smá- sveitar skæruliðanna, hafði bæki- stöð í Gera Lario, þorpi einu við norðurenda Como-vatnsins. Þégar hann frétti, að stór þýsk-ítölsk flutningalest, sem Mussolini var i, hefði verið stöðvuð af skæruliðum nálægt Dongo, þá ákvað liann að fara þangað. Til frekari fullvissu um, að Musso- lini hefði verið tekinn höndum, fór Pedro til dvalarstaðar hans og sá II Duce með eigin augum. Carlo sneri aftur til Gera Lario og liélt þegar á skrifstofu Idro Elettrica Comacina, en þaðan lá einkasíma- lína á aðalskrifstofu féJagSins í Milano. Kl. 5,30 eftir hádegi símaði hann til Milano og talaði við einn af verkfræðingum félags'ins. Carlo fól honum að tilkynna CLNAI, að Mussolini hefði í raun og sannleika verið handtekinn. Klukkustundu sið- ar kom svar frá GLNAI, sem lagði svo fyrir að strangur vörður skyldi hafður um Mussolini og þess vand- lega gætt að honuin tækist ekki að flýja; en unifram allt mætti ekki gera honum mein á nokkurn hátt. Carlo kom þessum fyrirskipunum áfram til Pedro og Bill. Framhald i nœsta blaði. Frá þingi sameinuðu þjóðanna. Myndin var tekin meðan rætt var um eitt erfiðasta vandamálið, nefni- lecja Indonesíu, Grikkland og lran. Til vinstri sést Itússinn Visjinski, til hœgri tíretinn tíevin, en á milli þeirra stendur Ameríkaninn Stetlinius.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.