Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Ragnhild Breinholt Nörgaard: • • Oldur örlaganna 19 til dyranna á meðan á samtalinu stóð, en um leið og hún opnaði, sneri hún sér við. — Eg trúi þér ekki, endurtók liún stilli- lega, ég trúi því ekki, sem þú hefir sagt mér fyrr en ég lieyri það af vörum Eriks sjálfs, og það kemur aldrei fyrir að ég heyri hann segja þelta. Eg hefi verið hon- um svo góð, sem ein kona getur verið nokkrum manni, ég hefi verið honum trú og unnað lionum ósegjanlega heitt, og ég mun aldrei hætta að elska liann, eða liætta að treysta honum. Erik svíkur lield- ur ekki —, hvorki drenginn sinn eða mig! Eg hata þig ekki, hélt hún áfram alvöru- gefin, ekki eins og þú hatar mig, þrátt fyrir það þótl ég hefði ástæðu til þess. Eg hefi aðeins meðaumkun með þér, því ég veit hversu bágt þú átt með því hug- arfari, sem þú herð. Eg gef ekki upp von- ina um að Erik sendi hoð eftir mér eða sæki mig. Eg veit að hann gerir það; ég hefi enga ástæðu til að vantreysta lionum, en ég hefi ríka ástæðu til að efast um sannleiksgildi orða þinna. Vertu sæl! Inga leit hvasst til Sylvíu um leið og hún gekk út úr dyrunum, en Sylvía var snúin við inn í forstofuna og lét sem liún heyrði ekki orð hennar. Þrátt fyrir það, þótt Inga hefði látið svo, sem hún tryði ekki orðum Sylvíu, gat hún ekki varist óróleika í sál sinni er hún var ein á leið lieim lil sín. Hún fann að með samtalinu við Sylvíu höfðu efasemd- ir hennar aukist lil muna, efasemdir, sem höfðu svo lengi grafið um sig frá þvi að hún fékk síðast hréfið frá Erik. Hvernig átti hún að skýra þessa þögn, livernig átti hún að fá svar við liinum mörgu spurn- ingum, sem liópuðust upp í huga liennar? Þessa nótt grét hún sig í svefn. Hún grúfði sig niður i svæfilinn til þess að Per litli hevrði síður til hennar. Hversu lengi þurfti hún ennþá að bíða eftir því að Erik skrifaði henni, hún vildi ekki trúa Sylvíu, sem hafði reynt að rægja hann, en hve lengi mundi hún þurfa að híða? Og hversu lengi mundi hún ennþá halda þrótti sínum og lieilsu? Daginn þann er hún flutti úr húsnæði sínu, lét hún gömlu konuna, sem hún hafði búið hjá, fá hið nýja lieimilisfang sitt, og bað hana að senda sér þangað bréf, ef svo hæri lil að henni yrði skrifað. Svo fór hún með drenginn, sem fylgdist með áhuga með starfi flutningsmannanna, sem hjálpað höfðu þeim til að bera hin fáu húsgögn sem Inga átti, út úr herberg- inu út á smá handvagn, sem þeir óku þeim á. Inga reyndi að vera róleg, og gerði sér það ljóst, að drengsins vegna yrði hún að standast þær raunir, sem þjáðu huga hennar. Um kvöldið, þegar hún var búin að koma sér fyrir í liinu nýja herbergi, — litlu og óvistlegu herbergi á fjórðu hæð — og horfði niður í garðinn þar sem hún sá nokkur börn að leikjum sínum, fannst henni með sjálfri sér, að hún væri dæmd til að vera þarna til æfiloka. Þarna i þess- um óvistlega stað og leiðinlega bæjar- hverfi. Og nú lét hún í fyrsta sinn hug- fallast með öllu. Alla nóttina lá hún vakandi og hlustaði á drenginn, sem alltaf var hóstandi. Um morguninn var hún ekkert farin að sofa, en lá í rúmi sínu og starði fram fyrir sig í vonleysi og örvæntingu. Nú fann hún að efasemdirnar og bitur- Ieikinn höfðu tekið rúm í sál hennar. XII. KAFLI. — Mamma! Eg get vel hjálpað þér til þess að vinna inn peninga, sagði Per kvöld eitt tveim vikum eftir að þau voru flutt í litla herbergið i fátækrahverfinu. Inga liafði verið úti allan daginn til að reyna að finna sér eitthvert starf, en kom heim þreytt án nokkurs árangurs. — Eg var í dag niðri í porti með börnunum, og þar var einn drengur, sem sagði mér að ég gæti unnið inn peninga með því að selja hlöð á götunum. Má ég ekki gera það, mamma? — Ó, Per! sagði Inga mæðulega og tók drenginn í faðm sinn. — Þú veist að ég vil ekki að þú sért með börnunum hér úti í portinu. Hvers vegna fórstu þangað í dag? — Börnin voru