Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.06.1946, Blaðsíða 5
T FÁLKINN 5 ,,Queen Elisabeth", eins og hún leit út þegar hún kom inn til Southam- ton i október í fyrrahaust, meö herfanga frá Asiu. Skipið er grá- málað — „i herklœðum". skip til þess að fara fram úr öðrum að því er snerti stærð og hraða, heldur væiá stærðin mið- uð við það, sem hentugast væri fyrir rekstursafkomu skipanna. Árið 1941 gat sir Percy Bates þess, að „Queen Mary“ hefði horið sig vel frá upphafi. Síðan 1922 eftir að Bandaríkin fóru að takmarka innflutning fólks, hefði ekkert skip liafl eins mik- inn tekjuafgang heilt ár, eins og „Queen Mary“ hafði fyrstu tólf mánuðina, sem hún sigldi. Og það er þeim mun eftirtektar verðara sem aldrei hefir verið jafn mikil samkeppni milli stóru skipafélaganna á Atlants- hafinu og var einmitt á árun- um fram að styi-jöldinni. Og fyrstu átta mánuði ársins 1939 (friðarmánuðina) þá flutti hún fleiri farþega en hún liafði gert tvö undanfarin ár, þrátt fyrir viðsjár þær, sem þá voru orðn- ar í heiminum. Nú skal lita á suma erfið- leikana, sem voru á því að smíða jafnstórt skip og „Queen Mary“ er. Lengd skipsins er 309 metrar. Þurfti að breyta kvínni og setja upp ýmsar til- færingar til þess að hægt væri að smíða skipið, styrkja allar undirstöður og setja upp hærri og sterkari hegra en áður. Meðan verið var að athuga teikningarnar að skipinu voru um 7000 tilraunir gerðar með ýmiskonar líkön af því í „til- raunatank“. I lionum var liægt að búa til — i vasaútgáfu — ofviðri, og athuga hvernig líkön in stæðust það. Líkönin voru látin sigla meira en 1600 kíló- metra í þessum tilraunatank. í skipunum eru alls tólf þil- för, neðan frá neðsta þilfari upp á sólþilfarið svonefnda. Neðri þilförin eru þó ekki sam- anhangandi yfir allt skipið, því að vélar skipsins ná gegnum þau. I allri yfirbyggingu skips- ins, er notað stál með óvenju- lega miklu þanþoli. Alls vegur málmurinn í skipinu, skrokkur og vélar yfir 50.000 lestir. Plöt- urnar í skrokknum eru 2j4—9 metra langar og allar notðaðar saman. Fóru yfir 10 miljón hnoðnaglar í hvort skipið. En ef þeim væri raðað saman endi- löngum mundi röðin verða vfir 4000 kílómetrar á lengd. Bæði skipin eru knúð áfram með Parsons-eimtúrbínum. — Hvorl skipið liefir fjórar skrúf- ur, og knýr ein vél hverja skrúfu. Þegar undan eru skildar sjálf- ar aflvélarnar, er allt „rafmagn- að“ um borð í skipinu, og það svo ríflega, að rafslöðvarnar í hvoru skipi mundu geta séð 150.000 íbúa borg fyrir raforku. Rafleiðslurnar i hvoru skipi eru um 6000 kílómetrar, og lampa- stæðin 30.000. Þrjú farrými eru i skipum þessum: „Cabin“, „tourist“ og III. farrými. En öll farrýmin eru miklu rúmbetri og betur Hér sjást málararnir vera að mála ,,Queen Elisabeth“ eftir að hún varð laus úr herþjónustunni og hverfa nú hin gráu „herklœði“ og skipið fœr aftur sinn fgrri svip. útbúin en lilsvarandi farrými á öðrum skipum. Tuttugu og fimm samkvæmis- salir eru í hvoru skipinu. Aðal- veitingasalurinn 18.720 ferfel að gólffleti og er ætlaður lianda 815 manns. Meira en þrjátíu enskir listamenn hafa lagt hönd að því að skreyta skipin mál- verkum, höggmyndum, málm- smíði og glermyndum. í skip- inu eru 50 tegundir af viði víðs- vegar úr heiminum og má sjá margar einkennilegar viðarteg- undir í þiljum á sölum, göngum og farþegaklefum. Um fimtíu lestir af lakkfernis fóru á tré- verkið i hvoru skipi, svarandi STJÖRNUSPÁR EFTIR JÓN ÁRNASON Sólmyrkvi 30. maí 1946. Alþjóðayfirlit. Sólmyrkvi þessi er í Tvíbura. Sést ekki liér á landi og hefir þess vegna ekki eins mikil áhrif. Hann hefir sérstaklega sterk álirif í þeim löndum, sem talin eru vera undir áhrifum Tvíburans, svo sem Banda- ríki Norður-Ameríku, Belgíu, Norð- ur-Egyptalandi, vesturhhita Englands og Wales, Lundúnir, Melhourn, Ver- salir, San Francisco. Kunnur maður eða menn, sem lifa á blaðaútgáfu, prentsmiðjurekstri, samgöngum, póst göngum og fréttaflutningi gætu dáið. — Flutningar og ferðalög eru mjög á dagskrá víða um lieim og vekja