Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 / aða lögrétta, — játning eftir játn- ingu, því að lögréttan getur ekki dœmt neinn nema hann hafi játað. Og þetta er einmitt einkennið á Kareníusi Andersen. Hann er glæpa- maður og hefir peningaskápa- sprengingar að sérgrein, en hann stendur alltaf við það, sem hann gerir. Og standi hann ekki við það þá liefir hann ekki gert það. Að um líkt leyti meðgekk hann í máli, þar sem líkurnar voru miklu veik- ari. Þetta er sálfræðilegt atriði, sem hefir eigi litla þýðingu. Fyrir aðeins tveimur dögum var hann inni á skrifstofu minni. — Eg hefi verið við margt riðinn, herra lög- maður, sagði hann. En í þetta skifti er ég sára saklaus. Og ég — ég trúði honum! Og hvaða sannanir liggja fyrir í málinu? Eg hefi minnst á þær. í þessu máli er ekki hægt að byggja á fingraförunum á hurðinni, og i því sambandi vil ég minna enn einu sinni á framburð ungfrú Bakke og skrifstofumannsins, Andersen var þar fyrri hluta dagsins og fingra- förin ldjóta að hafa komið þá. Hvað sem öðru líður, herrar mín- ir, lögréttumenn, þá er enginn vafi úm þetta mál. Enginn getur sagt með jákvæðri vissu, að Andersen hafi brotið upp þennan skáp, og efinn — hér varð rödd lögmannsins eins og þrumugnýr, sem fyllti salinn — efinn verður og á samkvæmt okkar réttarfari að verða ákæra til ávinn- ings. Svo einkennilega er ástatt i þessu máli, að afbrotalif mannsins sjálfs — g'læpaskrá hans — undirstrikar að hann segi satt. Og við höfum engar tvímælalausar sannanir. Vog- ið þið, háttvirtu lögréttumenn, að dæma saklausan mann? — Eg skora á yður, eins innilega og mér er unnt — ekki fyrst og fremst sem verjandi lians, heldur sem maður, sem vill afstýra ranglæti. Karenius Andersen verður að dæmast sýkn af þessu máli. Lögmaðurinn settist og þurrkaði döggina af einglyrni sínu. Hann var hrærður. Dómararnir drógu sig í hlé og voru stundarfjórðung að ráðfæra sig. Þegar þeir komu aftur las oddvitinn úr dómsbókinni: — Er ákærði, Karenius Andersen sekur.... o. s. frv. — Nei! Þegar Ketsnúðurinn og lögmað- urinn kvöddust, voru augu hins fyrr- nefnda full af aðdáun. — Þér kunnið tökin á því, lög- maður! — Já, bara að þér kynnuð ekki eins vel tökin á yðar starfi, svaraði lögmaðurinn. Nú verðið þér að leggja þjófalykilinn og borinn á hilluna, Andersen. Annars fer svo að lokum, að ekki einu sinni ég get varið yður.... — En yður dettur þó ekki í hug.. svona flónslegt innbrot! Ketsnúð- urinn sór og sárt við lagði. Nei. Lögmaðurinn tók fram í. Það er óþarfi fyrir yður að fara að rökstyðja fyrir mér. Mér stendur alveg á sama um sérkunnáttu yðar! En sem sagt: Þér verðið að fara varlega! Lögmaðurinn fór og Ketsnúðurinn stóð eftir. Hjartás, vinur hans, kom til hans. — Eg óska þér til ham- ingju. Þarna tókst honum upp! — Farðu til... . Heldurðu ekki að liann imyndi sér, að ég hafi ver- ið við þetta riðinn. Annað eins við- vanings fálm. Eg hefði gaman af að sýna honum.. — Ha-a — hvað meinarðu? Hjart- ás glápti stórum augum á Ketsnúð. — Meina? Það var eins og Ket- snúður vaknaði af draumi. — Vit- anlega meina ég ekki neitt, flónið þitt. Hann sneri sér burt og fór, ón þess að svara tillögu Hjartaáss um að aura saman í snaps í tilefni af málalokunum. Ketsnúður labbaði niður á bryggj- ur. Það var alltaf eitthvað að velt- ast í hausnum á honum: ósann- gjarn grunur lögmannsins, skrif- stofuhurð og gamaldags pening'a- skópur i manntómri byggingu. Þetta væri svo auðvelt — svo auðvelt. Ketsnúður blístraði og dró upp á sér brækurnar. Það var farið að kvölda og allt að verða svo hljótt. Ketsnúður ranglaði um. Ranglaði um göturnar og hvarf. Stenersen rannsóknarfulltrúi var kominn á vettvang, þegar lögmaður- inn kom á skrifstofuna einn morgun- inn snemma. Það var ef til vill ofurlítið bros í augnakrókunum ó fulltrúanum, því að