í svo skemmtilegum leik, og mig langaði til þess að vera með, og þau voru mikið betri við mig núna lieldur en síðast. Má ég gerast hlaðasölu- drengur: — Nei, þú ert ekki nógu hraustur, og — það þýðir ekkert fyrir þig að tala um það meira! sagði Inga og reyndi að vera ákveðin. — Nefndu þetta ekki framar, Per. Á moi’gun er sunnudagur og þá för- um við í skemmtigöngu saman. — En ég vildi hjálpa þér með þessu, mamma! sagði Per og tárin konm fram í augu hans, er hann varð fyrir þessum sáru vonbrigðum. Nú þegar hann var búinn að sjá leið til þess að hjálpa mömmu sinni, varð það að engu haft. — Þú hefir alltaf sagt, að það væri engin skömm að því að vinna hvað sem fyrir félli, aðeins ef það væri heiðai’- leg atvinna, og það er blaðasalan vissulega. — Já, en þú ert alltof lítill, og ekki nógu hraustui’. Eg vil ekki hlusta á þetta lengur, Per. Nú mátt þú ekld rella meira við mig, ég er mjög þreytt. Já, þú ert voðalega þreytt, svaraði Per og vafði handleggjunum um liáls móður sinnai’, og lagði tái’vota vanga sína upp að henni. — Bara ef þú verður ekki veik, mamma. Ef þú verður veik, þá get- um við ekki komist til pabba, heldur þú það? Inga liristi höfuðið. Fyrr um daginn þegar liún fór út til að leita sér vinnu, eftir auglýsingum dagblaðanna, hafði hún heimsótt görnlu konuna, sem liún hafði áður búið hjá- Á hvei'jum morgni frá því liún hafði flutt, vonaði liún, að liið lang- þi’áða bréf frá Erik lægi heima hjá gömlu konunni, og að hún hefði gleymt að senda það til sín. En þrátt fyrir það þótt von- irnar um það væru nú farnar að dofna, vildi hún samt vita vissu sína. En það hafði ekkert bréf komið, og gamla konan hafði látið í ljós sára með- aumkun með henni út af vonbrigðum hennar, og lofað að senda til hennar strax ef bréf kæmi. Inga hafði farið aftur heim og fundið til sárax’a vonleysis en nokkru sinni áður. Henni fannst það næsta undai-legt hversu þungt henni féll þetta, þrátt fyrir það þótt hún hefði miklu fremur búist við því að ekkert bréf væri komið. Hún á- kvað með sjálfri sér, að fara ekki fleiri ferðirnar til gömlu konunnar. Ef Erik myndi skrifa, var hún viss um að gamla konan sendi sér bréfið. — Nú fer ég að xnatreiða, Per! Eg keypti mjög góðar pylsur handa þér, sagði Inga og geklc að prímus sem stóð í einu horni hei'bergisins á litlu blikkklæddu borði. — En þú vei'ður þá að borða líka, sagði drengurinn, sem veitl hafði þvi glliygli að upp á síðkastið horðaði hún ekkert annað en brauð og smjörlíki, þótt hún væri með einhvern betri mat handa honum. — Eg er ekkert svöng, en þú hlýtur aftur á móti að vera það, sagði Inga og brosti. Að undanförnu hafði hún borðað eins lítið og hún gat, en hins vegar hafði hún reynt að gefa di'engnum heitan og góðan mat daglega. Heimi hryllti við lil- hugsuninni um það, hvað hún ætti til bragðs að taka þann dag, er liún væri búin að eyða sínurn siðasta eyri, og ef hún fengi enga alvinnu áður. Hún vissi að hún gæti ekki gætt drengsins fyrir áhrif- um götubai-nanna í þessu nýja umhverfi, sem þau voru nú flutt í, og jók það enn á áhyggjur hennar. Fram að þessu hafði henni heppnast að lialda honum frá göt- unni, en hún vissi að fyrr eða siðar kæmi að því, að hann yrði virkur þátttakandi í félagsskap barnanna. Hann var aðeins barn ennþá og lienni fannst að hún gæti ekki skipað lionum að sitja inni allan daginn, og horfa á leiki hinna barnanna, án þess að taka þátt i þeim. En hún vissi hversu óhollur félagsskap- ur það var fyrir hann, að vera með börn- unum í þessum borgarhluta. Fyi’st þegar hann hafði farið út, án þess að hún vissi af því, sá hún, þegar hann kom inn aftur, að hann hafði grátið, og þegar hún spurði hann liverju það sætti, sagði hann henni ástæðuna. Ki’akkarnir höfðu kallað hann „heimsk- ingja og bjána“ og spottast að fötunum hans, sem voru þó hreinlegri en þeirra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.