Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 norrænu yrkisefnanna, er hann hafði valið sér, en tók þvínæst að rannsaka afstöðu Norð- manna og Islendinga til hinnar fyrstu kristni á Norðurlöndum. Árangurinn af þeirri rannsókn, sem er einstök í sinni röð á Norðurlöndum, var doktorsrit- gerðin „Kristendom og Kvad“, sem út kom 1914. Þar gerir hann m. a. ítarlega athugun á „Sól- arljóðum“ og „Geisla“. Næst þýðir hann „Lilju“ Eysteins og gefur hana út með ítarlegum skýringum og athuga- semdum, svo að telja má, að þessi Liljuútgáfa sé ein fremsta sem til er. Þýðingin útaf fyrir sig er talin meistaraverk. Lilja kom út 1915. Árið 1917 varð P. dósent við Oslóarháskóla og 1920 pró- fessor í almennri bókmennta- sögu. Um þær mundir fer hann að snúa sér fyrir alvöru að fyrstu rituðu sögu Noregs, Heimskringlu Snorra. Ólafur lielgi varð lifandi veruleiki í höndunum á hon- um og ásamt Sverri konungi sá hyrningarsteinn, sem síðari saga Noregs hlaut að byggjast á. Og enginn hefir brýnt það betur fyrir Norðmönnum en Paasche, að íslendingurinn Snorri Sturluson liafi bjargað þjóða’ vitund Norðmanna með Heim kringlti. Paasche segir svo: „Sagan um Ólaf Haraldsson og helgisagan um Ólaf helga urðu byggjandi öfl í landinu. Hann féll og fór úr fallinu til upprisunnar. Og í upprisunni tók hann Noreg með sér. Þetta réð örlögum landsins, grunn- festi ríkið. Ólafur Haraldsson varð dýrlingurinn, sem hélt Noregi við með bænum sínum, liann varð konungur Noregs að eilífu! — Enginn Norðmaður hefir verið ríkari í hugarheimi þjóðarinnar en hann, — í sög og ljóði, í sögn og helgisögn og kirkjulist. Lög ríkisins urðu Ólafslög. — Yfir helgum dómi konungsins í Niðarósi reis feg- ursta kirkja Norðurlanda. Og minningardagur konungsins, 29. júlí, varð sá dagur, er sameinaði hugi allra Norðmanna.“ Sá, sem þetta ritar var stadd- ur í dómkirkjunni i Niðarósi, þegar Norðmenn minntust 900 ára afmælis Ólafs helga 1930. Tvær ræður voru fluttar, sem mér eru minnisstæðar síðan. Önnur var ræða Nathans Söd- erbloms erkibiskups er hann flutti kveðju sænsku kirkjunn- ar. Hin var ræða Fredriks Paasche um Ólaf helga. Jafn lif- andi ræða um níu hundruð ára gamlan mann, held ég að hafi ekki nokkurntíma verið haldin í veröldinni. Paasche gaf út litla bók um Ólaf helga 1921, en sama ár kom önnur frá honum, sem meiri athygli vakti: Kong Sverre. Það er rangt að segja, að hann endursegði þarna sögu Sverris, þó að hókin byggist á henni og hann viðurkenndi að jafnaði söguna, sem ýmsir aðr- ir vísindamenn hafa viljað gera liálfgerða lygasögu. En hann blæs nýjum anda í þennan „gamla Birkibein“, gerir hann svo lifandi, að það er eins og lesandinn skynji hreim og and- ardrátt þessa þróttmikla bar- dagamanns, sem af sumum samtíðarmönnum sínum hefir verið í líku áliti og Vidkun Quisling varð siðar. III. Árið 1921 kom Paasche til íslands og dvaldi hér nokkurn tíma sumars. Ilann hefir ritað um þá ferð, sem hann taldi einn af mestu viðburðum ævi sinnar — vegna fólksins, sem hann hitti þar og vegna lands- háttanna. „Ekkert verkar sterk- ar á mann en fyrsta sýn af íslandi,“ segir hann. Líklega hafa fáir eða engir erlendir gestir vitað jafn mikið um sögu íslands, er þeir komu hér í fyrsta sinn, og Paasche gerði. Og vafalaust hefir hann áður gert sér í huganum myndir af islenskum stöðum, fyrst og fremst af Reykliolti og biskups- stólunum og ldaustrunum. Eg sá hann um borð í norslca skip- inu á ytri höfninni í Reykjavík morguninn, sem hann kom. — Hann stóð á þilfarinu, en horfði ekki yfir bæinn heldur upp til Esju og Akrafjalls — liorfði lengi en mælti ekki orð. En mér þótti einkennilegt að sjá þennan lágvaxna mann standa þarna með tárvot augu. Sjór- inn var sléttur og Esjan blá, fallegur sumarmorgunn. „Þetta er dásamlegt!