Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 - LITLA SAGAN - Lifi fegurðin! Saga af njósnara. Fcfe'ursta kona i heimi (að dómi allra þeirra, sem sáu hana) hopp- aði i fallhlíf úl úr rússneskri flug- vél og lenti í skógi nálægt Helsinki 1942. Saga hennar var þess eðlis, að ekki var hægt að segja hana fyrr en eftir að stríðinu lauk. En það atvikaðist svona: Eitt vorkvöld i annari finnsku styrj- öldinni við llússa, kom ljómandi falleg kona, sem talaði ágætlega finnsku, til frú Helle Vuolijoki, sem á heima á bæ, skammt fyrir norðan Helsinki. Frú Vuolijoki er þekktur leik- ritahöfundur og ein af leiðtogum róttæka vinstriflokksins. Það var hún, sem fyrst komst í talfæri við rússnesku fulltrúana í Stokkhólmi meðan stóð á vetrarstríðinu milli Finna og Rússa 1939 - ’40, og sá fundur varð til þess að vopnahlé komst á. Frúin, sem er 59 ára og veitir finnska ríkisútvarpinu forstöðu, vissi fljótlega deili á gestinum og var gtöð yfir að sjá hana. Þetta var dóttir gamals vinar hennar, Santeri Nuorteva, en hann hafði verið formaður sendinefndar þeirr- ar, sem þáverandi kommúnista- stjórn Finna gerðu út til .Banda- rikjanna 1918. Þegar finnsku komm- únistunum var steypt af stóli flýði Santeri til Rússlands með fjölskyldu sína. Þessi fallegi njósnari heitir Kerttu Santeri. Hún liafði fréttir að færa frú Vuolijoki frá hinura mörgu vinum henar í Rússlandi, sem líka þráðu frið milli landanna. Kerttu fór nú til Helsinki, cn frú Vuolijoki til Stokkhólms til að liitta þar rússn- eska sendimenn. Lögreglufnenn eltu hana á röndum og þegar hún ko:n heim aftur var hún handtekin á járnbrautarstöðinni í Helsinki. Sat luin inni í tvær vikur, en af því að ckki tókst að liafa neitt upp úr henni var hún látin laus aftur. Kerttu var látin vita að lögreglan óskaði ekki eftir henni, og svo hvarf hún. Þremur mánuðum siðar heim- sótti Kerttu frú Vuolijoki í Helsinki. Þær skiflust á fréttum og svo hvarf Kerttu aftur í mánaðar tima. Einn góðan veðurdag var hún tekin föst. Hún hafði sent fötin sín í hreinsun og gleymt að taka úr vasanum öskju, sem varahlutar til útvarpstækis voru í. 1 maí 1943 fór lögreglan að hramsa Finna, sem höfðu haft samband við „fallegu stúlkuna með svörtu augun“. Frú Vuolijoki og framkvæmdastjóri einn sem ekki má nefna að svo stöddu, voru handtekin. — Manno Dekkala, hermálaráðherrann, var líka riðinn við þetta mál, en hann var ekki handtekinn. Hann lét síðar af em- bætti. Nú er hann fjármálaráðherra í nýju stjórninni. Þvi var haldið fram í máli fram- kvæmdastjórans, að Rússum væri kunnugt um að hann stæðist illa fallegar konur, og að liann ætti búgarð fyrir utan Helsinki. Þangað hefði Kerttu ætlað að komast lregar hún hoppaði út úr flugvélinni, en það liefði mistekist. Idestam hét verjandi framkvæmda stjórans. „Eg sá liessa stúlku í nóv- ember, nokkrum dögum fyrir dóm- inn,“ sagði hann, „og ég gat varla dregið andann, svo falleg var hún.“ Hann spurði hana hvort lnin ósk- aði ekki að fá sér skipaðan verj- anda, en hún svaraði: „Það duga engir verjendur gagnvart Gestapó- réttlætinu." Kerttu var rólegust allra þeirra ellefu, sem ákærð voru fyrir njósnir. Við dauðadóminum, „með rétti til möguleika fyrir náðun, ef hún segði frá öllu“, sagði hún: „Eg er liðs- maður i rauða hernum, og ég bið aldrei fjandmenn mína um náð!“ Frú Vuolijoki var dæmd í ævi- langt fangelsi en framkvæmdastjór- inn sýknaður. Hinir voru ýmist sýknaðir eða fengu væga refsingu. Kerttu sat i gæsluvarðhaldi i marga mánuði. Þó að hún neitaði enn að tala, urðu lögreglufyrirliðarn- ir æ fiknari í að „yfirheyra“ liana en að fullnægja dauðarefsingunni. Frú Vuolijoki telur að Kerttu hafi verið „drepin með dálæti“. Síðar var lnin flutt í annað fangelsi, þar sem fangaverðirnir voru kvenfólk og ekki liaft vin um hönd. En einn daginn fékk liún „taugaáfall“ og fór að segja ferlegustu njósnarasög- ur. Var hún þá send í gamla fang- elsið aftur. Skáldkonan, sem kallar þennan atburð „mesta liarmleik ævi sinnar“, úlítur að Kerttu sé 34 úra. Verjand- inn telur aftur á móti að hún geti alls ekki verið meira en 28 ára, og hann bætir þvi við, að hún sé mjög víðlesin og gáfuð, og 100% Rússi. Dauðadóminum var aldrei full- nægt. Hinsvegar sást Kerttu oft úti með lögreglufyrirliðum, meira að segja á veitingastöðum. Einu sinni fékk hún að borða miðdegisverð heima hjá Idestam. Þaðan hvarf hún með dularfullum hætti, og mun einhver af þýsku foringjunum liafa hjálpað henni til þess. Þeir voru allir bálskotnir í henni, og einn þeirra hafði boðið henni að flýja með henni lil Svíþjóðar en hún hafnaði þvi. Sjö kíló af tóbaki þarf lil þess að béia til eitt kíló af vindlum. Litblinda er algengari hjá körlum en hjá kon- um og yfirleitt miklu almennari en margir halda. Því að oft kemur það fyrir, að fólk veit ekki af því fyrr en á fulorðinsárum, og þá fyrir tilviljun, að það er litblint. - TÍZKUMYNDm - Frakki með persíanskinni. — Það lítur ekki út fyrir að mikil þörf verði fyrir loðfeldi í ár, en aftur á móti ern meira notaðir frakkar. Þessi frakki er lagður miklu skinni og að auki með liandskjóli (múffu' og húfu. Það er ganmn að stakkn- um að aftan, sem eins og vegur á rnéti múffunni. Vetrarfrakki enskra kvenna. — 1 Englandi, eins og viða annarsstaðar er dýrtíð og efnisvöntun og undir eftirliti stjórnarinnar er framleiddur nokkurskonar hámarks hettufrakki úr þykku ullarefni í öllum mögu- lcgum lilum. Verðið er 5 pund Sterling tæpar 100 kr. Það er við- ráðanlegt og frakkinn er snotur hlýr og góður. fíetur maður kraf- ist meira? Leikkona í Nutría. — Þessi % siði loðfeldur er frá U.S.A., þaðan sem heimsins fegurstu feldir koma. - Lítið aðeins á hið snotra einfalda snið og hinar glœsilegu axlir. Persnesk skinnlagning. — Tískuhús i New York sýnir hér vetrarfrakká scm bæði er fallegur og látlaus, lagður með persnesku skinni á drengjakraga, ermaslúkum og hnýttu belti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.