athygli. Landbúnaðurinn á í örðug- leikum og koma fjárhagsmálin þar einnig til greina. — Stjórnmála- örðugleikarnir halda áfram, þvi Neptún bendir á það og ágreining- ur sýnilegur eins og áður. Ráðend- ur ríkjanna liafa nóg að gera og barátta er sýnileg i Marsafstöðunni í Ljónsmerki. Jarðskjálfti gæti átt upptök sín 19 stig fyrir austan Tokyo um Kamtsliaka og Salomons- eyjar eða á þeirri lengdarlínu. Á- greiningur og barátta meðal klerka trúmálaleiðtoga — hatur og fyrir- lilning á lögum guðs og manna. Lundúnir. — Örðugleikar munu koma í ljós í sambandi við verka- menn og þjóna, einnig hermenn og órói mun gera vart við sig. Veik- indafaraldur mun stinga sér niður einkum í taugum. — Úran ræður utanrikismálum og hefir slæm áhrif og óvænt atvik koma i ljós og áróð- urs verður vart gegn Englandi. Á- greinings gæti orðið vart á milli Englands, .Bandaríkjanna og Rúss- lands. Venus er meðverkandi og gæli ef til vill eiltlivað dregið úr þessum áhrifum. Mars er í 8. húsi og bendir á dauðsföll meðal kunnra manna í her, flota, lækna og i járn- iðnaðinum. Plútó hefir hér einnig áhrif og gætu ófyrirséð myrkraverk komið i Ijós. — Júpiter er í 10. húsi. Er það góð og heillavænleg afstaða fyrir stjórnina og veitir þjóðinni aukið álit. fíerlín. — Leikhús og skemmtan- ir verður nokkuð á dagskrá og örðugleikar eru sýnilegir. Verka- til þess að yfirborðið sem lakk- borið var, væri 11,5 hektarar. Sjálfstillandi rafmagnshitun er um allt skip og loftræsling. Þilförin, sem farþegum eru ætluð til að hreyfa sig á, eru svo rúmgóð, að þar væri hægt að koma fyrir fjörutíu tennis- brautum. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um, að þetta eru eng- in smásmiði. Nú eru bæði skip- in í höfn og er verið að skinna þau upp aftur eftir hermanna- flutningana. Og bráðum fara þau að sigla gömlu Atlants- hafsleiðina á ný. mannaörðugleikar miklir og óvænt atvik gerast i því sambandi. — Viðskifti við aðrar þjóðir ætti að vera í sæmilegu lagi, því Venus er í 7. húsi. En Satúrn er með- verkandi, sem mun tefja og draga úr áhrifunum. Dauðsföll munu á- berandi meðal hátt settra manna. Dulfræða- og andatrúarviðleitni mun áberandi og liafa heill með sér. Meiri hluti pláneta bendir á tafir í framkvæmdum og framtaki. Moskóva. — Hagur landbúnaðarins mun mjög á dagskrá i Rússlandi og vekja athygli og eru ýmsir örðug- leikar þar á ferð, sem örðugt er að fást við. Stjórnin á i ýmsum örðug- leikum í því sambandi. — Skemmt- ana- og leikhúslíf og starfsemi er undir örðugum áhrifum og óvænt atvik koma sem auka á örðugleik- ana. Venus í 6. liúsi, verkamanna, og hefir góð áhrif á aðstöðu þeirra og ýmislegt verður gert þeini i hag þrátt fyrir slæma afstöðu frá Nep- tún. — Satúrn er í 7. húsi. Utan- ríkismálin undir mjög örðugum á- hrifum. Mars og Plútó eru með- verkandi og bæta eigi úr áhrifum. Neptún í 8. húsi og bendir á dauðs- föll vegna eiturnautna og geðveiki fer i vöxt. — Framlak er þó áber- andi. Tokgo. — Betrunarhús, spítalar, heilsuhæli og góðgerðastofnanir munu vekja athygli og ýmsar breyt- ingar og lagfæringar geta komið til greina og reynt að ráða bót á ýnisu í þeim efnum. — Satúrn er í öðru húsi og hefir slæmar afstöð- ur. Miklir örðugleikar í fjármálum Japans og tekjur munu minnka að mun og eignafall koma í ljós. — Neptún í 5. húsi. Leikhús og skemmt anir undir óvæntum örðugleikum. — Mars og Plútó í 3. húsi, sem hefir slæm áhrif á samgöngur og flutninga, blöð og bókaútgáfu. í heild eru afstöðurnar mjög veikar. Washington. — Allar plánetur eru yfir sjóndeildarhring og bendir það á sterka afstöðu og rnikinn þrótt með þjóðinni og að hún njóti sín vel. Venus ræður utanlandssigling- um og mun hafa fremur góð áhrif i því að lyfta undir þær. Plútó og Mars eru í hádegisstað og bendir það á ýmsa örðugleika fyrir stjórn- ina. Hún á í harðri baráttu við þá, sem hátt eru seltir og miklu ráða. — Neptún er i 12. liúsi. Bend- ir á misgerðir í fjáraflamálum i Framhald á bls. Pi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.