Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Þinghaldabosrgin Stokkhólmur Það er sagt í gamni, að í Stokk- hólmi sé svo mikið um allskonar þing og mót, að sumir hafi ekki annað lífsstarf en að sitja þau. Nú var ég nýlega á einu sliku þingi, en þeir sem þar voru aðallega sam- ankomnir gera áreiðanlega annað og meira en að sitja á fundum, því að þeir stjórna blöðunum, og sænsku blöðin eru orðin stór á alþjóðavisu og mega ef til vill teljast fullkomn- ustu böð í heimi, bæði hvað snertir tækni og þó einkum innihald. Þau leggja t. d. miklu meiri áherslu á menningarmál, bókmenntir, listir og vísindi en blöð hins enskumælandi heims, sem sinna mest fréttaflutn- ingi og stjórnmálum en láta tíma- ritin annast um að matreiða fyrir þá vandfýsnu, sem fussa við gifur- tíðindum og slúðursögum en heimta andlega 'kjörfæðu. En á Norðurlönd- um eru svo margir í hópi hinna vandfýsnu, að dagblöðin geta leyft sér að bera úrvalsfæðuna á borð. 1 þessu lýsir sér hið háa menning- arstig Norðurlandaþjóðanna, áhrif góðra skóla og góðs uppeldis, sem loða við manninn alla æfi. Blöðin verða jafnan spegilmynd þjóðarinn- ar og menningarþroska má alltaf marka af orðbragði og efnisvali blaðamannanna. En forráðamenn og samverka- menn blaðanna geta jafnframt mót- að þjóðina, þau geta steindrepið lygina en líka blásið lifsanda í Iiana, þau geta skorið burt æxli og stungið á kýlum en líka stutt þjóð- hættulegar stefnur og orðið liættu- legir smitberar farsótta. Ef lýsa ætti í fáum orðum verkefni 8. blaða- mannamótsins í Stokkhólmi 23. - 26. sept., þá var það það af efla sam- tök um frelsi blaðanna, svo að þau verði ekki vopn i hondum óhlut- vandra manna, að koma á umbótum á fréttaöflun og efnisvali blaða, og að auka samheldni norrænna blaða innbyrðis og vanda betur til frétta- flutnings, milli Norðurlanda inn- byrðis en verið hefir hingað til. Þetta verður að nægja í stað þess að fara að birta lesendum Fálkans greinargerð um þá finim fundi, sem lialdnir voru af um 180 blaðamönn- um Norðurlanda í september. Hins- vegar skal reynt að segja dálitið frá Stokkhólmi, þessari höfuðborg þing- haldanna, og nefna ýmislegt af því, sem fyrir augun ber og hvernig svona þinghöld fara fram. Það mætti líkja þeim við „cock- tail“, þar sem blandað er saman í eitt umræðufundum, sýniferðum um borgina og nágrennið, veislum með ræðuhöldum og leikhússýning- um og listsýningum. Allt getur þetta St. Eiríkur, verndari Stokkhólms. Framlilið Konserthuset með Orfeus- mynd Milles. verið g’ott, hvert i sínu lagi, en vand- inn er að gera úr þvi góða blöndu. Það kunna Svíar manna best og þvi er engin furða þó að sóst sé eftir að halda þing í Stokkhólmi. Svíar sluppu við stríðið og eru taldir hafa nóg af öllu, en þó ber þar minna á kjarnfæðu en t. d. í Dan- mörku. Danir liafa að vísu minnkað ketskammtinn siðan í vor, en samt er hann minni í Svíþjóð en þar. Og einkennilegt mundi íslendingum þykja að sitja í dýrindisveislu, þar sem þjónarnir gengju meðal fólks- ins áður en staðið er upp, og rukkaði þá um seðla fyrir sméri, brauði og keti. En það gera Svíar. Enda liafa þeir marga i fæði þessi árin, þeir miðla enn mat til Nor- egs og Finnlands og hafa tekið að sér að forða hundruðum þús- unda af börnum í Þýskalandi og Austurríki frá sveltidauða. Þeir spara við sjálfa sig til þess að geta líknað öðrum. íburðarmiklu veislurnar með « mörg'u réttunum lieyra fortíðinni til. í flestum „kongressveislum“ er mat- urinn: þrjár smurðar hálfsneiðar af brauði, kjöt- eða fiskréttur og svo ábætir. Og með þessu er borið fram eitt glas af ákavíti, glas af öli, og eitt af rauðvíni og sherry. Hinn gamli þjóðardrykkur Svía, „puns- ið“ sést eklti — það má ekki fram- leiða hann, þvi að Svíar verða að spara sykur, þrátt fyrir allar þær biljónir sykurrófna, sem rækaðar eru á Skáni. Svíar laka öllum slík- um ráðstöfunum vel og sýna þar þegnskap, sem aðrar þjóðir mættu læra af. Lýðræðishugsjónin hefir haft það i för með sér að nú þykir hneysa að þvi að hrifsa bitann frá annars munni. Það hefir verið hugmynd ná- grannanna að Svíar hafi lifað í vellystingum praktuglega“ á stríðs- árunum og ekki gert annað en éta og græða peninga. Hvað mundi þó mega segja um okkur íslending'a? í Svíþjóð liefir dýrtiðaruppbót að- Kungliga Operan í Stokkhólmi. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.