“ sagði hann við sjálfan sig og fór svo að sinna tollþjóninum. Hann átti ýmsa kunningja liér, og svo aldavininn Sigurð Nordal. Hafði umfangsmikla ferðaáætlun, og kvaðst m. a. helst ekki vilja fara af landinu án þess að koma að Völlum i Svarfaðardal — vegna Guð- mundar góða. Honum fannst sagan liafa farið verr með þann mann, en hann ætti skilið. Og varla hefir þessi flökkubiskup eignast betri formælanda en einmitt Fredrik Paasche. Eftir Islandsförina lá Paasche aldrei á liði sínu, að kynna Is- land og gera hlut þess sem bestan. Hann fékk norskt for- lag til að gefa út smárit um ísland og stjórnaði þeirri út- gáfu. Og árið eftir kom út bók- in „Snorri Sturluson og Sturl- ungar“ mikið rit og merkilegl, sem liefir átt ómetanlegan þátt í því að eyða þeirri norsku fjar- stæðu, að Snorri hafi verið einskonar norskt lijáleigubarn. I bókinni lýsir hann þvi hvað ísland liafi verið i tið Snorra, hann segir íslenslca sögu sem sjálfstæða sögu í sjálfstæðu landi. Hann mun og hafa stutt að því, að hók Sigurðar Nor- dal um Snorra kæmi út í norskri þýðingu. Skömmu siðar fór Asche- liougs Forlag i Osló að gefa út nýjar þýðingar af Islendinga- sögum. Þýddi próf. Paasche Njálu og fór þar meðalveg milli þess að þýða í fornlegum stíl og nútímastíl. „Eg kaus að lúta orðalagi sögunnar svo mjög sem unt er, þegar jafn- framt á að bjarga sambandinu við það, sem er lifandi mál í dag,“ segir hann. Málhagir smekkmenn norskir telja þessa Njáluþýðingu Paasches liið á- gætasta listaverk. Og um sama leyti kom fram árangurinn af löngu starfi Paasches í þágu íslenskra hók- mennta. Árið 1923 kom út 1. bindi af „Norskri bókmennta- sögu,“ skrifað af Paasche. — Hann gerir þar grein fyrir því í formála, að ekki sé hægt að skrifa norska bókmenntasögu án þess að skrifa íslenska bók- menntasögu, enda er þetta fyrsta bindi nær eingöngu um íslenskar bókmenntir. Svo mikil innsýn og andagift er í þessu riti, að það væri stórmikill fengur að fá það gefið út á íslensku, svo að það gæti orðið eign sem flestra íslenskra heim- ila. Nú er svo margt gefið út á íslensku og svo mikið keypt af hókum, að það væri vel ráð- ið ef einliver útgefandinn tæk- ist á hendur að koma því út. Meðferð lians og skilgreining á Eddukvæðunum er t. d. með þeim snilldarbrag, að jslenskir lesendur mundu óefað liafa á- nægju og gagn af að kynnast þessum fjársjóðum af túlkun þessa ágæta manns, sem bæði hafði innsýn i efnið og ást á því, og var í senn skáld og visindamaður. Og svo segir hann svo skemmtilega frá. —- Hann talar ekki sem fræðimað- ur, heldur segir liann frá og lætur sjálft efnið tala. Þess- vegna er hann við alþýðuskap og fræðir án þess að lesandinn viti annað en að hann sé að lesa sér til skemmtunar. IV. Árið fyrir styrjöldina vann Paasche að merkilegu riti um sögu Noregs frá öndverðu til þess er hin forna konungsætt Noregs varð aldauða í karllegg, árið 1319. Þetta rit átti að heita „Tré Ragnhildar drottningar“ og er nafnið dregið af draumi Ragnhildar, móður Haraldar hárfagra, sem Snorri segir frá, er hún sá þyrninn vaxa yfir allan Noreg. Paasche entist ald- ur til að leggja síðustu hönd á fyrsta bindið: „Land svörtit skipanna”, en svo var Noregur kallaður í fornírskum hetju- ljóðum. Segir þar frá Noregi í heiðni, frá trú manna á undra- öfl náttúrunnar og á galdra, Framhald á bls. Í4. Óhagganleg afstaða Tyrkja. — / alþjóðamálum hafa Tyrkir gefið greinilega gfirlxjsingii um afstöðn sína: Hver sá, s-em seilist til yfir- ráða yfir tyrknesku landi mun verða fyrir vopnaðri mótstöðu. — Hér að ofan er mynd frá höfuðborg Tyrktands, Ankara. Til hægri sést stytta af hinum glæsilega stjórnmálamanni Kemal Atatyrk. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.