Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.03.1946, Blaðsíða 9
FÁLKI.NN 9 orður og titlar og allt þesshátt- ar, þeir væru það sem þeir væru: frjálsir og óháðir menn, sem gerðu það sem þeim gott þætti. Skál! En svo maður viki aftur að því, sem áður var minnst á — það var býsna vel sagt þetta um hráefnin. En hvað olíuna snerti sérstaklega þá væru það nokkur atriði, sem hann langaði til að heyra liann skýra nánar fyrir sér . . Og litli grái maðurinn með mjóa liálsinn útmálaði og skýrði. Það var engum vafa bundið að mest af því sem hann sagði var bull, en livað gerði það til? Honum gafst færi á að láta ljós sitt skina, og það var það eina, sem Knút- ur Rask, fiflið, kærði sig um. Þeir hurfu frá fjárhagsmálun- um og heimspólitik yfir í listir og vísindi, trúarbrögð ........ mjóninn, sem nú var ekki grár lengur heldur eldrauður hafði vit á öllu. Já, betur en nokkur annar! Það var yndi og ánægja að lilusta á liann. Þegar þeir loksins kvöddust var það mjór maður, en fullur af sjálfstrausti og gleði, sem skók héndur Knúts Rasks og sagði: Þetta hefir verið fram- úrskarandi skemtilegt kvöld! Mér þykir svo vænt um að hafa kynnst yður. Ef inaður á að hafa nokkurt gagn af að tala við menn, þá verða það að vera menn á sama gáfna- reki og maður er sjálfur. Þakka yður fyrir — þakka yður hjart- anlega fyrir! Mér þætti gam- an að sjá yður bráðum aftur, en þér skiljið, herra aðalkons. . — Uss, við komum okkur saman um að minnast ekki á það —. ... — Nei, vitanlega ekki! Hann þrýsti liönd Knúts Rasks enn einu sinni. — Eg ætlaði bara að segja yður, að hvað viðvíkur því að sjást aftur þá ......... — Þá verðum við að láta til- viljunina ráða því. Eg verð talsvert bundinn núna fyrsta kastið ...... — Eg skil — eg skil! — En við rekumst áreiðan- lega á þegar minnst varir. Yer- ið þér nú sælir! Iínútur Rask lyfti hattinum, og í sama bili sem kirkjuklukk- an ómaði tólf slögum út í nótt- ina, hurfu þeir liver í sína átt- ina. Meðan Knútur Rask var að raka sig morguninn eftir gerði hann upp reikningana. Af hundrað krónum átti hann eftir 4.62! En hann iðraðist ekki þvi að honum fannst hann hafa fengið mikið fyrir pening- ana. Han hafði séð grátt aum- 7 ■ spurmngar 1. „Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi“ mælti ? ? 2. Hvort er réttara að segja hárétt eða hárrétt? 3. Hvort er lundinn farfugl? 4. Hvað heitir íþróttafulltrúi ríldsins? 5. Hvað heitir höfuðborg Búlgaríu? 6. Hvor er sunnar á linettinum, Róm eða New York? 7. Hvert er suðumark á Fahrenheit? Svör á blaðsíðu 14. ingjalegt andlit, sem losnaði al- gerlega við minnimáttarkennd- ina — og einlivernveginn hafði þetta hjálpað honum sjálfum líka. Og svo lagði hann nýrakað- ur og i besta skapi upp í hina löngu leit eftir að fá eittlivað að gera. Það hafði verið aug- lýst staða hjá fyrirtæki, sem hafði verið versti keppinautur hans fyrrum. Einmitt staða, sem hann hefði gjarnan viljað ná í. En vitanlega mundi fjöldi sækja um hana. Þó að liann kæmi klukkutíma fyrir tímann sátu fjórtán ný- rakaðir menn á biðstofunni þegar liann kom, og bitu á jaxl- inn. En loksins kom að hon- um. Hann setti andlitið í frjáls- mannlegar og djarflegar stell- ingar eins og tækifærinu hæfðu, geklc inn á slcrifstofuna — og varð mállaus! Bak við skrifborðið sat hranalegur, lítill maður með mjóan háls, sem stóð upp úr allt of víðum flibba, og gam- aldags nefldemmugleraugu sátu á skakk á hvössu nefi. Þetta var maðurinn frá i gær! í sama bili og vatnsbláu augun í hon- um rákust á Knút spratt hann upp. — Herra .... hann stamaði og vissi elcki sitt rjúkandi ráð. Knútur Rask hafði þegar jafnað sig eftir áfallið. — Við neyðumst víst til að sleppa titlunum um aldur og æfi, hr. skrifstofustjóri, sagði hann hlæjandi. — 1 gær var i gær. í dag ....... — Hm! má ég spyrja .... Skrifstofustjórinn