það var hann, sem hafði haft á hendi rannsókn- ina í máli því, er lögmaðurinn hafði unnið síðasta mælskulistarsigur sinn i. — Hafið þér fundið nokkuð að styðjast við? spurði lögmaðurinn óðamála. Stenersen benti á dyrnar. — Það eru þessi merki, en lög- maðurinn telur þau vitanlega ekki liafa neina úrslitaþýðingu — að minnsta kosti ekki fyrir n.ttinn. En annars þykist ég nú þekkja Ket- snúðinn á ummerkjunum. Lögmaðurinn glennti upp augun. ■— Merkin? Meinið þér Andre^en? Stenersen brosti. — Já, ég meina Andersen. Lögmaðurinn sagði i rétt- inum í gær, að liann hefði verið hér á skrifstofunni, og hérna eru merkin eftir hann. Svona merki ger- ir enginn nema Andersen. Eg hugsa að við finnum hann von bráðar. Og ég held að allir muni bráðlega skilja, að það var hann sem var sekur í málinu í gær. Lögmaðurinn hlustaði ekki eftir. — Hvað sögðuð þér? spurði hann utan við sig. — Eg sagði bara, að nú væri kannslce hægt að fá fyrra málið tek- ið upp aftur, því að hér eru sann- anirnar öruggar gegn Ketsnúðnum, og hafi hann framið þetta innbrot þó hefir hann framið innbrotið hjá Olsen og Co. líka. Auk þess — nú brosti rannsókriarfulltrúinn • út í annað munnvikið — hefir hann víst ekki yður fyrir verjanda i þetta skifti, herra lögmaður. — Verjanda? Lögmaðurinn vakn- aði eins og af draumi. — Jú, auð- vitað. Verið þér sælir, Stenersen. Fulltrúinn leit forviða á hann. — Maðurinn lilýtur að vera brjál- aður, tautaði hann og hristi höfuð- ið. En samt var það nú svona. Þegar Ketsnúðurinn var næst á sakborn- ingabekknum, sat lögmaðurinn i verjendastúkunni. Enn á ný glampaði á einglyrnið hans. Enn á ný brýndi hann rödd- ina og lét vera flóð og fjöru i mælsk- unni. X-B 2l6-9rí RINSO ÞVÆLIR ÞVOTTINN HREINAN Já, R I N S 0 gerir þvottinn eins og nýjan — og bjartan .... Svo er fíinso fynr að þakka að blærinn verður bjartur og litirnir eins og nyir' Og fíinso fer svo vel með þvottinn. Og hvita tauið — allir vita hve mjallhvitt það verður með Jjví að þvæla þ.að i fíinso- löðri Kom sér undan hengingu. Tók inn blásýru. — Hér birtist ein af síðustu myndunum, sem teknar voru af Göring fyrir réttinum í Niirnberg. Nú hefir hann fengið sinn dóm, en kom sér undan hegn- ingu með því að taka inn blásýru tveimur tímnm áður en dómnumj skyldi fullnœgt. — Hefir nú verið fyrirskipuð rannsókn vegna atburð- ar þessa. Úr fangelsinu í Niirnberg. — / þessu fangelsi voru stríðsglæpamennirnir þýsku geymdir, meðan þeir biðu dóms. Vopnaður varðmaður stóð fyrir utan hverjar klefadyr og hafði nánar gæiur á föngunum, svo að þ.eim tækist ekki að fremja sjálfs- morð. En svo bregðast krosstré..! — Hversvegna sagði unnustan yð- ar yður upp? spyr liún. — Eg sagði ofurlitið vængjuð orð við hana. — Bara vængjuð orð? Nú skil ég ekki, Lárus. — Eg sagði „gæs.“ Unga frúin: — Heyrðu góði, livað geturðu hlaupið langt á þremur mín- útum? — Minnsta kosti einn kilómeter. — Gerðu það þá snöggvast. Klukk- an hefir stansað og ég þarf að sjóða egg. •— Herrar minir. Þetta mál er út af innbroti lijá sjálfum mér. Það er ég, sem stolið hefir verið frá. Eg hefi kært máljð og engum er það meira áhugamál en mér, að sá seki fói sina refsingu. En — vel að merkja — stí seki. Það er hann sem ég vil láta dæma. Hann og engan annan. Og svo fóru leikar að Karenius Andersen var sýknaður á ný. Einn af starfsbræðrum lögmanns- ins sneri sér að honum á eftir og spurði: — Trúið þér þvi, að And- ersen hafi ekki verið við þetta rið- inn. En lögmaðurinn svaraði: — Eg trúi á refsifrelsi hans. Þegar lögmaðurinn kom á skrif- stofuna morguninn eftir lá þar bög'g- ull til lians. í honum var peninga- kassi með 1500 krónum. Lögmaðurinn hló: Þarna sér mað- ur. Eg held fram refsifrelsi And- ersens. Hann þolir ekki að sjó pen- ingaskáp. 9fc 9|e

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.