Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 * Klnkkan á tnrni Sjómannaskólans VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf SKRADDARAÞANKAR Islendingar hafa löngum verið rómaðir fyrir hjálpfýsi og samúð við þá, sem bágt eiga. Þegar sjó- slysin miklu svifta konur og börn eða farlama foreldra athvarfi sínu, er sjaldan leitað svo til almennings að ekki berist góð hjálp og skjót. Og þegar leitað var til þjóðarinnar um samskot handa frændþjóðunum og vandabundnu fólki erlendis, sem orðið hafði fyrir barðinu á styrj- öldinni, varð hjálp íslendinga svo ríkuleg, að fullyrða má að engin þjóð í heimi hefir gert betur, i hlutfalli við getu sína. Þessa er vert að g'eta i sambandi við liitt, sem á skal drepið hér á eftir. Það er ekki nóg að vera gjöf- ull, eins og nú standa sakir. Heim- urinn sveltur, og þó að það muni að vísu litlu hundruð miljóna af mögum, hvort íslendingurinn geng- ur vel að mat sínum eða ekki, þá verður þó að benda á að það er siðferðisskylda hvers einstaklings að láta nokkuð það, sem notað verð- ur til fæðis eða klæðis fara" for- görðum. Tvímælalaust geta íslend- ingár lcomist af með miklu minni innflutning matvæla og fatnað(ar en þeir liafa nú, bæði með þvi að iáta minna fara í súginn og nota innlenda framleiðslu meira. Hvað það síðarnefnda snertir er þó sá hængur á, að innlendi maturinn — að fiskmeti undanteknu — er dýr- asti maturinn, sem liægt er að fá, en enginn þarf að efast um, að ekki verður þjóðinni lífvænlegt á friðartímum ef landbúnað skal stunda og afurðir hans eiga að vera i margföldu verði við sams- konar vörur innfluttar. Það mál verður að leysa í sambandi við dýr- tíðarmálin yfirleltt og' með breytt- um búskaparliáttum. En um hitt ræður þegnskapur þjóðarinnar. Það er eflaust óþarfi að flytja inn fatnað og vefnaðarvöru fyrir svo mikið að fjórðungur alls útflutningsins hrekkur ei fyrir innflutta fatnaðinum. Sumar aðrar þjóðir, sem mikið til klæðast inn- fluttum fatnaði, gátu notast við gamlan fatnað í 5 ár, meðan stríðið liefti innflutninginn. Með sparnaði vinnum við öðrum þjóðum gagn. En þó fyrst og fremst afstýrum ófarnaði okkar eigin þjóð- ar. Nú liefir stærstu klukku landsins verið komið fyrir i turni Sjómanna- skólans. Það var Innflutningssam- band íslenskra úrsmiða, sem gaf skólanum þessa risasmíði, og var hún formlega afhent skólanum i há- degisveislu að Hótel Borg siðastl. fimmtudag. Klukkan hefir fjórar skífur, og er ein á hverri hlið turnsins. Hver skífa er 168 cm. í þvermál, svo að þær sjást langt að, bæði frá bænum og höfninni. í miðjum turninum hefir verkinu verið komið fyrir, og er það mjög sterkbyggt og vandað. Það er úr stáli og kopar, og út frá því liggja stálrör til vísanna, sem mikinn kraft þarf til að knýja á- fram, sérstaklega þar sem þeir eru óvarðir utan á skífunni. Þessvegna hefir rafm’agnsmótor verið komið fyrir til þess að annast þettá, og dregur liann klukkuna upp með stuttu millibili. Ætlunin er að lýsa úrskífurnar upp, eftir að skyggja tekur, en þó hefir ekki verið endanlega gengið Kennsla hafin i Melaskóianum Laugardaginn 12. okt. liófst kennsla i hinum nýja Melaskóla í Reykjavík. I vetur munu sækja skól- ann 8—900 börn og verður þeim skipt í 28 deildir. Skólastofurnar, sem kennt verður í i vetur, eru 14 talsins auk tveggja kennslustofa fyrir handavinnu. frá því, hvernig það verði hagkvæm- ast. Turnklukka þessi er ekki sjálf- stæð, lieldur tengd i „móðurklukku“ sem sendir boð upp til turnklukk- unnar auk 12 stofuklukkna víðs- vegar um skólann. Það er þessi móð- urklukka, sem er lífið og sálin í allri þessari vélasamsetningu. Hún er mjög fullkominn að allri gerð og laus við ýmsa ágalla eldri klukkna, sem ekki þola miklar hitabreyting- ar, ef þær eiga að ganga rétt. Eins og áður er getið var klukk- an afhent formlega að Hótel Borg, fimmtudaginn 17. þ. m. Jóhann Ármann Jónasson, formaður inn- flytjendasambands úrsmiða, afhenti skólastjóra Sjómannaskólans, Friðrik Ólafssyni, klukkuna, og kvaðst vona, að hún ætti eftir að verða sem flest- um til blessunar. — Hófið sátu ýmsir tignir gestir, svo sem sam- göngumálaráðherra, fjármálaráð- herra, borgarstjóri o. fl. Klukkan er smíðuð hjá Smith’s Clocks Ltd. i London. Björn Björns- Smíði skólans er enn ekki lokið, en gert er ráð fyrir, að hann verði fullgerður næsta haust. Þá er ætlað að um 1200 börn muni sækja hann. Kennslustofurnar verða þá 22 auk sérstofa fyrir matrdiðslu, handa- vinnu o. fl. Ennfremur verða í skól- anum samkomusalur, skrifstofa, kennarastofa, Ijósastofa og herbergi fyrir skólalækna. I kjallara skólans Turn Sjómcinnaskólans eftir að klukkunni hefir verið komið fyrir. son, stórkaupmaður, annaðist kaup klukkunnar, og las hann á hófinu upp bréf l'rá forstjóra fyrirtækisins. Kvaðst forstjórinn vona, að klukk- an yrði tákn ævarandi vináttu milli íslands og' Bretlands. Hann sagðist einnig hafa mikinn hug á að koma til íslands og kynnast landi og þjóð. Mcð klukkunni koniu hingað til landsins tveir enskir klukkusmiðir, sem settu hana upp í turni Sjó- mannaskólans. verður íbúð umsjónarmanns. Vcstan við aðalbygginguna er stórt og gott leikfimishús. Kennaralið skólans verður i vet- ur skipað 16 fastakennurum og nokkrum tímakennurum. Sennilegt er þó, að hækka verði nokkuð tölu fastakennara að hausti. Skólastjóri Melaskólans er Arngrímur Krist- jánsson. Ein hinna fjögurra skifa á turnklukkunni, sem blasir við bæjarbú- búum. Stærð mannanna gefur góða hugmynd um stærð skífunnar. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.