Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Fyrir heimilislausa. Þúsundir Þjóðverja ráfa nú um hið eyðilagða ættland sitt í leit að húsaskjóli. 1 bænum Bielefeld hafa hjálparsveitir Lutherstrúarmanna ofnað gríðarstórar svefnstofur fyrir almenning. Á kvöldin er þar haldin stutt guðsþjónusla, áður en menn fara í hát inn. Mynd þessi var tekin við slíkt tækifæri. Kol! Kol! — Öll lönd Evrópu biðja um kol og aftur kol til þess að koma iðnaðinum, gas og rafmagns- stöðvunum aftur af stað. Nánui- verkamaðurinn er því hetja dags- ins, og við hann eru tengdar vonir kolasnauðra. Lögregluliðið í Palestínu. — Bretar þurfa á miklu lögregluliði að halda lil að berja á óánægffum íbúum Palestínu. Á efri myndinni sjást lögreglu- menn, sem breska heimsveldið notar lil afí bœla niður minniháttar upp- reisnir gegn sér. Þessir náungar eru vopnaðir kylfum og skjöldum, sem skýla þeim fyrir grjótkastinu sem tíðum dynur á þeim. Auðvitað eru þarna líka vel vopnaðar lögreglusveitir, reiðubúnar til bardaga, ef á þarf að halda. Á neðri myndinni sjást lögreglumenn með nokkra unga Gyðinga á leið til yfirheyrslu og ef til vill fangelsisvistar Þingi Sameinuðu þjóðanna slitið. — Visinski, hinn mikilhæfi fulltrúi Itússa á þingi Sameinuðu þjóðanna, sést hér vera að kveðja Hafiz Wahba, einn af fulltrúum Araba, eftir að þinginu hafði verið slitið. Nýjubúðir enn í hættu? — Fyrir 300 árum lét Kristján fjórði byggja þessi hús fyrir fólkið á Ilolmen. Siðan hafa margoft verið uppi radd- ir um það, að réttast væri að rífa þau og byggja önnur ný í staðinn. Aldrei hefir þó neitt orðið úr því enn sem komið er, en nú eru menn aftur farnir að rifast um málið og getur svo farið, að ekki líði á löngu, þangað til þessi gömlu hús hverfa af sjónarsviðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.