hafði sigið niður í stólinn aftur og pírði hálfbrostnum augum á Rask. — Þetta var ekki annað en spaug. Eg lieiti Knút Rask. Eg er kominn hingað til að sækja um stöðuna, sem þér hafði lausa. Maðurinn við skrifborðið stirðnaði upp. — Þér leyfið yð- ur að koma liér. Og standa aug- liti til auglitis við mann, sem þér hafið ætlað að reyna að draga dár að! hvæsti liann. — Þóttust þér ekki vera sonur aðalkonsúls ....... — Og kallaði ég yður eklci bæði dolctor og prófesor? Vor- um við ekki jafningjar, frjáls- ir, frjálsir, sterkir og vitrir — báðir tveir? — Hvílík yfirtaks frekja! — Þetta var ekki nema græskulaust gaman. — Sparið j'ður gamanið. Eg ætti að kæra yður fyrir lög- reglunni. — Væri það ekki synd? Eg vildi aðeins það besta. Leið yð- ur kannske ekki vel sem gest- ur minn? Ekki gat ég annað séð að minnsta kosti. — Út með yður! Út! Ú! — Þér álítið að ég geti ekki komið til mála? — Jú, í tukthúsinu eða vit- lausraspítala! Út! — Verið þér sælir, herra skrifstofustjóri! Knútur Raslc hneigði sig brosandi um leið og hann kvaddi. Það var eins og brennisteinn og gall gufaði út úr afskræmdu andlitinu á skrifsofustjóranum. Eiginlega liefði sagan átt að enda með því, að Knútur Rask var rekinn út þarna, og það var rökrétt afleiðing af því, sem liann hafði gert. Því að það var í rauninni furðulegt tiltæki að fara að losa um hlekkina á meðbróður sínum í nokkra klukkutíma, og láta hann halda sig frjálsan. Hug- myndin var fögur í sjálfu s'ér, en það er víst alrangt að bera noklcra umhyggju fyrir með- bræðrum sínum. Segi einhver eitthvað annað þá er það ekki annað en úreltur þvættingur. Ef maður vill fjdgjast með tím- anum þá á maður að skoða náunga sinn, sem fjandmann sinn, eða að minnsta kosti að hugsa aldrei um aðra en sjálf- an sig...... En tilviljunin vildi nú fara öðru vísi að með Knút Rask. Þegar hann kom fram á fremri skrifstofuna rakst hann á háan rnann snöggklæddan og með sjálfhlekung milli tann- anna. Maðurinn var með hend- urnar fullar af skjölum og hafði ósköpin öll að gera. — Afsakið þér, sagði Knút- ur og greip sjálfblekunginn á lofti um leið og hann hrökk út úr munninum á manninum. — Ekkert að afsaka! sagði hinn og hló. — Hver eruð þér annars, mér finnst ég hafa séð yður áður? Eg er forstjórinn hérna. Knútur Rask kynnti sig og sagði frá hvar hann hefði starf- að áður. — Já, nú man ég eftir yður. Þér náðuð einu sinni i stóran skiftavin rétt við nefið á okk- ur, sagði forstjórinn. — Hvað gerið þér núna? — Leita mér að atvinnu! — Viljið þér koma til mín? — Nei. Það eru engin tölc á því. Eg var einmitt að tala við skrifstofustjórann. — Skrifstofustjórann? Hvaða hull! Hann gerir ekki annað en að fara yfir umsækjendurna. Eg vel manninn sjálfur. Og ég þarf á yður að lialda, Knútur! Komið þér inn — við skulum lala um kjörin. Nú, þér eruð svo liugsandi, er eitthvað að? Nú sagði Rask forstjóran- um lireinskilnislega frá þvi, sem gerst hafði daginn áður, en fór litið út í samtalið við skrifstofustjórann. Forstjórinn skellihló. — Þér eruð fáhjáni, Rask! sagði hann svo. — En mér lík- ar nú samt vel við yður fyrir þessa sögu. Mortensen skrif- stofustjóri er gömul edikflaska, sem þér megið ekki taka of hátíðlega. Þegar við komum okkur saman — og ég hefi liugs- að mér að láta yður liafa stærra verksvið en ég hafði ætlað nýja manninum áðiir — þá farið þér hara inn til lians, sláið á öxlina á honum og segið: — Jæja, gamli prófessor, þá eig- um við að vinna saman! Næsta miðdegisverðinn borgið þér — en ef þér viljið það ekki þá getið þér látið það ógert! Því að, sjáið þér Rask, algengt fólk verður að meðhöndla eins og algengt fólk. Það þýðir ekki að vera að lyfta þvi upp til skýjanna, því að það vill helst sitja á sama stað og það hefir setið. Og þar á það líka heima.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.