Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VHG/Vtf LES&HbURNIR Apinn og úlfurinn Einu sinni voru karl og kerling, sem áttu lítinn apa og lítinn strák. Apinn hét Jimmi og strákurinn liét I)ick. Karlinn var vanur að haf'a apann með sér þegar hann fór í kaupstaðinn. Apinn dansaði á göt- unni og lék allskonar Iistir. Og svo fékk karlinn peninga lijá þeim, sem horfðu á. Og svo keypti karlinn mat og fór með hann heim til kerlu sinnar. En einn góðan veðurdag vildi apinn ekki dansa og leika meira. Hann var orðinn svo gamall að iiann gat það ekki. Þá varð karlinn reiður því nú fékk hann enga pen- inga fyrir mat. Þegar hann kom heim til kerlingarinnar sagði liann: — Nú vil ég ekki eiga apann lengur. Á morgun fer ég með hann og fleygi lionum i sjóinn. Apinn Jimmi sat inni i nœsta herbergi og þegar hann heyrði livað karlinn sagði, varð hann skelfing aumur. — Eg vil ekki láta fleygja mér i sjóinn, hugsaði liann með sér. Eg vil vera hérna áfram. Hversvegna er karlinn svona vondur við mig núna þegar ég er orðinn gamall? Eg hefi dansað og lioppað svo mik- ið fyrir liann áður og útvegað hon- um mikia peninga. Kerlingin vorkenndi apanum, og vildi ekki láta drekkja honum. — Hver veit nema það komi fisk- ur og éti hann, aumingjann, sagði hún. — Já, það væri líka best, sagði karlinn. En Jimmi varð enn sárari: — Eg held að ég verði að fara út í skóg, og sjá hvort ég hitti ekki nein dýr að tala við, hugsaði liann. Og svo fór apinn. Þegar hann liafði gengið um stund mætti hann úlfi. —- Góðan daginn, herra úlfur! sagði Jimmí. Skelfing áttu gott að vera svona stór og sterkur og dug- legur að hlaupa. Þegar úlfurinn heyrði allt hrós- ið varð hann svo upp með sér og teygði sig þangað til hann varð afar langur. — Já, það kemur sér að vera stór og sterkur þegar maður er að lilaupa um skógana, sagði úlf- urinn. — Eg viidi óska að ég væri svona sterkur, sagði apinn. — Hversvegna óskar þú þess? sagði úlfurinn. — Og hversvegna ertu svona gugginn? — Mér líður svo illa, sagði ap- inn. Karlinn, sem ég á heima hjá segir að ég sé orðinn of gamall, af því að ég er hættur að geta dansað. Hann fær enga peninga þegar ég dansa ekki, og þessvegna vill hann ekki fæða mig lengur. Og ekki fæ ég að vera í húsinu hans lield- ur. Á morgun ætlar hann að fleygja mér í sjóinn. Svo að það er engin furða, þó að það liggi illa á mér. Jú, úlfinum fannst það ekki nema eðlilegt. En af þvi að apinn hafði verið kurteis við úll'inn þá vildi úlfurinn reyna að hjálpa apanum. — Heyrðu, Jimmí, sagði hann. Eiga þau ekki lítinn strák, karlinn og kerlingin, sem lieitir Dick? — Jú, sagði apinn. — Þá veit ég hvernig ég á að lijálpa þér, sagði úlfurinn. Iierl- ingin er vön að setja út vagninn með stráklinokkanum í, þegar hún er að vinna. Nú skaltu sjá. Þegar hún hefir sett Dick Jitla út á morg- un, þá ætla ég að koma og taka liann .og Iilaupa með hann inn í skóg. Og þá verður kerlingin nú sorgbitinn. En þá skaltu flýta þér og lioma á eftir mér og ná í stráli- inn lijá mér. Þegar þú kemur með hann aftur, lagast þetta allt, sjáðu til. --------Jimmi varð liiminlifandi. Og morguninn eftir gægðist hann út um gluggann, þegar kerlingin setti vagninn með Dick litla út. Eftir dálitla stund kom úlfurinn. Og hann tók drenginn úr vagninum og hljóp með hann inn í skóg. Kerlingin æpti og fór að gráta. Og karlinn varð sárhryggur líka. En nú flýtti apinn sér á eftir úlfinum. Þegar Jimmi kom inn í skóginn stóð úlfurinn þar og beið. Og Dick litli lá í grasinu og orgaði. -—• Taktu nú strákinn og berðu hann varlega heim, sagði úlfurinn. Og það gerði Jimmí! Þegar liann kom heim með snáðann urðu karl og kerling heldur en ekki glöð. Þau föðmuðu Jimmí. — Nú máttu ekki drekkja honum Jimmí, sagði kerlingin. Því að hann bjargaði drengnum okkar. Nú skal Jimmi fá að éta eins mikið og hann vill. Og hann skal alltaf verða hjá oklcur og gæta að drengn- um okkar. Þá tekur úlfurinn hann ekki frá okkur. Karlinn samsinnti ]>ví. Og Jimmi varð barnfóstra. En um kvöldið fór hann út í skóg og þakkaði úlfinum fyrir hjálpina. Einu sinni var Lúðvík XIV að basla við að setja saman kvæði. Hnoðaði liann því saman og sýndi það svo Boileau, liirðskáldinu, og spurði hvernig honum þætti. — Sire, svaraði hann, — eins og ég liefi altaf sagt þá er yður enginn hlutur ómögulegur. Þér haf- ið ætlað að yrkja lélegt kvæði. Og það hefir yður fyllilega tekist. Adamson. Skrítlur — Nú er ég búinn að vera fullur i fimm daga, þegar morgundagur- inn er talinn með. ***** — Getið þér, maður minn, gert svo vel og sagt mér, hvar útsýnið er fegurst hér um slóðir? — Ojú jú, það ætti að vera vanda- laust. Fylgið bara bréfaruslinu og tómu niðursuðudósunum þar til er þér komið að flöskubrotunum, þar er það, Ijúfurinn. ...... og hvað voruð þér eigin- lega að gera þarna suður í Afrik- unni............ a ? — Já, halló, það var út af þess- um rottuhundi, sem ég keypti hjá ykkur i gœr.. .. Þýsk herdeild gekk um Dramm- ensveginn í Oslo og söng fulluin hálsi: — „Wir faliren gegen Enge- land.“ Gömul kona, sem mætti þeim, sagði: — Þá eruð þið að villast Þetta er leiðin til Drammen!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.