Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar .Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/R SKRADDARAÞANKAR Það er svo oft talað um það' um þessar mundir, að nú sé einangrun íslands rofin, og þar fyrst og fremst átt við, að ísland er orðið áfanga- staður á flugleiðinni milli hins gamla og nýja lieims. Samt sem áður er dýrðin nú ekki meiri en svo ennþá, að póstbréf milli ís- lands og Norðurlanda eru oft Upp- undir mánuð á leiðinni, að maður tali ekki um, að farþegar verða að bíða vikum saman eftir því nð komast frá útlöndum til Islands. Og fargjaldið er þannig, að undir eins og gullkálfaöldinni linnir á íslandi veröur það ekki nema fyrir fárra buddur að nota sér loftleiðina. Að svo stöddu er landkynningin, sem ísland hefir fengið með flug- inu, ekki önnur en sú, að far- þegar milli austur- og vesturhcims tylla sér niður í Keflavík, eins og kría á stein, og fara þaðan úttútn- aðir af gremju yfir viðtökunqm. Þeir hafa fengið að koma inn í bragga, þar sem bæði er fúlt og kalt, liafa komist í vont skap og þyltir landið ljótt og allt bölvað. Þannig segist þeim frá þegar þeir koma heim. Þær eru ekki fáar, greinarnar um Keflavík, sem birst hafa í Norðurlandablöðunum i haust og vetur, frá ferðafólki, sem komið hefir við í ICeflavik. Svíi einn, sem kom þar við skömmu fyrir jól og þurfti að bíða nokkra klukkutíma að næturlagi og ætlaði að sofa, lýsir jjví ömurlega, hve liann hafi skolfið rnikið á hörðu fleti undir lélegri værðarvoð, enda skildist manni helst að brotin hafi verið rúða í skýlinu, og þessvegna verið dragsúgur inni, enda var ofsarok. Þannig eru margar sög- urnar. Og þær gera ótrúlegan skaða. Er fsland þá svona? segir fólkið. Það tilheyrir engri nýskipun að breyta náttúrufegurðinni við Kefla- vik. En hins verður að krefjast af þeim, sem reka flugferðirnar að j/eir sjái fólki fyrir sæmilegum vistarverum meðan það stendur við. Annars væri viðfeldnast að íslend- ingar tæki nú þegar að sér rekstur flugvallarins sjálfir og gerðu þær umbætur j/ar, sem þurfa þætti. Meðal annars þarf líka að sjá fyrir belri samgöngum við Reykjavik, svo að ferðafólk geti skroppið þangað þegar tími leyfir — vitan- lega loftleiðis. Skipasmíðastoð Landssmiðjunnar. Þann 20. júlí 1945 var undirrit- aður samningur milli ríkisstjórnar- innar og Landssmiðjunnar um smíði á 12 vélbátum 55 tonna. Það var þegár sýnt að til þess að bátarnir yrðu tilbúnir á réttum tíma þurfti nauðsynlega að byggja skála fyrir smíði j/eirra. Strax í júni var byrj- að að grafa fyrir slíkum skálum inn við Elliðaárvog; snemma í september var svo byrjað að reisa þá og þann 1. des. voru þeir komn- ir undir þak. Stjórn Landssmiðjunnar, sem skipuð er þeim Pálma Loftssyni, Geir Zöéga og Axel Sveinssyni, bauð blaðamönnum að skoða hina nýju skipasmíðastöð á þriðjudaginn var. Áður en ekið var inneftir, j/áðu menn veitingar í samkomusal Lands- smiðjunnar við Sölvliólsgötu og við það tækifæri gerði Ásgeir Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, nokkra grein fyrir þessum framkvæmdum. Bénti hann á ýmsa örðugleika í sambandi við J/ær og nefndi sem dæmi, að kostnaðurinn við flutn- ing á efnivið í bátana væri næst- um eins mikill og sjálft verð efniviðarins. Hinsvegar mætti J/að teljast mikil bót að öll smíði, sem að kostnaði nemur nálægt helmingi af lieildarverði bátanna, væri nú framkvæmd með innlendu vinnu- afli. Kvaðst Ásgeir þess fullviss, að stofnun ltessarar skipasmíðastöðv- ar væri stórt skref í áttina til auk- innar hagsældar fyrir sjávarútveg- inn og allt íslenskt þjóðlíf í heild. Hin nýja skipasmíðastöð er hin fyrsta hér á landi, þar sem unnið er að smíði liinna stærri báta inn- anhúss. Skálarnir, sem bátarnir eru smíðaðir í, eru 55x22 m. að stærð, en fyrir ofan aðalskálana er véla- og smiðahús, sem er 25x31 m. að stærð. Fjórir bátar eru smíðaðir í senn og hófst smíði þeirra fyrstu 2. des. s.l. Samkvæmt samningi eiga Jæssir fyrstu 4 bátar að vera búnir 1. okl n.k., en J/ar eð verk- ið gengur mjög vel má gera ráð fyrir að tveir J/eirra, að minsta kosti, verði tilbúnir nógu snemma lil að fara á síld á sumri komanda. Ætli ekkert að verða því til fyrir- stöðu svo frantarlega sem vélarnar, en Jiær verða keyptar i Englandi, berast hingað i tæka tið, Verð livers báts er áætlað um 435 þús. krón- ur en þar með er ekki talið verð á aðalvélinni. Bátarnir eru byggðir eftir teikn- ingum Þorsteins Daníelssonar, en Páll Pálsson, skipasmíðameistari, hefir haft yfirumsjón með öllu, sem bálasmíðina snertir. Hafliði J. Haf- liðason annast clla verkstjórn. Að smíði bátanna vinna nú 11 smiðir, 10 nemendur og 10 aðstoðarmenn. Tito marskálkur fékk, eins og kiinn- ugt er, einróma traustsyfirlgsingu frá báöum cleildum júgóslavneska f>ingsins. Fyrir skömmu var hann í Varsjá, þar sem hann undirritaði 20 ára vináttusamning milli Pól- verja og Júgóslava. Felix Gouin, Frakklandsforseti. — Pétur Denediktsson, sendiherra, gekk á fund hans s.l. laugardag og afhenti honum embættisskilríki sín. Andrej Visjinski. Erich ,Maria Remarque. — Allir kannast við sögurnar „Tíðindalaust á Veslurvigstöðvunum“ og „Vér héldum lieim“. Mynd þessi er af hinum þýska höfundi þeirra, Erich Maria Remarque, sem nýlega skrif- aði ávarp til yfirstjórnar ameriska setuliðsins i Þýskalandi, þar sem hann hvetur hana til, að leggja meiri áherslu á að sýna Þjóðverj- um fram á þá staðreyhd, að það var Hitler, sem átti sök á stríðinu og þar með öll þýska þjóðin. Lárus Jónsson, organleikari, Hverf- isgötu 38B, Hafnarfirði, verður 50 ára 25. mars. Mohamed Ali Junnah, forseti ind- verska Múhameðstrúarsambandsins. r

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.